Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2018 08:20 Marius og Maren á Íslandi í sumar. Mynd/Marius Fuglestad Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Þau dvöldu á Íslandi í sumar og ferðuðust um landið, þar sem hann sá Maren síðast á lífi. Lík Marenar og danskrar samferðakonu hennar, Louisu Vesterager Jespersen, fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakesh. Þær stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreymdi saman um ÍslandsferðLouisa Vesterager Jespersen.Marius Fuglestad er norskur ferðalangur sem heldur úti nokkuð vinsælli Instagram-síðu undir nafninu Eventyrgauken, eða Ævintýragaukurinn upp á íslensku. Hann segir í samtali við VG að þau Maren hafi kynnst í sumar. Þau hafi bæði haft unun af útivist og ákváðu að endingu að láta sameiginlegan draum rætast. „Við töluðum lengi um að fara til Íslands og tveimur dögum síðar vorum við búin að bóka ferðina.“ Marius og Maren komu til landsins í júlí en Maren þurfti að hætta göngunni fyrr en áætlað var vegna meiðsla í fæti. Leiðir þeirra skildu því eftir nokkra daga en Marius hélt sjálfur áfram ferð sinni. Þetta var í síðasta skipti sem hann sá Maren á lífi. „Þetta er síðasta minning mín um hana. Við fórum saman þvert yfir Ísland fyrir fimm mánuðum. Nú er hún farin. Við töluðum um að lífið gæti verið stutt og að við yrðum að lifa því á meðan við gætum.“ Að sögn Mariusar var Maren jákvæð, ljúf og undi sér best úti í náttúrunni. Í kjölfar Íslandsferðarinnar hafi hana dreymt um að ganga á Grænlandsjökul en Marius leggur jafnframt þunga áherslu á að Maren hafi verið afar annt um öryggi sitt á ferðalögum. „Mig hefði aldrei grunað að svona nokkuð myndi henda hana, af öllu útivistarfólki sem ég þekki.“ View this post on InstagramRiver crossing - dangerous, exciting and refreshing A post shared by Marius Fuglestad (@eventyrgauken) on Jul 22, 2018 at 10:42am PDTÞrír Marokkómenn handteknirÞrír eru í haldi lögreglu í Marokkó vegna morðanna á Maren og Louisu. Allir eru mennirnir Marokkómenn og er talið að málið tengist öfgastefnu eða hryðjuverkum. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar lýsa morðinu sem hrottalegu. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Lík Ueland og Jespersen fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 10:48 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins í Marokkó Einn var handtekinn í morgun og því eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. 18. desember 2018 15:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. Þau dvöldu á Íslandi í sumar og ferðuðust um landið, þar sem hann sá Maren síðast á lífi. Lík Marenar og danskrar samferðakonu hennar, Louisu Vesterager Jespersen, fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun en svæðið er vinsæll ferðamannastaður um hundrað kílómetra sunnan af Marrakesh. Þær stunduðu báðar nám í leiðsögumennsku við háskóla í Noregi og voru saman á mánaðarlöngu bakpokaferðalagi um Marokkó.Dreymdi saman um ÍslandsferðLouisa Vesterager Jespersen.Marius Fuglestad er norskur ferðalangur sem heldur úti nokkuð vinsælli Instagram-síðu undir nafninu Eventyrgauken, eða Ævintýragaukurinn upp á íslensku. Hann segir í samtali við VG að þau Maren hafi kynnst í sumar. Þau hafi bæði haft unun af útivist og ákváðu að endingu að láta sameiginlegan draum rætast. „Við töluðum lengi um að fara til Íslands og tveimur dögum síðar vorum við búin að bóka ferðina.“ Marius og Maren komu til landsins í júlí en Maren þurfti að hætta göngunni fyrr en áætlað var vegna meiðsla í fæti. Leiðir þeirra skildu því eftir nokkra daga en Marius hélt sjálfur áfram ferð sinni. Þetta var í síðasta skipti sem hann sá Maren á lífi. „Þetta er síðasta minning mín um hana. Við fórum saman þvert yfir Ísland fyrir fimm mánuðum. Nú er hún farin. Við töluðum um að lífið gæti verið stutt og að við yrðum að lifa því á meðan við gætum.“ Að sögn Mariusar var Maren jákvæð, ljúf og undi sér best úti í náttúrunni. Í kjölfar Íslandsferðarinnar hafi hana dreymt um að ganga á Grænlandsjökul en Marius leggur jafnframt þunga áherslu á að Maren hafi verið afar annt um öryggi sitt á ferðalögum. „Mig hefði aldrei grunað að svona nokkuð myndi henda hana, af öllu útivistarfólki sem ég þekki.“ View this post on InstagramRiver crossing - dangerous, exciting and refreshing A post shared by Marius Fuglestad (@eventyrgauken) on Jul 22, 2018 at 10:42am PDTÞrír Marokkómenn handteknirÞrír eru í haldi lögreglu í Marokkó vegna morðanna á Maren og Louisu. Allir eru mennirnir Marokkómenn og er talið að málið tengist öfgastefnu eða hryðjuverkum. Vegfarandi gekk fram á lík þeirra en þær höfðu búið sér næturstað við göngustíg á fjallinu Toubkal. Áverkar eftir eggvopn fundust m.a. á hálsi þeirra en norskir fjölmiðlar lýsa morðinu sem hrottalegu.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Lík Ueland og Jespersen fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 10:48 Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40 Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins í Marokkó Einn var handtekinn í morgun og því eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. 18. desember 2018 15:21 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Handtekinn í tengslum við morðið á vinkonunum í Marokkó Lík Ueland og Jespersen fundust í grennd við bæinn Imlil í Atlasfjallgarðinum í Marokkó á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 10:48
Myrtar á bakpokaferðalagi um Marokkó Yfirvöld í Marokkó rannsaka nú morð á tveimur konum, annarri norskri og hinni danskri, sem fundust látnar í hlíð fjallsins Toubkal í Atlasfjallgarðinum á mánudagsmorgun. 18. desember 2018 07:40
Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins í Marokkó Einn var handtekinn í morgun og því eru þrír í haldi lögreglu vegna málsins. 18. desember 2018 15:21