Settu sölubann á ólöglegan fjölskyldupakka Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2018 21:15 Lögreglu og Neytendastofu hafa borist ábendingar um að ólöglegir flugeldar séu seldir á Íslandi. Tímabundið sölubann var sett á flugelda í dag sem uppfylltu ekki alþjóðlegar öryggiskröfur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við fréttastofu í dag að embættinu hafi borist ábendingar um sölu á ólöglegum flugeldum. Lögreglan hafi þó ekki lagt hald á neina flugelda en segir að málið sé til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa lögreglu og Neytendastofu meðal annars borist ábendingar um að seldir hafi verið svokallaðir fjölskyldupakkar án CE-merkinga, sem bendi þannig til að pakkarnir uppfylli ekki lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í tilskipunum Evrópusambandsins. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir í samtali við fréttastofu, að fyrr í dag hafi verið sett tímabundið sölubann á umrædda vöru. Þá á lögreglu einnig að hafa borist tilkynning um að flugeldamarkaður á höfuðborgarsvæðinu hafi selt öflugar skottertur til einstaklinga sem ekki hafi til þess tilskilin leyfi. Um sé að ræða tertur sem aðeins séu ætlaðar fyrir flugeldasýningar, enda mikið púður í tertunum sem valdið getur skaða í óvönum höndum. Forstjóri Neytendastofu segir að þrátt fyrir að vöruflokkarnir séu margir, eftirlitsaðilar séu fáliðaðir og sölustaðir séu alls 47 talsins sé virkt eftirlitið með flugeldasölunni - eins og fyrrnefnt sölubann gefi til kynna. Undir þetta tekur Einar Ólafsson sem selt hefur flugelda í rúmlega 20 ár. Hann segir flugeldasölur lúta ströngu eftirliti. „Þetta eru fjórar stofnanir sem sjá um eftirlit með bæði innflutningi á flugeldum og leyfisveitingum fyrir flugeldasölustaði. Og þeir mæta hér á staðinn og ganga úr skugga um að allir hlutir séu samkvæmt reglugerðum og eins og sagt er að ætti að gera þá.“ Þannig að neytendur ættu ekki að þurfa að óttast að flugeldar sem þeir kaupa séu ekki í samræmi við reglugerðir? „Þeir [neytendur] eiga náttúrulega ekki að vera það. En það er það sem þetta fólk er að framfylgja. En auðvitað eru allir flugeldar hættulegir í eðli sínu þannig að það ber að umgangast þetta af ítrustu varúð. Þetta eru ekki leikföng. Börn eiga ekki að vera með þetta og drukkið fólk á ekki að vera að kveikja í flugeldum. Ef þú mátt ekki keyra bíl drukkinn, af hverju ættirðu þá að mega kveikja í flugeldum drukkinn?“ Flugeldar Tengdar fréttir „Afrakstur flugeldasölu ekki handa björgunarsveitum“ Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir afrakstur af flugeldasölu til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnarviðbragði í landinu. 29. desember 2018 14:54 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Lögreglu og Neytendastofu hafa borist ábendingar um að ólöglegir flugeldar séu seldir á Íslandi. Tímabundið sölubann var sett á flugelda í dag sem uppfylltu ekki alþjóðlegar öryggiskröfur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við fréttastofu í dag að embættinu hafi borist ábendingar um sölu á ólöglegum flugeldum. Lögreglan hafi þó ekki lagt hald á neina flugelda en segir að málið sé til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa lögreglu og Neytendastofu meðal annars borist ábendingar um að seldir hafi verið svokallaðir fjölskyldupakkar án CE-merkinga, sem bendi þannig til að pakkarnir uppfylli ekki lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í tilskipunum Evrópusambandsins. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir í samtali við fréttastofu, að fyrr í dag hafi verið sett tímabundið sölubann á umrædda vöru. Þá á lögreglu einnig að hafa borist tilkynning um að flugeldamarkaður á höfuðborgarsvæðinu hafi selt öflugar skottertur til einstaklinga sem ekki hafi til þess tilskilin leyfi. Um sé að ræða tertur sem aðeins séu ætlaðar fyrir flugeldasýningar, enda mikið púður í tertunum sem valdið getur skaða í óvönum höndum. Forstjóri Neytendastofu segir að þrátt fyrir að vöruflokkarnir séu margir, eftirlitsaðilar séu fáliðaðir og sölustaðir séu alls 47 talsins sé virkt eftirlitið með flugeldasölunni - eins og fyrrnefnt sölubann gefi til kynna. Undir þetta tekur Einar Ólafsson sem selt hefur flugelda í rúmlega 20 ár. Hann segir flugeldasölur lúta ströngu eftirliti. „Þetta eru fjórar stofnanir sem sjá um eftirlit með bæði innflutningi á flugeldum og leyfisveitingum fyrir flugeldasölustaði. Og þeir mæta hér á staðinn og ganga úr skugga um að allir hlutir séu samkvæmt reglugerðum og eins og sagt er að ætti að gera þá.“ Þannig að neytendur ættu ekki að þurfa að óttast að flugeldar sem þeir kaupa séu ekki í samræmi við reglugerðir? „Þeir [neytendur] eiga náttúrulega ekki að vera það. En það er það sem þetta fólk er að framfylgja. En auðvitað eru allir flugeldar hættulegir í eðli sínu þannig að það ber að umgangast þetta af ítrustu varúð. Þetta eru ekki leikföng. Börn eiga ekki að vera með þetta og drukkið fólk á ekki að vera að kveikja í flugeldum. Ef þú mátt ekki keyra bíl drukkinn, af hverju ættirðu þá að mega kveikja í flugeldum drukkinn?“
Flugeldar Tengdar fréttir „Afrakstur flugeldasölu ekki handa björgunarsveitum“ Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir afrakstur af flugeldasölu til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnarviðbragði í landinu. 29. desember 2018 14:54 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Afrakstur flugeldasölu ekki handa björgunarsveitum“ Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir afrakstur af flugeldasölu til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnarviðbragði í landinu. 29. desember 2018 14:54
Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00
Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01