Skella í lás í Austurstræti eftir tíu mánaða rekstur Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. desember 2018 11:15 Egill Jacobsen hóf rekstur um miðjan febrúar síðastliðinn. Erfitt rektrarumhverfi hefur nú riðið honum að fullu. Vísir/vihelm Veitingastaðurinn Egill Jacobsen í Austurstræti, sem starfað hefur í rýminu sem áður hýsti Laundromat, hættir starfsemi um áramótin. Öllum 25 starfsmönnum staðarins var tilkynnt um lokunina um síðastliðin mánaðamót, um leið og þeir fengu uppsagnarbréf í hendurnar. Jóhann Friðrik Haraldsson, eigandi staðarins, segir ákvörðunina að vonum þungbæra, tildrög hennar hafi verið áfall fyrir alla og að það séu mikil vonbrigði að þurfa að skella í lás aðeins tíu mánuðum eftir að Egill Jacobsen opnaði fyrst dyrnar. Ástæðan hafi þó í raun verið einföld: Hækkandi kostnaður samhliða dræmari aðsókn en spár höfðu gert ráð fyrir gerðu reksturinn þungan. Nefnir Jóhann Friðrik sérstaklega í þessu samhengi leiguverðið á þessum fjölfarna stað í miðborginni. Það hafi hækkað um 43 prósent á milli ára, og hátt var það fyrir. Þar að auki hafi allur aðfangakostnaður aukist, sem og launagreiðslur. Rekstrarumhverfið sé því ekki upp á marga fiska - og ekki bæti hörð samkeppni á svæðinu úr skák. Aðspurður segist Jóhann ekki vita hvaða rekstur verður í rýminu eftir að Egill Jacobsen hverfur á braut. Það verði í það minnsta ekki á hans vegum, en Jóhann Friðrik hefur mikla reynslu af veitingarekstri í borginni. Til að mynda kom hann að rekstri fyrrnefnds Laundromat í rýminu, áður en Egils Jacobsen naut við. Hann segist þó vona að nýir rekstraraðilar í rýminu horfi til þess góða starfsfólks sem ljáð hafi Agli Jacobsen krafta sína síðastliðna mánuði. Ekki skemmi fyrir að það þekki vel til húsnæðisins. Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal "Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir einn af fjölmörgum fúlum íbúum í Laugardal. 27. október 2016 10:45 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Veitingastaðurinn Egill Jacobsen í Austurstræti, sem starfað hefur í rýminu sem áður hýsti Laundromat, hættir starfsemi um áramótin. Öllum 25 starfsmönnum staðarins var tilkynnt um lokunina um síðastliðin mánaðamót, um leið og þeir fengu uppsagnarbréf í hendurnar. Jóhann Friðrik Haraldsson, eigandi staðarins, segir ákvörðunina að vonum þungbæra, tildrög hennar hafi verið áfall fyrir alla og að það séu mikil vonbrigði að þurfa að skella í lás aðeins tíu mánuðum eftir að Egill Jacobsen opnaði fyrst dyrnar. Ástæðan hafi þó í raun verið einföld: Hækkandi kostnaður samhliða dræmari aðsókn en spár höfðu gert ráð fyrir gerðu reksturinn þungan. Nefnir Jóhann Friðrik sérstaklega í þessu samhengi leiguverðið á þessum fjölfarna stað í miðborginni. Það hafi hækkað um 43 prósent á milli ára, og hátt var það fyrir. Þar að auki hafi allur aðfangakostnaður aukist, sem og launagreiðslur. Rekstrarumhverfið sé því ekki upp á marga fiska - og ekki bæti hörð samkeppni á svæðinu úr skák. Aðspurður segist Jóhann ekki vita hvaða rekstur verður í rýminu eftir að Egill Jacobsen hverfur á braut. Það verði í það minnsta ekki á hans vegum, en Jóhann Friðrik hefur mikla reynslu af veitingarekstri í borginni. Til að mynda kom hann að rekstri fyrrnefnds Laundromat í rýminu, áður en Egils Jacobsen naut við. Hann segist þó vona að nýir rekstraraðilar í rýminu horfi til þess góða starfsfólks sem ljáð hafi Agli Jacobsen krafta sína síðastliðna mánuði. Ekki skemmi fyrir að það þekki vel til húsnæðisins.
Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal "Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir einn af fjölmörgum fúlum íbúum í Laugardal. 27. október 2016 10:45 Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal "Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir einn af fjölmörgum fúlum íbúum í Laugardal. 27. október 2016 10:45