Segist hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að bjarga ferðaskrifstofunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2018 10:17 Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi Primera-samstæðunnar Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. Þetta kemur fram í viðtali Viðskiptablaðsins við Andra Má Ingólfsson, eiganda félaganna. Þar segist Andri jafnframt hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að reiða fram nýtt eigið fé í Travelco. Í viðtalinu greinir Andri Már frá óánægju sinni með vinnubrögð Arion banka, en sem kunnugt er tapaði bankinn miklu á þroti Primera Air. Þannig fullyrðir Andri að Primera Air væri enn í rekstri ef bankinn hefði veitt félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði væri lokið, eins og lagt hafi verið upp með. Vonir höfðu staðið til að flugfélagið gæti innleyst söluhagnað af nýjum Boeing-flugvélum næsta vor.Í tilkynningu sem send var út skömmu eftir fall Primera Air kom fram að ferðaskrifstofur Primera Travel Group hafi tapað háum fjárhæðum vegna flugferða sem þær greiddu fyrir en ekkert varð af vegna falls flugfélagsins.Sjá einnig: Draga í efa ársreikninga Primera Air„Til að tryggja rekstur ferðaskrifstofanna var stofnað nýtt eignarhaldsfélag með milljarð í nýju hlutafé sem hefur nú þegar verið greitt inn að stórum hluta“ sagði í tilkynningunni. Rekstur allra fyrirtækjanna var þar jafnframt fluttur undir Travelco Nordis A/S í Danmörku sem hét áður Primera Travel.Í viðtalinu upplýsir Andri að ákveðið hafi verið að óska eftir gjaldþrotaskiptum þegar lá fyrir að Arion banki hefði ekki í hyggju að styðja frekar við rekstur félagsins. Það hafi auk þess verið tillaga bankans að stofna hið nýja eignarhaldsfélag, Travelco, og flytja ferðaskrifstofur Primera Travel Group yfir í félagið. Ferðaskrifstofurnar hafi tapað um fimm milljörðum á falli Primera Air og „allt eigið fé þar með þurrkast út.“ Hlutafjáraukning hjá ferðaskrifstofunum hafi því verið nauðsynleg. „Til að geta reitt fram nýtt eigið fé, þá neyddist ég til að veðsetja húseign fjölskyldunnar, þannig að þetta voru erfið spor,” segir Andri Már í viðtali við Viðskiptablaðið. Hlutafjáraukning í Travelco upp á 700 miljónir var lögð fram á stjórnarfundi félagsins þann 1. október, 500 milljónir yrðu greiddar með peningum en 200 milljónir með skuldabréfajöfnun vegna láns frá Andra Má. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Ferðaskrifstofur Travelco, sem áður hétu Primera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air í októberbyrjun. Þetta kemur fram í viðtali Viðskiptablaðsins við Andra Má Ingólfsson, eiganda félaganna. Þar segist Andri jafnframt hafa veðsett húsnæði fjölskyldunnar til að reiða fram nýtt eigið fé í Travelco. Í viðtalinu greinir Andri Már frá óánægju sinni með vinnubrögð Arion banka, en sem kunnugt er tapaði bankinn miklu á þroti Primera Air. Þannig fullyrðir Andri að Primera Air væri enn í rekstri ef bankinn hefði veitt félaginu brúarfjármögnun þar til skuldabréfaútboði væri lokið, eins og lagt hafi verið upp með. Vonir höfðu staðið til að flugfélagið gæti innleyst söluhagnað af nýjum Boeing-flugvélum næsta vor.Í tilkynningu sem send var út skömmu eftir fall Primera Air kom fram að ferðaskrifstofur Primera Travel Group hafi tapað háum fjárhæðum vegna flugferða sem þær greiddu fyrir en ekkert varð af vegna falls flugfélagsins.Sjá einnig: Draga í efa ársreikninga Primera Air„Til að tryggja rekstur ferðaskrifstofanna var stofnað nýtt eignarhaldsfélag með milljarð í nýju hlutafé sem hefur nú þegar verið greitt inn að stórum hluta“ sagði í tilkynningunni. Rekstur allra fyrirtækjanna var þar jafnframt fluttur undir Travelco Nordis A/S í Danmörku sem hét áður Primera Travel.Í viðtalinu upplýsir Andri að ákveðið hafi verið að óska eftir gjaldþrotaskiptum þegar lá fyrir að Arion banki hefði ekki í hyggju að styðja frekar við rekstur félagsins. Það hafi auk þess verið tillaga bankans að stofna hið nýja eignarhaldsfélag, Travelco, og flytja ferðaskrifstofur Primera Travel Group yfir í félagið. Ferðaskrifstofurnar hafi tapað um fimm milljörðum á falli Primera Air og „allt eigið fé þar með þurrkast út.“ Hlutafjáraukning hjá ferðaskrifstofunum hafi því verið nauðsynleg. „Til að geta reitt fram nýtt eigið fé, þá neyddist ég til að veðsetja húseign fjölskyldunnar, þannig að þetta voru erfið spor,” segir Andri Már í viðtali við Viðskiptablaðið. Hlutafjáraukning í Travelco upp á 700 miljónir var lögð fram á stjórnarfundi félagsins þann 1. október, 500 milljónir yrðu greiddar með peningum en 200 milljónir með skuldabréfajöfnun vegna láns frá Andra Má.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30 Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49 Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00 Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Draga í efa ársreikninga Primera Air Aðaleigandi Primera-samstæðunnar vísar því á bug að ársreikningar félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar hafi farið í bága við lög og reglur. Endurskoðendur telja vafa leika á því hvort Primera Air hafi verið heimilt að innleysa 14. nóvember 2018 07:30
Fall Primera Air kemur niður á afkomu Arion banka Verulega hefur dregið úr hagnaði og arðsemi bankans á fyrstu níu mánuðum þessa árs, borið saman við sama tímabil í fyrra. 31. október 2018 18:49
Lítið sem ekkert í þrotabúi Primera Tæplega 4,6 milljónir króna og ein bifreið hafa fundist upp í tæplega 17 milljarða króna kröfur í þrotabú flugfélagsins Primera air að sögn skiptastjóra. 24. október 2018 11:00