Erlent

Sagðir hafa drepið sjö hundruð fanga

Atli Ísleifsson skrifar
ISIS-liðar stjórna enn landsvæði í austurhluta Sýrlands. Myndin tengist frétttinni ekki beint.
ISIS-liðar stjórna enn landsvæði í austurhluta Sýrlands. Myndin tengist frétttinni ekki beint. EPA/EFE
Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS hafa drepið nærri sjö hundruð fanga á síðustu tveimur mánuðum í austurhluta Sýrlands. Frá þessu greina mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights (SOHR).

Að sögn SOHR voru fangarnir sem voru teknir af lífi úr hópi um 1.350 almennra borgara og uppreisnarmanna sem liðsmenn ISIS hafa tekið til fanga nærri landamærunum að Írak.

ISIS-liðar stjórna enn landsvæði í austurhluta Sýrlands, suður af bænum Hajin. Þeir voru nýverið hraktir úr borginni  af kúrdísk-arabísku uppreisnarsveitunum SDF.

Áætlað er að um fimm þúsund liðsmenn ISIS sé enn að finna á svæðinu og eru margir þeirra erlendir ríkisborgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×