Erlent

Wickremesinghe forsætisráðherra á ný

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ranil Wickremesinghe var settur af í október síðastliðnum
Ranil Wickremesinghe var settur af í október síðastliðnum Getty/Ranil Wickremesinghe
Ranil Wickremesinghe er orðinn forsætisráðherra Srí Lanka á ný, en hann var settur af í október síðastliðnum.

Srílankska þingið greiddi á miðvikudag atkvæði með traustsyfirlýsingu á Wickremesinghe.

Síðan Wickremesinghe var settur af hefur verið stjórnarkreppa í landinu. Maithripala Sirisena, forseti landsins setti forsætisráðherrann af og í staðinn kom fyrrverandi forseti landsins og bandamaður Sirisena, Mahinda Rajapaksa.

Rajapaksa hafði ekki stuðning meirihluta þingsins og sagði af sér í gær. Fjölmiðlar voru ekki leyfðir þegar Wickremesinghe sór embættiseið í morgun en þingmaðurinn Harsha de Silva birti mynd á Twitter.

 


Tengdar fréttir

Treysta gamla ráðherranum

Srílanska þingið greiddi í gær atkvæði með traustsyfirlýsingu á Ranil Wickremesinghe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, og sóttist eftir því að hann yrði settur aftur í embætti.

Stórfurðuleg staða á Srí Lanka

Þrír menn hafa sett á svið ótrúlega atburðarás í eyríkinu við Indlandsstrendur. Spilling og fyrirhugað tilræði við forsetann ollu stjórnarskrárkrísu sem ekki hefur tekist að greiða úr.

Forsætisráðherra Sri Lanka rekinn vegna áforma um að ráða forsetann af dögum

Forseti Sri Lanka, Maithripala Sirisena greindi frá því í dag í yfirlýsingu í sjónvarpi að ástæða þess að hann ákvað að víkja Ranil Wickremesinghe úr embætti forsætisráðherra sé sú að ráðherra í ríkisstjórn hans sé grunaður um að hafa lagt á ráðin um að ráða Sirisena af dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×