Innlent

Erlendir fjölmiðlar fjalla um banaslysið við Núpsvötn

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. Aðgerðastjórn
Fjölmiðlar ytra hafa fjallað um harmleikinn við Núpsvötn þar sem þrír breskir ferðamenn létust í morgun. Sjö voru í bílnum en þrír létust og fjórir eru alvarlega slasaðir þegar bíllinn fór í gegnum vegrið og fram af brúnni. Var um að ræða um átta metra fall en lögreglan á Suðurlandi segir eitt barn á meðal þeirra látnu. Búið er að flytja alla þá sem slösuðust á sjúkrahús í Reykjavík. 

Fjallað hefur verið um slysið á vef breska dagblaðsins The Mirror. Einnig hefur verið fjallað um þetta banaslys á vef breska dagblaðsins The Daily Mail og á vef Sky. 

Fjallað er um málið á vef Assoiciated Press þar sem er rætt við leiðsögumanninn Adolf Inga Erlingsson sem var á meðal þeirra fyrstu á vettvang. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC ræðir einnig við Adolf Inga.

Einnig er fjallað um málið á vef dagblaðsins The Sun, á vef New Zealand HeraldWashington PostHuffington PostNew York Times og The Guardian. 


Tengdar fréttir

Aðkoman á slysstað skelfileg

Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×