Útlán Byrs ofmetin um tvo milljarða Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 19. desember 2018 07:30 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Bankinn hefur lagt fram kröfu á hendur Gamla Byr upp á 6,7 milljarða króna auk vaxta og 1 milljarð gegn ríkinu auk vaxta. Eins og greint hefur verið frá í Markaðinum hafa tilraunir Gamla Byrs til þess að ná sáttum við bankann ekki borið árangur. Fréttablaðið/Ernir Dómkvaddir matsmenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hátt í 1.500 lán í lánasafni Byrs, sem Íslandsbanki tók yfir haustið 2011 og matsmönnunum var falið að verðmeta, hafi verið ofmetin um ríflega 2,2 milljarða króna í bókum Byrs um mitt ár 2011. Til samanburðar hefur Íslandsbanki gert kröfu á hendur Gamla Byr sem hljóðar upp á rúma 7 milljarða króna. Í bréfi sem stjórn Gamla Byrs sendi kröfuhöfum í síðasta mánuði og Markaðurinn hefur undir höndum segir hún að niðurstaða matsmannanna, sem lá fyrir 9. nóvember, sé skýrt merki um að krafa Íslandsbanka sé „verulega uppsprengd“. Er það auk þess mat Gamla Byrs að umrætt tveggja milljarða króna ofmat á verðmæti lánasafnsins hafi verið innan viðunandi skekkjumarka, ekki síst þegar haft sé í huga hvenær og við hvaða kringumstæður lánin hafi verið keypt. Í ljósi þess að Íslandsbanki hafi keypt eignir af slitabúi Gamla Byrs og ríkissjóði sem hafi verið metnar á 140 milljarða króna sé krafa upp á tvo milljarða króna „óveruleg“. Engu að síður segist Gamli Byr telja að skýrsla matsmannanna sé háð ýmsum annmörkum. Lýsir félagið sig ósammála þeirri meginniðurstöðu matsgerðarinnar að lán Byrs hafi verið ofmetin um meira en tvo milljarða króna. Íslandsbanki segir í svari við fyrirspurn Markaðarins að matsgerðin staðfesti í megindráttum að ársreikningar og uppgjör Byrs hafi ekki verið í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla og afskriftarreglur Byrs. Umræddir matsmenn, endurskoðendurnir Lúðvík Karl Tómasson og María Sólbergsdóttir, skiluðu matsgerð sinni í síðasta mánuði eftir fjögurra og hálfs árs vinnu. Þeim var falið að meta virði 1.474 lána í lánasafni Byrs sem fylgdu með í kaupunum þegar Íslandsbanki keypti Byr á 6,6 milljarða króna haustið 2011 en bankinn telur að ofmat á verðmæti lánasafnsins hafi valdið sér fjártjóni. Samhliða matsbeiðninni lagði bankinn fram kröfu á hendur Gamla Byr upp á 6,7 milljarða króna auk vaxta og 1 milljarð gegn ríkinu auk vaxta. Niðurstaða matsmannanna er sú að umrædd lán hafi verið ofmetin um ríflega 2 milljarða króna í bókum Byrs í lok árs 2010 og 2,2 milljarða króna í bókum félagsins um mitt ár 2011. Þá töldu matsmennirnir að ársreikningar Byrs hefðu ekki verið í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla IFRS og átti það sama við um útreikninga Íslandsbanka og KPMG að baki kröfu bankans.Segir matið háð annmörkum Í áðurnefndu bréfi Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, segist félagið búast við því að Íslandsbanki lækki kröfu sína í samræmi við niðurstöðu matsmannanna. Það geti ekki verið neinn grundvöllur fyrir hærri kröfu. Samt sem áður geri félagið margs konar fyrirvara við efnislegar niðurstöður matsmannanna. Gamli Byr bendir til að mynda á að stór hluti þeirra upplýsinga og skjala sem vísað er til í matsgerðinni til stuðnings þeirri niðurstöðu að lán Byrs hafi verið ofmetin hafi verið kynntur öllum hugsanlegum kaupendum, þar á meðal Íslandsbanka, í söluferli Byrs á sínum tíma. Íslandsbanka hafi því átt að vera kunnugt um upplýsingarnar enda hafi bankinn gert ítarlega áreiðanleikakönnun á eignum Byrs. Til viðbótar telur Gamli Byr að forsendurnar að baki niðurstöðu matsgerðarinnar hafi byggst á afar ströngum túlkunum á reikningsskilastöðlum og gangvirðismötum. Aðferðafræði matsmannanna hafi jafnframt verið óljós og útreikningar þeirra háðir nokkurri óvissu. Enn fremur hafi ekki verið lagt mat á þær tryggingar sem lágu að baki lánunum. Er tekið fram í bréfinu að skortur á nákvæmni í matsgerðinni, svo sem í tengslum við niðurstöðu hennar, aðferðafræði og forsendur, hafi vakið undrun á meðal lögfræðinga og ráðgjafa Gamla Byrs, enda hafi matsmennirnir unnið að matinu í meira en fjögur og hálft ár. Segir í bréfinu að svo virðist sem matsmennirnir hafi átt erfitt með að svara matsspurningunum eins og þær hafi verið settar fram af hálfu Íslandsbanka. Gamli Byr segir að matsgerðin leiðrétti ekki þá bresti sem séu á kröfu Íslandsbanka og undirstriki hve mikil óvissa ríki um kröfuna. Matsgerðin sé því til þess fallin að skjóta styrkari stoðum undir kröfu Gamla Byrs um að málinu verði vísað frá dómi. Verði málinu hins vegar ekki vísað frá er það mat lögfræðinga Gamla Byrs að matsgerðin ætti að styðja við málsvarnir félagsins.Íhuga að selja kröfur sínar Eins og fjallað hefur verið um í Markaðinum hafa tilraunir Gamla Byrs til þess að ná sáttum við Íslandsbanka ekki borið árangur. Bankinn hafnaði til að mynda sáttatillögu Gamla Byrs síðasta haust en félagið taldi gagntilboð bankans, sem var það sama og hann lagði fram í byrjun ársins, óviðunandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins var tilboð Gamla Byrs lítillega hærra en gert var ráð fyrir í óformlegum viðræðum deilenda fyrir um ári. Var þá áætlað að ríkið myndi fá um þrjá milljarða króna í sinn hlut. Slík greiðsla hefði þá verið þríþætt, í formi tveggja milljarða króna stöðugleikaframlags, um 750 milljóna króna lausnargjalds til Íslandsbanka og útgreiðslu til bankans sem kröfuhafa í slitabúinu, en bankinn á um átta prósent krafna í Gamla Byr. Kröfuhafar Byrs, að stærstum hluta þýskir bankar og sparisjóðir sem eru upprunalegir lánveitendur sparisjóðsins, eru orðnir langþreyttir á deilunni og vinnubrögðum Íslandsbanka, að sögn þeirra sem þekkja vel til mála, og eru sumir þeirra sagðir íhuga að selja kröfur sínar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Dómkvaddir matsmenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að hátt í 1.500 lán í lánasafni Byrs, sem Íslandsbanki tók yfir haustið 2011 og matsmönnunum var falið að verðmeta, hafi verið ofmetin um ríflega 2,2 milljarða króna í bókum Byrs um mitt ár 2011. Til samanburðar hefur Íslandsbanki gert kröfu á hendur Gamla Byr sem hljóðar upp á rúma 7 milljarða króna. Í bréfi sem stjórn Gamla Byrs sendi kröfuhöfum í síðasta mánuði og Markaðurinn hefur undir höndum segir hún að niðurstaða matsmannanna, sem lá fyrir 9. nóvember, sé skýrt merki um að krafa Íslandsbanka sé „verulega uppsprengd“. Er það auk þess mat Gamla Byrs að umrætt tveggja milljarða króna ofmat á verðmæti lánasafnsins hafi verið innan viðunandi skekkjumarka, ekki síst þegar haft sé í huga hvenær og við hvaða kringumstæður lánin hafi verið keypt. Í ljósi þess að Íslandsbanki hafi keypt eignir af slitabúi Gamla Byrs og ríkissjóði sem hafi verið metnar á 140 milljarða króna sé krafa upp á tvo milljarða króna „óveruleg“. Engu að síður segist Gamli Byr telja að skýrsla matsmannanna sé háð ýmsum annmörkum. Lýsir félagið sig ósammála þeirri meginniðurstöðu matsgerðarinnar að lán Byrs hafi verið ofmetin um meira en tvo milljarða króna. Íslandsbanki segir í svari við fyrirspurn Markaðarins að matsgerðin staðfesti í megindráttum að ársreikningar og uppgjör Byrs hafi ekki verið í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla og afskriftarreglur Byrs. Umræddir matsmenn, endurskoðendurnir Lúðvík Karl Tómasson og María Sólbergsdóttir, skiluðu matsgerð sinni í síðasta mánuði eftir fjögurra og hálfs árs vinnu. Þeim var falið að meta virði 1.474 lána í lánasafni Byrs sem fylgdu með í kaupunum þegar Íslandsbanki keypti Byr á 6,6 milljarða króna haustið 2011 en bankinn telur að ofmat á verðmæti lánasafnsins hafi valdið sér fjártjóni. Samhliða matsbeiðninni lagði bankinn fram kröfu á hendur Gamla Byr upp á 6,7 milljarða króna auk vaxta og 1 milljarð gegn ríkinu auk vaxta. Niðurstaða matsmannanna er sú að umrædd lán hafi verið ofmetin um ríflega 2 milljarða króna í bókum Byrs í lok árs 2010 og 2,2 milljarða króna í bókum félagsins um mitt ár 2011. Þá töldu matsmennirnir að ársreikningar Byrs hefðu ekki verið í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla IFRS og átti það sama við um útreikninga Íslandsbanka og KPMG að baki kröfu bankans.Segir matið háð annmörkum Í áðurnefndu bréfi Gamla Byrs, sem lauk nauðasamningum í janúar árið 2016, segist félagið búast við því að Íslandsbanki lækki kröfu sína í samræmi við niðurstöðu matsmannanna. Það geti ekki verið neinn grundvöllur fyrir hærri kröfu. Samt sem áður geri félagið margs konar fyrirvara við efnislegar niðurstöður matsmannanna. Gamli Byr bendir til að mynda á að stór hluti þeirra upplýsinga og skjala sem vísað er til í matsgerðinni til stuðnings þeirri niðurstöðu að lán Byrs hafi verið ofmetin hafi verið kynntur öllum hugsanlegum kaupendum, þar á meðal Íslandsbanka, í söluferli Byrs á sínum tíma. Íslandsbanka hafi því átt að vera kunnugt um upplýsingarnar enda hafi bankinn gert ítarlega áreiðanleikakönnun á eignum Byrs. Til viðbótar telur Gamli Byr að forsendurnar að baki niðurstöðu matsgerðarinnar hafi byggst á afar ströngum túlkunum á reikningsskilastöðlum og gangvirðismötum. Aðferðafræði matsmannanna hafi jafnframt verið óljós og útreikningar þeirra háðir nokkurri óvissu. Enn fremur hafi ekki verið lagt mat á þær tryggingar sem lágu að baki lánunum. Er tekið fram í bréfinu að skortur á nákvæmni í matsgerðinni, svo sem í tengslum við niðurstöðu hennar, aðferðafræði og forsendur, hafi vakið undrun á meðal lögfræðinga og ráðgjafa Gamla Byrs, enda hafi matsmennirnir unnið að matinu í meira en fjögur og hálft ár. Segir í bréfinu að svo virðist sem matsmennirnir hafi átt erfitt með að svara matsspurningunum eins og þær hafi verið settar fram af hálfu Íslandsbanka. Gamli Byr segir að matsgerðin leiðrétti ekki þá bresti sem séu á kröfu Íslandsbanka og undirstriki hve mikil óvissa ríki um kröfuna. Matsgerðin sé því til þess fallin að skjóta styrkari stoðum undir kröfu Gamla Byrs um að málinu verði vísað frá dómi. Verði málinu hins vegar ekki vísað frá er það mat lögfræðinga Gamla Byrs að matsgerðin ætti að styðja við málsvarnir félagsins.Íhuga að selja kröfur sínar Eins og fjallað hefur verið um í Markaðinum hafa tilraunir Gamla Byrs til þess að ná sáttum við Íslandsbanka ekki borið árangur. Bankinn hafnaði til að mynda sáttatillögu Gamla Byrs síðasta haust en félagið taldi gagntilboð bankans, sem var það sama og hann lagði fram í byrjun ársins, óviðunandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins var tilboð Gamla Byrs lítillega hærra en gert var ráð fyrir í óformlegum viðræðum deilenda fyrir um ári. Var þá áætlað að ríkið myndi fá um þrjá milljarða króna í sinn hlut. Slík greiðsla hefði þá verið þríþætt, í formi tveggja milljarða króna stöðugleikaframlags, um 750 milljóna króna lausnargjalds til Íslandsbanka og útgreiðslu til bankans sem kröfuhafa í slitabúinu, en bankinn á um átta prósent krafna í Gamla Byr. Kröfuhafar Byrs, að stærstum hluta þýskir bankar og sparisjóðir sem eru upprunalegir lánveitendur sparisjóðsins, eru orðnir langþreyttir á deilunni og vinnubrögðum Íslandsbanka, að sögn þeirra sem þekkja vel til mála, og eru sumir þeirra sagðir íhuga að selja kröfur sínar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira