Fótbolti

Næstum því helmingur heimsins horfði á fyrstu heimsmeistarakeppni Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tveir stuðningsmenn íslenska landsliðsins á HM síðasta sumar.
Tveir stuðningsmenn íslenska landsliðsins á HM síðasta sumar. Vísir/Getty
Niðurstöður rannsóknar á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sýna að næstum því helmingur alls fólks í heiminum horfði eitthvað á HM í fótbolta í Rússlandi síðasta sumar.

HM í Rússlandi var fyrsta heimsmeistaramót íslenska landsliðsins sem lék þrjá leiki á mótinu við Argentínu, Nígeríu og Króatíu.

3,57 milljarðar fylgdust eitthvað með keppninni og meira en milljarður horfði á úrslitaleikinn á milli Frakka og Króata sem Frakkarnir unnu 5-2 og tryggðu sér heimsmeistaraititilinn í annað skiptið.





Rannsóknin sýndi líka að fólk fylgdist meira með keppninni en áður í gegnum netið.

„Þessar niðurstöður styðja þá fullyrðingu á HM 2018 í Rússlandi hafi verið besta heimsmeistarakeppni sögunnar,“ sagði Philippe le Floc'h, markaðsstjóri hjá FIFA. „Fólk allstaðar í heiminum hefur áhuga á því að fylgjast með heimsklassa fótbolta,“ sagði Le Floc'h.

Jóla og áramótakveðjan frá Knattspyrnusambandi Íslands er einmitt frá HM í sumar þegar íslenski markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá argentínska knattspyrnusnillingnum Lionel Messi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×