Grét þegar hún frétti að verslunin fengi milljóna styrk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2018 14:00 Hríseyjarbúðin er ein af sex verslunum á landsbyggðinni sem hljóta munu styrki frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu sem ætlað er að styðja verslun í skilgreindu strjábýli, Aðsend Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Hríseyjarbúðin er ein af sex verslunum á landsbyggðinni sem hljóta munu styrki frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu sem ætlað er að styðja verslun í skilgreindu strjábýli, fjarri stórum þjónustukjörnum þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Verslunin fær alls 6,3 milljónir í styrk, 300 þúsund krónur vegna ársins í ár og tvær milljónir næstu þrjú árin. Claudia Werdecker, verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar, er afar ánægð með styrkveitinguna og grét að eigin sögn af gleði þegar hún fékk fréttirnar. „Þetta er gríðarlega erfiður rekstur og þessi búð hefur ekki staðið undir sér því miður. Við höfum reynt það og erum að reyna að reka þessa búð á núlli en það hefur bara ekki gengið upp. Það er alveg mjög gott að fá líka pening til lengri tíma þá er maður ekki alltaf að hugsa um vorið er þetta að fara í gjaldþrot núna eða ekki?“ Lang mest er að gera í versluninni á sumrin og byggir reksturinn á því að nóg komi í kassann yfir sumartímann svo hægt sé að sinna íbúum eyjunnar yfir veturinn en það gengur hins vegar ekki alltaf eftir. „Það þarf eiginlega nefnilega ekki hærri upphæð en þetta til að halda þessari búð gangandi þegar það er enginn utanaðkomandi peningur er þetta varla hægt.“ Engin verslun var í eyjunni um skeið eftir að júllabúð lagði upp laupana árið 2015 vegna erfiðra rekstrarskilyrða. Félag um nýja verslun var stofnað skömmu síðar og um fimmtíu hluthafar eiga hlut í versluninni, mestmegnis eyjaskeggjar. Þeim finnst að sögn Claudiu afar mikilvægt að geta verslað í heimabyggð. „Þetta félag var náttúrulega stofnað til að komast til móts við þessa þörf hérna. Það vantaði búð þess vegna er náttúrulega eðlilega líka opið yfir veturinn.“ Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Sjá meira
Verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar grét af gleði er hún frétti af því að verslunin fengi tveggja milljón króna styrk á ári frá ríkinu til ársins 2021 til þess að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Hríseyjarbúðin er ein af sex verslunum á landsbyggðinni sem hljóta munu styrki frá samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu sem ætlað er að styðja verslun í skilgreindu strjábýli, fjarri stórum þjónustukjörnum þar sem verslun hefur átt erfitt uppdráttar. Verslunin fær alls 6,3 milljónir í styrk, 300 þúsund krónur vegna ársins í ár og tvær milljónir næstu þrjú árin. Claudia Werdecker, verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar, er afar ánægð með styrkveitinguna og grét að eigin sögn af gleði þegar hún fékk fréttirnar. „Þetta er gríðarlega erfiður rekstur og þessi búð hefur ekki staðið undir sér því miður. Við höfum reynt það og erum að reyna að reka þessa búð á núlli en það hefur bara ekki gengið upp. Það er alveg mjög gott að fá líka pening til lengri tíma þá er maður ekki alltaf að hugsa um vorið er þetta að fara í gjaldþrot núna eða ekki?“ Lang mest er að gera í versluninni á sumrin og byggir reksturinn á því að nóg komi í kassann yfir sumartímann svo hægt sé að sinna íbúum eyjunnar yfir veturinn en það gengur hins vegar ekki alltaf eftir. „Það þarf eiginlega nefnilega ekki hærri upphæð en þetta til að halda þessari búð gangandi þegar það er enginn utanaðkomandi peningur er þetta varla hægt.“ Engin verslun var í eyjunni um skeið eftir að júllabúð lagði upp laupana árið 2015 vegna erfiðra rekstrarskilyrða. Félag um nýja verslun var stofnað skömmu síðar og um fimmtíu hluthafar eiga hlut í versluninni, mestmegnis eyjaskeggjar. Þeim finnst að sögn Claudiu afar mikilvægt að geta verslað í heimabyggð. „Þetta félag var náttúrulega stofnað til að komast til móts við þessa þörf hérna. Það vantaði búð þess vegna er náttúrulega eðlilega líka opið yfir veturinn.“
Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Sjá meira