Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. desember 2018 10:04 Nýjasta útspil Samsung var kynnt til sögunnar í Kína í gær. Samsung Samsung kynnti í gær til sögunnar nýjasta snjallsíma fyrirtækisins, sem ber heitið Galaxy A8s. Hann skartar ýmsum eftirtektarverðum eiginleikum; eins og 6,4 tommu skjá, Snapdragon 710 örgjörva, yfirborð sem virðist skipta um lit eftir því hvaðan horft er á símann sem og þremur myndavélum á bakhliðinni. Hvorki þetta né 128GB af geymsluplássi, 6 til 8GB RAM og Android 8.1 Oreo-stýrikerfi hefur þó hins vegar stolið fyrirsögnum um hinn nýja síma. Þann heiður á heyrnartólatengið skuldlaust, eða réttara sagt, skorturinn á því. Galaxy A8s-snjallsíminn skartar nefnilega engu hefðbundnu 3,5mm heyrnartólatengi.Þessa mynd má sjá á kínversku sölusíðu Samsung. Þarna er engu heyrnartólatengi fyrir að fara.Sú staðreynd hefur kætt aðdáendur Apple-snjallsímanna gríðarlega síðastliðinn sólarhring. Þeir hafa mátt þola margvíslegar háðsglósur Samsung-kunningja sinna á undanförnum árum, eða allt frá því að Apple úthýsti heyrnartólatenginu á iPhone 7-símanum sem kynntur var til sögunnar á haustmánuðum ársins 2016. Allar götur síðan hafa neytendur þurft að kaupa sér heyrnartól sem eru sérstaklega útbúin fyrir nýjustu gerðir iPhone-símanna á meðan Samsung-kúnnar hafa getað haldið áfram að nota gömlu, góðu heyrnartólin. Það eru ekki aðeins notendur Samsung-snjallsímanna sem grínast hafa með heyrnartólatengiskortinn á snjallsímum Apple. Það hafa stjórnendur Samsung sömuleiðis gert á opinberum vettvangi. Þegar Galaxy Note7-síminn var kynntur til sögunnar árið 2016 tók framkvæmdastjórinn Justin Denison það til að mynda sérstaklega fram að síminn væri með heyrnartólatengi - við fögnuð áhorfenda í salnum. Samsung bætti svo um betur í júlí í ár, þegar það sendi frá sér eftirfarandi auglýsingu þar sem grínast var með tengjaskortinn hjá Apple. Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að festa kaup á hinum nýja Galaxy A8s hér í vesturheimi, eða hvað hann mun kosta. Samsung Tækni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Samsung kynnti í gær til sögunnar nýjasta snjallsíma fyrirtækisins, sem ber heitið Galaxy A8s. Hann skartar ýmsum eftirtektarverðum eiginleikum; eins og 6,4 tommu skjá, Snapdragon 710 örgjörva, yfirborð sem virðist skipta um lit eftir því hvaðan horft er á símann sem og þremur myndavélum á bakhliðinni. Hvorki þetta né 128GB af geymsluplássi, 6 til 8GB RAM og Android 8.1 Oreo-stýrikerfi hefur þó hins vegar stolið fyrirsögnum um hinn nýja síma. Þann heiður á heyrnartólatengið skuldlaust, eða réttara sagt, skorturinn á því. Galaxy A8s-snjallsíminn skartar nefnilega engu hefðbundnu 3,5mm heyrnartólatengi.Þessa mynd má sjá á kínversku sölusíðu Samsung. Þarna er engu heyrnartólatengi fyrir að fara.Sú staðreynd hefur kætt aðdáendur Apple-snjallsímanna gríðarlega síðastliðinn sólarhring. Þeir hafa mátt þola margvíslegar háðsglósur Samsung-kunningja sinna á undanförnum árum, eða allt frá því að Apple úthýsti heyrnartólatenginu á iPhone 7-símanum sem kynntur var til sögunnar á haustmánuðum ársins 2016. Allar götur síðan hafa neytendur þurft að kaupa sér heyrnartól sem eru sérstaklega útbúin fyrir nýjustu gerðir iPhone-símanna á meðan Samsung-kúnnar hafa getað haldið áfram að nota gömlu, góðu heyrnartólin. Það eru ekki aðeins notendur Samsung-snjallsímanna sem grínast hafa með heyrnartólatengiskortinn á snjallsímum Apple. Það hafa stjórnendur Samsung sömuleiðis gert á opinberum vettvangi. Þegar Galaxy Note7-síminn var kynntur til sögunnar árið 2016 tók framkvæmdastjórinn Justin Denison það til að mynda sérstaklega fram að síminn væri með heyrnartólatengi - við fögnuð áhorfenda í salnum. Samsung bætti svo um betur í júlí í ár, þegar það sendi frá sér eftirfarandi auglýsingu þar sem grínast var með tengjaskortinn hjá Apple. Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að festa kaup á hinum nýja Galaxy A8s hér í vesturheimi, eða hvað hann mun kosta.
Samsung Tækni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira