Kevin Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot gegn táningi Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2018 08:41 Spacey hefur haldið sig frá sviðsljósinu eftir að hann var fyrst sakaður um kynferðislega áreitni í fyrra. Vísir/EPA Bandaríski leikarinn Kevin Spacey kemur fyrir dómara í janúar eftir að hann var ákærður fyrir að ráðast kynferðislega á táningsdreng á öldurhúsi í Massachusetts fyrir tveimur árum. Spacey sendi frá sér undarlegt myndband í gær þar sem hann varðist ásökunum í anda persónunnar sem hann lék í þáttunum „Spilaborg“. Ákæran varðar atvik sem átti sér stað í Nantucket árið 2016. Þá er Spacey sagður hafa keypt áfengi fyrir 18 ára gamlan dreng og síðan káfað á honum. Lögaldur fyrir áfengisdrykkju í Massachusetts er 21 ár. Drengurinn er sonur Heather Unruh, fyrrverandi sjónvarpskonu, sem greindi opinberlega frá atvikinu í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hefur Spacey verið sakaður um kynferðislega áreitni af að minnsta kosti tveimur mönnum. Hann var í kjölfarið rekinn úr hlutverki sínu í „Spilaborg“ og kvikmynd sem hann hafði unnið að var tekin upp aftur án hans. Spacey hefur ekki komið fram opinberlega frá því að fyrstu ásakanirnar komu fram í nóvember í fyrra. Í gær birti hann hins vegar myndband af sér í anda Frank Underwood, útsmogna stjórnmálamannsins sem hann lék í „Spilaborg“. „Ég ætla sannarlega ekki að greiða fyrir hluti sem ég gerði ekki. Þú myndir ekki trúa því versta án sannanna, er það?“ segir leikarinn í myndbandinu. Let Me Be Frank https://t.co/OzVGsX6Xbz— Kevin Spacey (@KevinSpacey) December 24, 2018 Bandaríkin MeToo Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. 12. apríl 2018 07:37 Robin Wright segist ekki hafa þekkt Kevin Spacey Þá sagði hún að ásakanirnar á hendur Spacey hefðu komið öllum við framleiðslu þáttanna á óvart. 9. júlí 2018 16:48 Fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna í aðalhlutverki lokaþáttaraðar House of Cards Ný stikla fyrir þættina House of Cards var birt í dag. 8. október 2018 22:19 Nuddari sakar Kevin Spacey um kynferðislega áreitni Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. 29. september 2018 11:31 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Bandaríski leikarinn Kevin Spacey kemur fyrir dómara í janúar eftir að hann var ákærður fyrir að ráðast kynferðislega á táningsdreng á öldurhúsi í Massachusetts fyrir tveimur árum. Spacey sendi frá sér undarlegt myndband í gær þar sem hann varðist ásökunum í anda persónunnar sem hann lék í þáttunum „Spilaborg“. Ákæran varðar atvik sem átti sér stað í Nantucket árið 2016. Þá er Spacey sagður hafa keypt áfengi fyrir 18 ára gamlan dreng og síðan káfað á honum. Lögaldur fyrir áfengisdrykkju í Massachusetts er 21 ár. Drengurinn er sonur Heather Unruh, fyrrverandi sjónvarpskonu, sem greindi opinberlega frá atvikinu í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áður hefur Spacey verið sakaður um kynferðislega áreitni af að minnsta kosti tveimur mönnum. Hann var í kjölfarið rekinn úr hlutverki sínu í „Spilaborg“ og kvikmynd sem hann hafði unnið að var tekin upp aftur án hans. Spacey hefur ekki komið fram opinberlega frá því að fyrstu ásakanirnar komu fram í nóvember í fyrra. Í gær birti hann hins vegar myndband af sér í anda Frank Underwood, útsmogna stjórnmálamannsins sem hann lék í „Spilaborg“. „Ég ætla sannarlega ekki að greiða fyrir hluti sem ég gerði ekki. Þú myndir ekki trúa því versta án sannanna, er það?“ segir leikarinn í myndbandinu. Let Me Be Frank https://t.co/OzVGsX6Xbz— Kevin Spacey (@KevinSpacey) December 24, 2018
Bandaríkin MeToo Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. 12. apríl 2018 07:37 Robin Wright segist ekki hafa þekkt Kevin Spacey Þá sagði hún að ásakanirnar á hendur Spacey hefðu komið öllum við framleiðslu þáttanna á óvart. 9. júlí 2018 16:48 Fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna í aðalhlutverki lokaþáttaraðar House of Cards Ný stikla fyrir þættina House of Cards var birt í dag. 8. október 2018 22:19 Nuddari sakar Kevin Spacey um kynferðislega áreitni Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. 29. september 2018 11:31 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Íhuga að ákæra Spacey fyrir kynferðisbrot Saksóknarar í Los Angeles kanna nú hvort að tilefni sé til að ákæra leikarann Kevin Spacey fyrir kynferðisbrot, sem hann er sagður hafa framið á tíunda áratugnum. 12. apríl 2018 07:37
Robin Wright segist ekki hafa þekkt Kevin Spacey Þá sagði hún að ásakanirnar á hendur Spacey hefðu komið öllum við framleiðslu þáttanna á óvart. 9. júlí 2018 16:48
Fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna í aðalhlutverki lokaþáttaraðar House of Cards Ný stikla fyrir þættina House of Cards var birt í dag. 8. október 2018 22:19
Nuddari sakar Kevin Spacey um kynferðislega áreitni Ónafngreindur atvinnunuddari hefur kært bandaríska leikarann Kevin Spacey til lögreglu fyrir kynferðislega áreitni sem hann segir að hafi átt sér stað í október 2016. 29. september 2018 11:31