Erlent

Danir syrgja ævin­týra­manninn og sæ­farann Troels Kløve­dal

Atli Ísleifsson skrifar
Troels Kløvedal glímdi við taugasjúkdóminn ALS á síðustu árum lífs síns.
Troels Kløvedal glímdi við taugasjúkdóminn ALS á síðustu árum lífs síns.
Danska þjóðin syrgir nú ævintýramanninn og sæfarann Troels Kløvedal sem lést í dag, 75 ára gamall. Kløvedal glímdi við taugasjúkdóminn ALS.

Kløvedal var sannkallaður heimshornaflakkari og sigldi umhverfis jörðina í þrígang í skipi sínu „Nordkaperen“ sem hann keypti árið 1967. Hann sagði frá ferðum sínum bæði í bókum og sjónvarpsþáttum, en síðasta bók hans, Allir morgnar mínir á jörðinni kom út á síðasta ári.

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, birtir á Twittersíðu sinni minningarorð sín um Kløvedal, þar sem hann segir merkan mann nú vera genginn.

„Ævintýri lauk í dag. Troels Kløvedal er látinn. Hver okkar hefur ekki dreymt um að gera eins og Troels Kløvedal? Stefna út á opið haf og láta vind og strauma koma okkur áfram. Leyfa ævintýraþránni um að stjórna,“ segir forsætisráðherrann.

Bo Skaarup, safnstjóri og vinur Kløvedal, segir Kløvedal hafa verið tákn um frelsi og löngum margra Dana að lifa lífinu ekki eftir bókinni. […] Ég tel að hann hafi veitt mörgum innblástur að ekki þurfi endilega að lifa lífinu með því að vinna frá átta á morgnana til klukkan 16.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×