Þýski skútuþjófurinn bar fyrir sig ævintýramennsku og slapp við steininn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2018 14:16 Skútan Inook við höfn á Rifi, þar sem maðurinn var handtekinn þann 14. október. Vísir Þýskur karlmaður sem tók skútuna INOOK ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn laugardagskvöldið 13. október hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Var maðurinn dæmdur fyrir nytjastuld en það lögregluembættinu taldist ekki hafa sýnt fram á ásetning til þjófnaðar. Karlmaðurinn viðurkenndi bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi þar sem hún lá bundin við bryggjuna á Ísafirði. Hann á sjálfur aðra skútu í höfninni en bar við skyndihugdettu og ævintýramennsku spurður hvers vegna hann hefði tekið skútuna.Skyndihugdetta eða ævintýramennska Hann nýtti skrúfjárn til að brjótast inn í skútuna og eyðilagði lás. Gerði hann bátinn kláran til siglingar og sigldi sem leið lá vestur um land frá Ísafirði. Hann tengdi skútuna ekki við AES-eftirlitskerfi og kveikti heldur ekki siglingaljós fyrr en út úr höfninni var komið. Játning karlsins fékk stoð í upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Maðurinn neitaði staðfastlega að hafa ætlað að slá eign sinni á skútuna og sömuleiðis að hafa átt sér vitorðsmann. Hafði hann engar skýringar á því hvað honum gekk til aðrar en þær að um skyndihugdettu hefði verið að ræða og einhvers konar ævintýramennsku. Dómurinn mat framburð þrátt fyrir þetta stöðugan og í sjálfu sér ekki ótrúverðugan. Einu gögnin sem renna stoðum undir að maðurinn hafi ætlað að slá eign sinni á skútuna voru SMS-skilaboð mannsins til unnustu sinnar þar sem hann sagðist ætla að færa bát með breskum manni til Færeyja eða Skotlands. Maðurinn sagði að um hvíta lygi hefði verið að ræða til að slá á áhyggjur konunnar.Gekk illa frá eigin skútu Þá vísaði dómurinn í skýrslu lögreglu þar sem fram kom að maðurinn hefði yfirgefið sinn eigin bát með þeim hætti að ótrúlegt þætti að hann hafi ekki ætlað að koma aftur fljótlega til þess að ganga frá honum, í það minnsta áður en hann héldi af landi brott. „Þrátt fyrir að ákærði hafi ekki getað gefið skýringar á verknaði sínum frekar en áður greindi, þá hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Var hæfileg refsing ákveðin þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða tæplega 1100 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Ísafjarðarbær Snæfellsbær Tengdar fréttir Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. 6. desember 2018 20:07 Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. 12. nóvember 2018 13:19 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Þýskur karlmaður sem tók skútuna INOOK ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn laugardagskvöldið 13. október hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Vestfjarða í dag. Var maðurinn dæmdur fyrir nytjastuld en það lögregluembættinu taldist ekki hafa sýnt fram á ásetning til þjófnaðar. Karlmaðurinn viðurkenndi bæði hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi þar sem hún lá bundin við bryggjuna á Ísafirði. Hann á sjálfur aðra skútu í höfninni en bar við skyndihugdettu og ævintýramennsku spurður hvers vegna hann hefði tekið skútuna.Skyndihugdetta eða ævintýramennska Hann nýtti skrúfjárn til að brjótast inn í skútuna og eyðilagði lás. Gerði hann bátinn kláran til siglingar og sigldi sem leið lá vestur um land frá Ísafirði. Hann tengdi skútuna ekki við AES-eftirlitskerfi og kveikti heldur ekki siglingaljós fyrr en út úr höfninni var komið. Játning karlsins fékk stoð í upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Maðurinn neitaði staðfastlega að hafa ætlað að slá eign sinni á skútuna og sömuleiðis að hafa átt sér vitorðsmann. Hafði hann engar skýringar á því hvað honum gekk til aðrar en þær að um skyndihugdettu hefði verið að ræða og einhvers konar ævintýramennsku. Dómurinn mat framburð þrátt fyrir þetta stöðugan og í sjálfu sér ekki ótrúverðugan. Einu gögnin sem renna stoðum undir að maðurinn hafi ætlað að slá eign sinni á skútuna voru SMS-skilaboð mannsins til unnustu sinnar þar sem hann sagðist ætla að færa bát með breskum manni til Færeyja eða Skotlands. Maðurinn sagði að um hvíta lygi hefði verið að ræða til að slá á áhyggjur konunnar.Gekk illa frá eigin skútu Þá vísaði dómurinn í skýrslu lögreglu þar sem fram kom að maðurinn hefði yfirgefið sinn eigin bát með þeim hætti að ótrúlegt þætti að hann hafi ekki ætlað að koma aftur fljótlega til þess að ganga frá honum, í það minnsta áður en hann héldi af landi brott. „Þrátt fyrir að ákærði hafi ekki getað gefið skýringar á verknaði sínum frekar en áður greindi, þá hvílir sönnunarbyrði um sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag á ákæruvaldinu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Var hæfileg refsing ákveðin þriggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða tæplega 1100 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Ísafjarðarbær Snæfellsbær Tengdar fréttir Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. 6. desember 2018 20:07 Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. 12. nóvember 2018 13:19 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Tók frekar Inook en sína eigin skútu sem einnig var í höfninni Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið skútunni Inook í Ísafjarðarhöfn í október sagðist fyrir dómi að hann hefði ætlað að nota skútuna til að komast frá Ísafirði til Reykjavíkur. 6. desember 2018 20:07
Neitar að hafa stolið skútunni Farbann yfir manninum hefur verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. 12. nóvember 2018 13:19
Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24