Feitir munkar áhyggjuefni Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2018 19:00 Hjúkrunarfræðingar hlúa að tveimur sjúklingum á ríkisrekinni heilsugæslustöð sem er sérstaklega ætluð búddamunkum. Getty/Romeo Gacad Tælenskir búddamunkar eru sagðir hafa hlaupið svo í spik á undanförnum árum að réttast sé að tala um offitufaraldur í þeirra röðum. Næstum helmingur þeirra, eða um 45 prósent, mælist of þungur, einn af hverjum 15 munkum er með sykursýki auk þess sem stór hluti þeirra þjáist af einhvers konar hjarta- eða æðasjúkdómum. Ekki bætir úr skák að um 43 prósent tælenskra búddamunka reykja reglulega og 56 prósent hreyfa sig sjaldnar en þrisvar í viku, að sögn talsmanns tælenska heilbrigðisráðuneytisins.Offituvandinn er talinn svo aðkallandi að allt síðastliðið ár hafa tælensk stjórnvöld, þarlendir fræðimenn og æðstaráð tælenskra búddamunka unnið náið saman til að stemma stigu við spikinu. Til að mynda hefur samstarfshópurinn gefið út aðgerðaáætlun gegn offitu sem útdeilt var til allra búddahofa í landinu fyrr á þessu ári. Hópnum er þó vandi á höndum. Offitufaraldurinn er nefnilega ekki síst rakinn til þátta sem munkarnir fá sjálfir litlu um ráðið. Þar spilar stærsta rullu mataræðið.Sætindi og þráseta Á hverjum morgni fá munkarnir matarölmusu frá tælenskum búddistum, sem trúa að með matargjöfinni kaupi þeir sér gott karma í þessu lífi og því næsta. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að maturinn sem munkarnir sporðrenna á morgnanna er oftar en ekki gríðarlega óhollur. Kökur, núðlur, búðingar, djúpsteiktar brauðbollur, snakk og sykraðir eftirréttir eru meðal algengustu matargjafa og munkarnir hafa fárra kosta völ en að leggja sér óhollustuna til munns. Því meira lostæti, því meira karma er viðkvæðið. Þá er enginn hægðarleikur fyrir munkana að stunda líkamsrækt. Trúar sinnar vegna mega þeir ekki virðast of uppteknir af sjálfum sér og ekki bætir úr skák að þeir mega ekki klæðast skóm - sem óneitanlega gerir alla hreyfingu þeim mun erfiðari. Líkamsrækt sé því „flókin“ en þó ekki „óhugsandi“ að sögn háttsetts munks. Munkarnir megi hreyfa sig heilsu sinnar vegna en ekki hlaða á sig vöðvum. Þeir megi ekki lyfta lóðum eða skokka. Munkarnir megi hins vegar labba rösklega. Þá megi þeir einnig stunda jóga sér til heilsubótar, en ekki á almannafæri. Nánar má fræðast um málið á vef The Guardian. Asía Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tælenskir búddamunkar eru sagðir hafa hlaupið svo í spik á undanförnum árum að réttast sé að tala um offitufaraldur í þeirra röðum. Næstum helmingur þeirra, eða um 45 prósent, mælist of þungur, einn af hverjum 15 munkum er með sykursýki auk þess sem stór hluti þeirra þjáist af einhvers konar hjarta- eða æðasjúkdómum. Ekki bætir úr skák að um 43 prósent tælenskra búddamunka reykja reglulega og 56 prósent hreyfa sig sjaldnar en þrisvar í viku, að sögn talsmanns tælenska heilbrigðisráðuneytisins.Offituvandinn er talinn svo aðkallandi að allt síðastliðið ár hafa tælensk stjórnvöld, þarlendir fræðimenn og æðstaráð tælenskra búddamunka unnið náið saman til að stemma stigu við spikinu. Til að mynda hefur samstarfshópurinn gefið út aðgerðaáætlun gegn offitu sem útdeilt var til allra búddahofa í landinu fyrr á þessu ári. Hópnum er þó vandi á höndum. Offitufaraldurinn er nefnilega ekki síst rakinn til þátta sem munkarnir fá sjálfir litlu um ráðið. Þar spilar stærsta rullu mataræðið.Sætindi og þráseta Á hverjum morgni fá munkarnir matarölmusu frá tælenskum búddistum, sem trúa að með matargjöfinni kaupi þeir sér gott karma í þessu lífi og því næsta. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að maturinn sem munkarnir sporðrenna á morgnanna er oftar en ekki gríðarlega óhollur. Kökur, núðlur, búðingar, djúpsteiktar brauðbollur, snakk og sykraðir eftirréttir eru meðal algengustu matargjafa og munkarnir hafa fárra kosta völ en að leggja sér óhollustuna til munns. Því meira lostæti, því meira karma er viðkvæðið. Þá er enginn hægðarleikur fyrir munkana að stunda líkamsrækt. Trúar sinnar vegna mega þeir ekki virðast of uppteknir af sjálfum sér og ekki bætir úr skák að þeir mega ekki klæðast skóm - sem óneitanlega gerir alla hreyfingu þeim mun erfiðari. Líkamsrækt sé því „flókin“ en þó ekki „óhugsandi“ að sögn háttsetts munks. Munkarnir megi hreyfa sig heilsu sinnar vegna en ekki hlaða á sig vöðvum. Þeir megi ekki lyfta lóðum eða skokka. Munkarnir megi hins vegar labba rösklega. Þá megi þeir einnig stunda jóga sér til heilsubótar, en ekki á almannafæri. Nánar má fræðast um málið á vef The Guardian.
Asía Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira