Feitir munkar áhyggjuefni Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2018 19:00 Hjúkrunarfræðingar hlúa að tveimur sjúklingum á ríkisrekinni heilsugæslustöð sem er sérstaklega ætluð búddamunkum. Getty/Romeo Gacad Tælenskir búddamunkar eru sagðir hafa hlaupið svo í spik á undanförnum árum að réttast sé að tala um offitufaraldur í þeirra röðum. Næstum helmingur þeirra, eða um 45 prósent, mælist of þungur, einn af hverjum 15 munkum er með sykursýki auk þess sem stór hluti þeirra þjáist af einhvers konar hjarta- eða æðasjúkdómum. Ekki bætir úr skák að um 43 prósent tælenskra búddamunka reykja reglulega og 56 prósent hreyfa sig sjaldnar en þrisvar í viku, að sögn talsmanns tælenska heilbrigðisráðuneytisins.Offituvandinn er talinn svo aðkallandi að allt síðastliðið ár hafa tælensk stjórnvöld, þarlendir fræðimenn og æðstaráð tælenskra búddamunka unnið náið saman til að stemma stigu við spikinu. Til að mynda hefur samstarfshópurinn gefið út aðgerðaáætlun gegn offitu sem útdeilt var til allra búddahofa í landinu fyrr á þessu ári. Hópnum er þó vandi á höndum. Offitufaraldurinn er nefnilega ekki síst rakinn til þátta sem munkarnir fá sjálfir litlu um ráðið. Þar spilar stærsta rullu mataræðið.Sætindi og þráseta Á hverjum morgni fá munkarnir matarölmusu frá tælenskum búddistum, sem trúa að með matargjöfinni kaupi þeir sér gott karma í þessu lífi og því næsta. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að maturinn sem munkarnir sporðrenna á morgnanna er oftar en ekki gríðarlega óhollur. Kökur, núðlur, búðingar, djúpsteiktar brauðbollur, snakk og sykraðir eftirréttir eru meðal algengustu matargjafa og munkarnir hafa fárra kosta völ en að leggja sér óhollustuna til munns. Því meira lostæti, því meira karma er viðkvæðið. Þá er enginn hægðarleikur fyrir munkana að stunda líkamsrækt. Trúar sinnar vegna mega þeir ekki virðast of uppteknir af sjálfum sér og ekki bætir úr skák að þeir mega ekki klæðast skóm - sem óneitanlega gerir alla hreyfingu þeim mun erfiðari. Líkamsrækt sé því „flókin“ en þó ekki „óhugsandi“ að sögn háttsetts munks. Munkarnir megi hreyfa sig heilsu sinnar vegna en ekki hlaða á sig vöðvum. Þeir megi ekki lyfta lóðum eða skokka. Munkarnir megi hins vegar labba rösklega. Þá megi þeir einnig stunda jóga sér til heilsubótar, en ekki á almannafæri. Nánar má fræðast um málið á vef The Guardian. Asía Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Tælenskir búddamunkar eru sagðir hafa hlaupið svo í spik á undanförnum árum að réttast sé að tala um offitufaraldur í þeirra röðum. Næstum helmingur þeirra, eða um 45 prósent, mælist of þungur, einn af hverjum 15 munkum er með sykursýki auk þess sem stór hluti þeirra þjáist af einhvers konar hjarta- eða æðasjúkdómum. Ekki bætir úr skák að um 43 prósent tælenskra búddamunka reykja reglulega og 56 prósent hreyfa sig sjaldnar en þrisvar í viku, að sögn talsmanns tælenska heilbrigðisráðuneytisins.Offituvandinn er talinn svo aðkallandi að allt síðastliðið ár hafa tælensk stjórnvöld, þarlendir fræðimenn og æðstaráð tælenskra búddamunka unnið náið saman til að stemma stigu við spikinu. Til að mynda hefur samstarfshópurinn gefið út aðgerðaáætlun gegn offitu sem útdeilt var til allra búddahofa í landinu fyrr á þessu ári. Hópnum er þó vandi á höndum. Offitufaraldurinn er nefnilega ekki síst rakinn til þátta sem munkarnir fá sjálfir litlu um ráðið. Þar spilar stærsta rullu mataræðið.Sætindi og þráseta Á hverjum morgni fá munkarnir matarölmusu frá tælenskum búddistum, sem trúa að með matargjöfinni kaupi þeir sér gott karma í þessu lífi og því næsta. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að maturinn sem munkarnir sporðrenna á morgnanna er oftar en ekki gríðarlega óhollur. Kökur, núðlur, búðingar, djúpsteiktar brauðbollur, snakk og sykraðir eftirréttir eru meðal algengustu matargjafa og munkarnir hafa fárra kosta völ en að leggja sér óhollustuna til munns. Því meira lostæti, því meira karma er viðkvæðið. Þá er enginn hægðarleikur fyrir munkana að stunda líkamsrækt. Trúar sinnar vegna mega þeir ekki virðast of uppteknir af sjálfum sér og ekki bætir úr skák að þeir mega ekki klæðast skóm - sem óneitanlega gerir alla hreyfingu þeim mun erfiðari. Líkamsrækt sé því „flókin“ en þó ekki „óhugsandi“ að sögn háttsetts munks. Munkarnir megi hreyfa sig heilsu sinnar vegna en ekki hlaða á sig vöðvum. Þeir megi ekki lyfta lóðum eða skokka. Munkarnir megi hins vegar labba rösklega. Þá megi þeir einnig stunda jóga sér til heilsubótar, en ekki á almannafæri. Nánar má fræðast um málið á vef The Guardian.
Asía Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira