Þýska kappaksturkonan ræðir „kraftaverkið“ þegar hún lifði af árekstur á 275 km hraða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2018 09:00 Sophia Florsch. Mynd/Instagram/sophiafloersch Þýski táningurinn Sophia Florsch lenti í rosalegum árekstri í formúlu þrjú keppni í síðasta mánuði en lifði af og er nú öll að koma til. Hún er með jákvæðnina að vopni en viðurkennir að hafa fengið sjokk við að sjá myndbandið af árekstrinum sínum. Það sáu örugglega langflestir myndbandð ótrúlega þegar Sophia Florsch missti stjórn á bílnum sínum, flaug út úr brautinni og lenti á vegg á fullri ferð. Það skildu fáir hvernig hún lifði þetta af. Sophia Florsch hryggbrotnaði í árekstrinum og fór í ellefu tíma aðgerð en læknum tókst að koma í veg fyrir lömun sem voru frábærar fréttir fyrir alla.She describes surviving a 170mph crash a 'miracle'. Now Formula 3 driver Sophia Florsch is targeting becoming the first female Formula 1 world champion.https://t.co/vKCcmNC61Zpic.twitter.com/Lqhuk8lsiN — BBC Sport (@BBCSport) December 21, 2018Sophia Florsch er aðeins átján ára en hafði mikinn metnað til að standa sig í karlaheimi formúlanna. Formúla eitt var og er ennþá markmiðið. Hún stefnir á að vera heimsmeistari í formúlu eitt. „Það er vissulega mjög stórt markmið en ég nálgast það á hverju ári,“ sagði Sophia Florsch í viðtali við BBC. „Mér líður vel. Þetta gerðist fyrir fjórum vikum síðan og ég farin að geta gert næstum því allt. Sársaukinn minnkar líka með hverjum degi,“ sagði Sophia. „Síðustu tvær vikur hafa verið allt í lagi. Ég byrjaði í endurhæfingu fyrir tveimur vikum til að reyna að koma fyrir að ég missi út vöðva og reyna að koma skrokknum af stað á ný,“ sagði Sophia. „Nú snýst þetta allt um þetta venjulega. Að byggja upp styrk á ný í fótum og höndum. Ég get gert allt fyrir utan það að nota bakið og hálsinn. Síðustu vikur hafa því verið allt í lagi,“ sagði hin jákvæða Sophia. „Þetta er líklega kraftaverk og það er líka ástæðan fyrir að mér líður eðlilega og ég er ánægð,“ sagði Sophia Florsch sem hélt upp á átján ára afmælið sitt tveimur vikum eftir slysið. „Þetta gerðist allt svo hratt, enda á 275 km hraða, en ég get gert næstum því allt saman á ný og fyrir mig snýst þetta bara um að vera ánægð og halda áfram á jákvæðu nótunum,“ sagði Sophia. „Ég man eftir öllu í árekstrinum,“ viðurkenndi Sophia Florsch. Henni finnst slysið ekki hafa verið hræðilegt í minningunni því þetta gerðist svo hratt. „Meira að segja þegar ég var á spítalanum þá fannst mér þessi árekstur ekki vera svo hræðilegur en þegar ég sá myndbandið þá hugsaði ég: Þetta lítur frekar illa út,“ sagði Sophia. „Ég horfði á slysið í fyrsta sinn á föstudeginum á eftir og fékk auðvitað sjokk því þetta leit alls ekki út. Þetta var eiginlega bara hræðilegt. Ég bjóst ekki við að þetta liti svona hræðilega út því ég upplifði það ekki þannig í bílnum,“ sagði Sophia. Það má lesa allt viðtalið við hana hér. View this post on Instagramstyle update v2.0 one of the simple funny to dos at the moment fashion vs racing #style #girlsday #smile #beauty #swag #life #hair #crazy #enjoymylife #fashion #love #munichgirl #happyweekend /ad A post shared by Sophia (@sophiafloersch) on Dec 8, 2018 at 11:10am PST Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þýski táningurinn Sophia Florsch lenti í rosalegum árekstri í formúlu þrjú keppni í síðasta mánuði en lifði af og er nú öll að koma til. Hún er með jákvæðnina að vopni en viðurkennir að hafa fengið sjokk við að sjá myndbandið af árekstrinum sínum. Það sáu örugglega langflestir myndbandð ótrúlega þegar Sophia Florsch missti stjórn á bílnum sínum, flaug út úr brautinni og lenti á vegg á fullri ferð. Það skildu fáir hvernig hún lifði þetta af. Sophia Florsch hryggbrotnaði í árekstrinum og fór í ellefu tíma aðgerð en læknum tókst að koma í veg fyrir lömun sem voru frábærar fréttir fyrir alla.She describes surviving a 170mph crash a 'miracle'. Now Formula 3 driver Sophia Florsch is targeting becoming the first female Formula 1 world champion.https://t.co/vKCcmNC61Zpic.twitter.com/Lqhuk8lsiN — BBC Sport (@BBCSport) December 21, 2018Sophia Florsch er aðeins átján ára en hafði mikinn metnað til að standa sig í karlaheimi formúlanna. Formúla eitt var og er ennþá markmiðið. Hún stefnir á að vera heimsmeistari í formúlu eitt. „Það er vissulega mjög stórt markmið en ég nálgast það á hverju ári,“ sagði Sophia Florsch í viðtali við BBC. „Mér líður vel. Þetta gerðist fyrir fjórum vikum síðan og ég farin að geta gert næstum því allt. Sársaukinn minnkar líka með hverjum degi,“ sagði Sophia. „Síðustu tvær vikur hafa verið allt í lagi. Ég byrjaði í endurhæfingu fyrir tveimur vikum til að reyna að koma fyrir að ég missi út vöðva og reyna að koma skrokknum af stað á ný,“ sagði Sophia. „Nú snýst þetta allt um þetta venjulega. Að byggja upp styrk á ný í fótum og höndum. Ég get gert allt fyrir utan það að nota bakið og hálsinn. Síðustu vikur hafa því verið allt í lagi,“ sagði hin jákvæða Sophia. „Þetta er líklega kraftaverk og það er líka ástæðan fyrir að mér líður eðlilega og ég er ánægð,“ sagði Sophia Florsch sem hélt upp á átján ára afmælið sitt tveimur vikum eftir slysið. „Þetta gerðist allt svo hratt, enda á 275 km hraða, en ég get gert næstum því allt saman á ný og fyrir mig snýst þetta bara um að vera ánægð og halda áfram á jákvæðu nótunum,“ sagði Sophia. „Ég man eftir öllu í árekstrinum,“ viðurkenndi Sophia Florsch. Henni finnst slysið ekki hafa verið hræðilegt í minningunni því þetta gerðist svo hratt. „Meira að segja þegar ég var á spítalanum þá fannst mér þessi árekstur ekki vera svo hræðilegur en þegar ég sá myndbandið þá hugsaði ég: Þetta lítur frekar illa út,“ sagði Sophia. „Ég horfði á slysið í fyrsta sinn á föstudeginum á eftir og fékk auðvitað sjokk því þetta leit alls ekki út. Þetta var eiginlega bara hræðilegt. Ég bjóst ekki við að þetta liti svona hræðilega út því ég upplifði það ekki þannig í bílnum,“ sagði Sophia. Það má lesa allt viðtalið við hana hér. View this post on Instagramstyle update v2.0 one of the simple funny to dos at the moment fashion vs racing #style #girlsday #smile #beauty #swag #life #hair #crazy #enjoymylife #fashion #love #munichgirl #happyweekend /ad A post shared by Sophia (@sophiafloersch) on Dec 8, 2018 at 11:10am PST
Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira