Viðskipti innlent

Fjármálaeftirlitið úrskurðaði sex stjórnendur fjármálafyrirtækja óhæfa 2013-2016

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Frá árinu 2009 hefur Fjármálaeftirlitið lagt aukinn þunga á eftirlit með því hvort hæfisskilyrði þeirra stjórnarmanna og framkvæmdastjóra sem fengnir hafa verið til starfa fyrir fjármálafyrirtæki hafi verið uppfyllt.
Frá árinu 2009 hefur Fjármálaeftirlitið lagt aukinn þunga á eftirlit með því hvort hæfisskilyrði þeirra stjórnarmanna og framkvæmdastjóra sem fengnir hafa verið til starfa fyrir fjármálafyrirtæki hafi verið uppfyllt. Fréttablaðið/Vilhelm
Alls komu upp sex tilvik á árunum 2013-2016 þar sem stjórnarmenn eða framkvæmdastjórar hjá fjármálafyrirtækjum stóðust ekki hæfisskilyrði laga til að gegna stöðu slíkum stöðum. Síðustu tvö ár eru nokkur dæmi um slíkt.

Frá árinu 2009 hefur Fjármálaeftirlitið lagt aukinn þunga á eftirlit með því hvort hæfisskilyrði þeirra stjórnarmanna og framkvæmdastjóra sem fengnir hafa verið til starfa fyrir fjármálafyrirtæki hafi verið uppfyllt.

Samkvæmt lögum um hæfiskilyrði stjórnar og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja mega stjórnendur slíkra fyrirtækja ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota á síðustu fimm árum. Þá mega stjórnarmenn ekki hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Árið 2015 samþykkti Alþingi lagabreytingar er varða hæfisskilyrðin sem fólu í sér að krafist var að stjórnarmenn og framkvæmdastjórar fjármálafyrirtækja hefðu gott orðspor. Breytingin veitir Fjármálaeftirlitinu heimild til að kanna háttsemi einstaklings í stjórn eða framkvæmdastjórn fjármálafyrirtækja.

Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu mat það sex einstaklinga óhæfa til að taka við stöðu stjórnarmanns eða framkvæmdastjóra hjá fjármálafyrirtækjum á árunum 2013-2016 samkvæmt þessum lögum. Þá eru nokkur dæmi um það á undanförnum árum.

Þá hafa tilvonandi og starfandi stjórnarmenn/framkvæmdastjórar sagt sig sjálfviljugir frá störfum, áður en niðurstaða hefur fengist í mál þeirra hjá Fjármálaeftirlitinu.

Frumskylda um mat á hæfi stjórnenda liggur þó ávallt hjá stjórnarmönnum eða framkvæmdastjóra Fjármálafyrirtækja samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Þannig beri stjórn fyrirtækis að gæta sérstaklega að því að framkvæmdastjóri félags standist þau hæfisskilyrði sem til hans eru gerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×