Viðskipti innlent

Vísað frá dómi

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Æðstu embættismenn Seðlabankans eru sakaðir um að hafa borið á fjórmenningana rangar sakir.
Æðstu embættismenn Seðlabankans eru sakaðir um að hafa borið á fjórmenningana rangar sakir. Fréttablaðið/Anton Brink
Hæstiréttur staðfesti í gær að vísa frá máli Gísla Reynissonar, eins fjórmenninganna sem ákærðir voru í Aserta-málinu svonefnda, gegn ríkissaksóknara. Gísli krafðist þess að felld yrði úr gildi ákvörðun saksóknara um að hætta skyldi lögreglurannsókn á ásökunum á hendur æðstu embættismönnum Seðlabankans.

Héraðsdómur tók kröfu Gísla til greina fyrr á árinu og áfrýjaði ríkissaksóknari þeirri niðurstöðu til Landsréttar. Landsréttur vísaði málinu frá dómi, Gísli kærði málið til Hæstaréttar sem hefur nú staðfest niðurstöðu Landsréttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×