Verðhrun á olíu lengi að skila sér til neytenda Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. desember 2018 20:45 Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Baldur Hrafnkell Olíuverð hefur hrunið að undanförnu og stendur tunnan af Brent-hráolíu núna í 55 dollurum. Verðið hefur lækkað um 35 prósent frá því í byrjun október þegar tunnan kostaði 85 dollara. Að sögn séfræðings hjá Íslandsbanka tekur dálítinn tíma fyrir lækkunina að skila sér í lægra bensínverði hjá neytendum. Um miðjan júlí stóð tunnan af brent hráolíu í 75 dollurum. Hún hækkaði svo upp í 85 dollara í október en í kjölfarið tók við snarpt lækkunarferli og í dag stendur verðið í 55 dollurum. Allar hækkanir ársins hafa því gengið til baka að fullu og verðið er svipað og það var haustið 2017. Þetta eru góðar fréttir fyrir íslensku flugfélögin. Ekki síst WOW air sem hefur ekki haft tök á að verja sig fyrir breytingum á olíuverði með samningum um fast verð. Lækkanir á hráolíuverði skila sér strax í innkaupum hjá WOW air sem kaupir mikið af flugvélaeldsneyti erlendis. Olíuverð er stór áhrifaþáttur verðbólgu. Hún mælist núna 3,7 prósent og hefur ekki verið hærri í fimm ár. Það má því segja að olíuverðslækkanir komi á réttum tíma. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að neytendur muni þó ekki sjá þessar lækkanir á olíu í bensínverðinu strax. „Það er birgðahald hjá olíufyrirtækjunum og það eru einhverjar vikur til mánuðir sem þau eiga á hverjum tíma í birgðum. Þar af leiðandi þurfa þau að fá það innkaupsverð til baka þótt verðið hafi breyst í millitíðinni,“ segir Jón Bjarki. Svo hafa fleiri þættir áhrif á verðþróun á bensíni en heimsmarkaðsverð á olíu. „Það eru þættir á borð við gengisþróun, innlendir kostnaðarliðir eins og laun og síðast en ekki síst veruleg krónutölugjöld ríkisins á eldsneyti, um 80 krónur á lítrann, sem breytast ekki neitt alveg sama hvað innkaupsverðinu líður. Það er svona miklu seigara í verðþróuninni á innlendu dælunni. En verðið er þegar farið að lækka og ég á von á að það lækki meira á komandi mánuðum ef að fram heldur sem horfir með heimsmarkaðsverðið og krónan gefur ekki verulega eftir á nýjan leik,“ segir Jón Bjarki. Bensín og olía Íslenska krónan WOW Air Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Olíuverð hefur hrunið að undanförnu og stendur tunnan af Brent-hráolíu núna í 55 dollurum. Verðið hefur lækkað um 35 prósent frá því í byrjun október þegar tunnan kostaði 85 dollara. Að sögn séfræðings hjá Íslandsbanka tekur dálítinn tíma fyrir lækkunina að skila sér í lægra bensínverði hjá neytendum. Um miðjan júlí stóð tunnan af brent hráolíu í 75 dollurum. Hún hækkaði svo upp í 85 dollara í október en í kjölfarið tók við snarpt lækkunarferli og í dag stendur verðið í 55 dollurum. Allar hækkanir ársins hafa því gengið til baka að fullu og verðið er svipað og það var haustið 2017. Þetta eru góðar fréttir fyrir íslensku flugfélögin. Ekki síst WOW air sem hefur ekki haft tök á að verja sig fyrir breytingum á olíuverði með samningum um fast verð. Lækkanir á hráolíuverði skila sér strax í innkaupum hjá WOW air sem kaupir mikið af flugvélaeldsneyti erlendis. Olíuverð er stór áhrifaþáttur verðbólgu. Hún mælist núna 3,7 prósent og hefur ekki verið hærri í fimm ár. Það má því segja að olíuverðslækkanir komi á réttum tíma. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að neytendur muni þó ekki sjá þessar lækkanir á olíu í bensínverðinu strax. „Það er birgðahald hjá olíufyrirtækjunum og það eru einhverjar vikur til mánuðir sem þau eiga á hverjum tíma í birgðum. Þar af leiðandi þurfa þau að fá það innkaupsverð til baka þótt verðið hafi breyst í millitíðinni,“ segir Jón Bjarki. Svo hafa fleiri þættir áhrif á verðþróun á bensíni en heimsmarkaðsverð á olíu. „Það eru þættir á borð við gengisþróun, innlendir kostnaðarliðir eins og laun og síðast en ekki síst veruleg krónutölugjöld ríkisins á eldsneyti, um 80 krónur á lítrann, sem breytast ekki neitt alveg sama hvað innkaupsverðinu líður. Það er svona miklu seigara í verðþróuninni á innlendu dælunni. En verðið er þegar farið að lækka og ég á von á að það lækki meira á komandi mánuðum ef að fram heldur sem horfir með heimsmarkaðsverðið og krónan gefur ekki verulega eftir á nýjan leik,“ segir Jón Bjarki.
Bensín og olía Íslenska krónan WOW Air Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira