Innlent

Beraði sig í Leifsstöð

Atli Ísleifsson skrifar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Flugstöð Leifs Eiríkssonar Vísir/Vilhelm
Karlmaður var nýverið handtekinn eftir að hafa áreitt flugfarþega og berað sig í Leifsstöð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Hafi hann verið bæði óviðræðuhæfur og ósamvinnuþýður vegna ölvunar og því færður í handjárn og fluttur á lögreglustöð.

„Nokkur erill hefur verið hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum vegna ölvunar farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Nýverið var til dæmis óskað liðsinnis lögreglu í flugstöðinni. Þar var ölvaður flugfarþegi æstur og með ólæti. Hann hafði meðal annars verið að áreita aðra flugfarþega og bera sig fyrir framan þá. Hafði fjöldi farþega tilkynnt þessa ósæmilegu hegðun hans.

Hann var óviðræðuhæfur og ósamvinnuþýður vegna ölvunar og var hann því færður í handjárn og fluttur á lögreglustöð. Þar var hann látinn sofa úr sér og síðan birt sektargerð. Að því búnu ætlaði hann að freista þess að komast í flug til fyrirhugaðs áfangastaðar,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×