Settu sölubann á ólöglegan fjölskyldupakka Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. desember 2018 21:15 Lögreglu og Neytendastofu hafa borist ábendingar um að ólöglegir flugeldar séu seldir á Íslandi. Tímabundið sölubann var sett á flugelda í dag sem uppfylltu ekki alþjóðlegar öryggiskröfur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við fréttastofu í dag að embættinu hafi borist ábendingar um sölu á ólöglegum flugeldum. Lögreglan hafi þó ekki lagt hald á neina flugelda en segir að málið sé til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa lögreglu og Neytendastofu meðal annars borist ábendingar um að seldir hafi verið svokallaðir fjölskyldupakkar án CE-merkinga, sem bendi þannig til að pakkarnir uppfylli ekki lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í tilskipunum Evrópusambandsins. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir í samtali við fréttastofu, að fyrr í dag hafi verið sett tímabundið sölubann á umrædda vöru. Þá á lögreglu einnig að hafa borist tilkynning um að flugeldamarkaður á höfuðborgarsvæðinu hafi selt öflugar skottertur til einstaklinga sem ekki hafi til þess tilskilin leyfi. Um sé að ræða tertur sem aðeins séu ætlaðar fyrir flugeldasýningar, enda mikið púður í tertunum sem valdið getur skaða í óvönum höndum. Forstjóri Neytendastofu segir að þrátt fyrir að vöruflokkarnir séu margir, eftirlitsaðilar séu fáliðaðir og sölustaðir séu alls 47 talsins sé virkt eftirlitið með flugeldasölunni - eins og fyrrnefnt sölubann gefi til kynna. Undir þetta tekur Einar Ólafsson sem selt hefur flugelda í rúmlega 20 ár. Hann segir flugeldasölur lúta ströngu eftirliti. „Þetta eru fjórar stofnanir sem sjá um eftirlit með bæði innflutningi á flugeldum og leyfisveitingum fyrir flugeldasölustaði. Og þeir mæta hér á staðinn og ganga úr skugga um að allir hlutir séu samkvæmt reglugerðum og eins og sagt er að ætti að gera þá.“ Þannig að neytendur ættu ekki að þurfa að óttast að flugeldar sem þeir kaupa séu ekki í samræmi við reglugerðir? „Þeir [neytendur] eiga náttúrulega ekki að vera það. En það er það sem þetta fólk er að framfylgja. En auðvitað eru allir flugeldar hættulegir í eðli sínu þannig að það ber að umgangast þetta af ítrustu varúð. Þetta eru ekki leikföng. Börn eiga ekki að vera með þetta og drukkið fólk á ekki að vera að kveikja í flugeldum. Ef þú mátt ekki keyra bíl drukkinn, af hverju ættirðu þá að mega kveikja í flugeldum drukkinn?“ Flugeldar Tengdar fréttir „Afrakstur flugeldasölu ekki handa björgunarsveitum“ Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir afrakstur af flugeldasölu til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnarviðbragði í landinu. 29. desember 2018 14:54 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
Lögreglu og Neytendastofu hafa borist ábendingar um að ólöglegir flugeldar séu seldir á Íslandi. Tímabundið sölubann var sett á flugelda í dag sem uppfylltu ekki alþjóðlegar öryggiskröfur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við fréttastofu í dag að embættinu hafi borist ábendingar um sölu á ólöglegum flugeldum. Lögreglan hafi þó ekki lagt hald á neina flugelda en segir að málið sé til rannsóknar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa lögreglu og Neytendastofu meðal annars borist ábendingar um að seldir hafi verið svokallaðir fjölskyldupakkar án CE-merkinga, sem bendi þannig til að pakkarnir uppfylli ekki lágmarkskröfur um öryggi og heilsuvernd sem settar eru fram í tilskipunum Evrópusambandsins. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir í samtali við fréttastofu, að fyrr í dag hafi verið sett tímabundið sölubann á umrædda vöru. Þá á lögreglu einnig að hafa borist tilkynning um að flugeldamarkaður á höfuðborgarsvæðinu hafi selt öflugar skottertur til einstaklinga sem ekki hafi til þess tilskilin leyfi. Um sé að ræða tertur sem aðeins séu ætlaðar fyrir flugeldasýningar, enda mikið púður í tertunum sem valdið getur skaða í óvönum höndum. Forstjóri Neytendastofu segir að þrátt fyrir að vöruflokkarnir séu margir, eftirlitsaðilar séu fáliðaðir og sölustaðir séu alls 47 talsins sé virkt eftirlitið með flugeldasölunni - eins og fyrrnefnt sölubann gefi til kynna. Undir þetta tekur Einar Ólafsson sem selt hefur flugelda í rúmlega 20 ár. Hann segir flugeldasölur lúta ströngu eftirliti. „Þetta eru fjórar stofnanir sem sjá um eftirlit með bæði innflutningi á flugeldum og leyfisveitingum fyrir flugeldasölustaði. Og þeir mæta hér á staðinn og ganga úr skugga um að allir hlutir séu samkvæmt reglugerðum og eins og sagt er að ætti að gera þá.“ Þannig að neytendur ættu ekki að þurfa að óttast að flugeldar sem þeir kaupa séu ekki í samræmi við reglugerðir? „Þeir [neytendur] eiga náttúrulega ekki að vera það. En það er það sem þetta fólk er að framfylgja. En auðvitað eru allir flugeldar hættulegir í eðli sínu þannig að það ber að umgangast þetta af ítrustu varúð. Þetta eru ekki leikföng. Börn eiga ekki að vera með þetta og drukkið fólk á ekki að vera að kveikja í flugeldum. Ef þú mátt ekki keyra bíl drukkinn, af hverju ættirðu þá að mega kveikja í flugeldum drukkinn?“
Flugeldar Tengdar fréttir „Afrakstur flugeldasölu ekki handa björgunarsveitum“ Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir afrakstur af flugeldasölu til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnarviðbragði í landinu. 29. desember 2018 14:54 Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sjá meira
„Afrakstur flugeldasölu ekki handa björgunarsveitum“ Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir afrakstur af flugeldasölu til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi björgunar- og almannavarnarviðbragði í landinu. 29. desember 2018 14:54
Landsbjörg býður tré í stað flugelda Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í áramótaskógi. 26. desember 2018 20:00
Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01