Bíræfnir þjófar brutust inn þótt barn og hundar væru heima Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2018 13:09 Lögregla hefur haft nóg að gera vegna innbrota í nóvember og virðist ekkert lát á í jólamánuðinum, desember. Vísir/Vilhelm Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. Brotist var inn í hús í Lindahverfi í gær og Kórahverfi í dag. Í síðarnefnda tilfellinu var barn og tveir hundar heima á tíunda tímanum þegar þjófarnir létu greipar sópa. Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna innbrotanna í gær og í dag. Verklagið hafi verið svipað. Gluggar spenntir upp og skartgripum og úrum stolið ásamt fleira smádóti. Í innbrotinu í morgun virðist sá sem var heima ekki hafa orðið þjófanna var og líklega heldur ekki þjófarnir. Íbúi í Kórahverfinu varð var við handtöku á leikvelli í Austurkór í morgun. Heimir segir að þjófar með fíknivanda hafi verið handteknir með stolna muni. Þó ekki þá sem stolið var í fyrrnefndum innbrotum. Heimir beinir þeim tilmælum til fólks að loka gluggum vel og minnir á mikilvægi nágrannavörslu. Lögreglan hefur varað við því að erlendur brotahópur sé kominn hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn. Af þessu tilefni biður lögreglan íbúa á höfuðborgarsvæðinu um að vera vel á verði, gæta að verðmætum, læsa vel húsum sínum. Heimir bendir á að það séu oft hús á jaðarsvæðum sem þjófar brjótist inn í. Hús við enda gatna þar sem er göngustígur, trjágróður eða jafnvel ekkert öðru megin við húsið. Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í október 2011. Brotist var inn í hús í Lindahverfi í gær og Kórahverfi í dag. Í síðarnefnda tilfellinu var barn og tveir hundar heima á tíunda tímanum þegar þjófarnir létu greipar sópa. Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, segir engan hafa verið handtekinn vegna innbrotanna í gær og í dag. Verklagið hafi verið svipað. Gluggar spenntir upp og skartgripum og úrum stolið ásamt fleira smádóti. Í innbrotinu í morgun virðist sá sem var heima ekki hafa orðið þjófanna var og líklega heldur ekki þjófarnir. Íbúi í Kórahverfinu varð var við handtöku á leikvelli í Austurkór í morgun. Heimir segir að þjófar með fíknivanda hafi verið handteknir með stolna muni. Þó ekki þá sem stolið var í fyrrnefndum innbrotum. Heimir beinir þeim tilmælum til fólks að loka gluggum vel og minnir á mikilvægi nágrannavörslu. Lögreglan hefur varað við því að erlendur brotahópur sé kominn hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn. Af þessu tilefni biður lögreglan íbúa á höfuðborgarsvæðinu um að vera vel á verði, gæta að verðmætum, læsa vel húsum sínum. Heimir bendir á að það séu oft hús á jaðarsvæðum sem þjófar brjótist inn í. Hús við enda gatna þar sem er göngustígur, trjágróður eða jafnvel ekkert öðru megin við húsið.
Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira