Hafa handtekið tvo í tengslum við nektarmyndatöku á Pýramídanum mikla Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2018 18:35 Skjáskot úr myndbandinu sem vakið hefur mikla athygli. Mynd/Skjáskot Yfirvöld í Egyptalandi hafa handtekið tvo einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa hjálpað til við nektarmyndatöku danska ljósmyndarans Andreas Hvid á toppi Pýramídans mikla. Ljósmyndarinn er sagður hafa tekið nektarmyndir af sjálfum sér og konu á pýramídanum. Málið hefur vakið mikla athygli í Egyptalandi og er nú til rannsóknar hjá innanríkisráðuneyti landsins. Þá hafa margir Egyptar fordæmt athæfi ljósmyndarans. Á vef Hvid má sjá mynd þar sem hann liggur ofan á konu og eru þau bæði nakin. Í bakgrunni er einn af pýramídunum og sjálf virðast þau einnig liggja ofan á pýramída. Myndband sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sýnir einnig hvernig Hvid og konan klifra upp á bygginguna en í því sést konan meðal annars klæða sig úr að ofan.Sagði athæfið vanvirðingu við siðferði almenningsRáðuneytið hefur nú tilkynnt að yfirvöld hafi handtekið konu og mann sem eru grunuð um að hafa hjálpað ljósmyndaranum við að hrinda myndatökunni í framkvæmd. Annars vegar er um að ræða mann sem á að hafa aðstoðað parið við að klífa upp á pýramídann og hins vegar konu sem á að hafa komið parinu í samband við þann mann. Ráðherra fornminja, Khaled al-Anani, lýsti myndatökunni sem vanvirðingu við siðferði almennings áður en hann vísaði málinu til ríkissaksóknara landsins. Þá fordæmdi hann myndirnar í ræðu á þinginu og sagði efnið vera klám auk þess sem hann lagði áherslu á það að klifra pýramídana væri ólöglegt. Yfirvöld rannsaka einnig hvort að myndin sem birst hefur af parinu sé fölsuð þar sem margir setja spurningamerki við það að fólkinu hafi tekist að komast fram hjá öryggisvörðum við pýramídana. Afríka Egyptaland Fornminjar Norðurlönd Tengdar fréttir Rannsaka hvort par hafi stundað kynlíf ofan á Pýramídanum mikla Egypsk yfirvöld rannsaka nú hvort danski ljósmyndarinn Andreas Hvid og ónefnd vinkona hans hafi gerst brotleg við lög 9. desember 2018 21:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Yfirvöld í Egyptalandi hafa handtekið tvo einstaklinga sem grunaðir eru um að hafa hjálpað til við nektarmyndatöku danska ljósmyndarans Andreas Hvid á toppi Pýramídans mikla. Ljósmyndarinn er sagður hafa tekið nektarmyndir af sjálfum sér og konu á pýramídanum. Málið hefur vakið mikla athygli í Egyptalandi og er nú til rannsóknar hjá innanríkisráðuneyti landsins. Þá hafa margir Egyptar fordæmt athæfi ljósmyndarans. Á vef Hvid má sjá mynd þar sem hann liggur ofan á konu og eru þau bæði nakin. Í bakgrunni er einn af pýramídunum og sjálf virðast þau einnig liggja ofan á pýramída. Myndband sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum sýnir einnig hvernig Hvid og konan klifra upp á bygginguna en í því sést konan meðal annars klæða sig úr að ofan.Sagði athæfið vanvirðingu við siðferði almenningsRáðuneytið hefur nú tilkynnt að yfirvöld hafi handtekið konu og mann sem eru grunuð um að hafa hjálpað ljósmyndaranum við að hrinda myndatökunni í framkvæmd. Annars vegar er um að ræða mann sem á að hafa aðstoðað parið við að klífa upp á pýramídann og hins vegar konu sem á að hafa komið parinu í samband við þann mann. Ráðherra fornminja, Khaled al-Anani, lýsti myndatökunni sem vanvirðingu við siðferði almennings áður en hann vísaði málinu til ríkissaksóknara landsins. Þá fordæmdi hann myndirnar í ræðu á þinginu og sagði efnið vera klám auk þess sem hann lagði áherslu á það að klifra pýramídana væri ólöglegt. Yfirvöld rannsaka einnig hvort að myndin sem birst hefur af parinu sé fölsuð þar sem margir setja spurningamerki við það að fólkinu hafi tekist að komast fram hjá öryggisvörðum við pýramídana.
Afríka Egyptaland Fornminjar Norðurlönd Tengdar fréttir Rannsaka hvort par hafi stundað kynlíf ofan á Pýramídanum mikla Egypsk yfirvöld rannsaka nú hvort danski ljósmyndarinn Andreas Hvid og ónefnd vinkona hans hafi gerst brotleg við lög 9. desember 2018 21:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Rannsaka hvort par hafi stundað kynlíf ofan á Pýramídanum mikla Egypsk yfirvöld rannsaka nú hvort danski ljósmyndarinn Andreas Hvid og ónefnd vinkona hans hafi gerst brotleg við lög 9. desember 2018 21:47