Rannsaka ásakanir um kynferðisbrot á hendur Neil deGrasse Tyson Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2018 23:30 Neil deGrasse Tyson. Getty/Craig Barritt Stjarneðlisfræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn Neil deGrasse Tyson sætir nú rannsókn vegna ásakana um kynferðisbrot á hendur honum. Greint var frá ásökununum í grein á vefritinu Patheos á fimmtudag. Þar stíga fram tvær konur og saka Tyson um að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun í samskiptum við þær. Önnur þeirra, dr. Katelyn N. Allers, eðlis- og stjörnufræðikennari við Bucknell-háskóla, segir Tyson hafa káfað á sér í veislu sem haldin var eftir ráðstefnu Bandaríska stjörnufræðisambandsins árið 2009. Hin konan heitir Ashley Watson og er fyrrverandi aðstoðarkona Tysons. Watson heldur því fram að hún hafi neyðst til að segja upp starfi sínu eftir að Tyson fór þess ítrekað á leit við hana að þau hæfu kynferðislegt samband.Sjá einnig: Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Tyson er stjórnandi sjónvarpsþáttaraðarinnar Cosmos, sem bar titilinn Alheimurinn þegar hún var sýnd á RÚV, og mun stýra framhaldsþáttaröð sem frumsýnd verður á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox á næsta ári. Í yfirlýsingu frá framleiðendum þáttanna segir að ásakanirnar á hendur Tyson verði rannsakaðar og að brugðist verði við þeim á viðeigandi hátt að rannsókn lokinni. Fox-sjónvarpsstöðin tekur í sama streng í yfirlýsingu. Þar segir að stöðin hefði nýlega fengið veður af ásökunum á hendur Tyson og að málið sé tekið alvarlega. Þá verði ásakanirnar rannsakaðar.Fagnar óháðri rannsókn Tyson tjáði sig um ásakanirnar á Facebook-síðu sinni í kvöld, bæði þær sem greint var frá á fimmtudag og ásakanir konu sem steig fram í fyrra. Tyson hafnaði því að hafa káfað á Allers árið 2009 en minntist þess að hún hefði beðið hann um að sitja fyrir með sér á mynd er þau hittust á ráðstefnunni. Þá kannaðist hann ekki við að hafa hagað sér ósæmilega í garð fyrrverandi aðstoðarkonu sinnar, en viðurkenndi þó að hún hefði tjáð sér að hann hefði farið yfir strikið. „Ég er sá sem ásakanirnar eru bornar á, af hverju ætti nokkur maður að trúa því sem ég segi? [...] Þar komum við að gildi óháðrar rannsóknar sem Fox/NatGEO tilkynnti um að muni fara fram. Ég fagna því,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni, sem lesa má í heild hér. Cosmos-þættirnir voru frumsýndir árið 2014 en í þeim reynir Tyson að leita skýringa á uppruna mannsins með aðstoð vísindanna. Þetta er jafnframt ekki í fyrsta sinn sem Tyson er sakaður um kynferðisbrot eins og áður segir. Í fyrra sakaði tónlistarkonan Tchiya Amet Tyson um að hafa nauðgað sér þegar þau voru saman í háskólanámi.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Tyson sem birt voru seint í kvöld. Bandaríkin Geimurinn MeToo Tengdar fréttir Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Í gær var frumsýndur fyrsti þáttur hinnar nýju Cosmos seríu með stjarneðlisfræðingnum Neil deGrasse Tyson. 10. mars 2014 11:52 Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Stjarneðlisfræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn Neil deGrasse Tyson sætir nú rannsókn vegna ásakana um kynferðisbrot á hendur honum. Greint var frá ásökununum í grein á vefritinu Patheos á fimmtudag. Þar stíga fram tvær konur og saka Tyson um að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun í samskiptum við þær. Önnur þeirra, dr. Katelyn N. Allers, eðlis- og stjörnufræðikennari við Bucknell-háskóla, segir Tyson hafa káfað á sér í veislu sem haldin var eftir ráðstefnu Bandaríska stjörnufræðisambandsins árið 2009. Hin konan heitir Ashley Watson og er fyrrverandi aðstoðarkona Tysons. Watson heldur því fram að hún hafi neyðst til að segja upp starfi sínu eftir að Tyson fór þess ítrekað á leit við hana að þau hæfu kynferðislegt samband.Sjá einnig: Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Tyson er stjórnandi sjónvarpsþáttaraðarinnar Cosmos, sem bar titilinn Alheimurinn þegar hún var sýnd á RÚV, og mun stýra framhaldsþáttaröð sem frumsýnd verður á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox á næsta ári. Í yfirlýsingu frá framleiðendum þáttanna segir að ásakanirnar á hendur Tyson verði rannsakaðar og að brugðist verði við þeim á viðeigandi hátt að rannsókn lokinni. Fox-sjónvarpsstöðin tekur í sama streng í yfirlýsingu. Þar segir að stöðin hefði nýlega fengið veður af ásökunum á hendur Tyson og að málið sé tekið alvarlega. Þá verði ásakanirnar rannsakaðar.Fagnar óháðri rannsókn Tyson tjáði sig um ásakanirnar á Facebook-síðu sinni í kvöld, bæði þær sem greint var frá á fimmtudag og ásakanir konu sem steig fram í fyrra. Tyson hafnaði því að hafa káfað á Allers árið 2009 en minntist þess að hún hefði beðið hann um að sitja fyrir með sér á mynd er þau hittust á ráðstefnunni. Þá kannaðist hann ekki við að hafa hagað sér ósæmilega í garð fyrrverandi aðstoðarkonu sinnar, en viðurkenndi þó að hún hefði tjáð sér að hann hefði farið yfir strikið. „Ég er sá sem ásakanirnar eru bornar á, af hverju ætti nokkur maður að trúa því sem ég segi? [...] Þar komum við að gildi óháðrar rannsóknar sem Fox/NatGEO tilkynnti um að muni fara fram. Ég fagna því,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni, sem lesa má í heild hér. Cosmos-þættirnir voru frumsýndir árið 2014 en í þeim reynir Tyson að leita skýringa á uppruna mannsins með aðstoð vísindanna. Þetta er jafnframt ekki í fyrsta sinn sem Tyson er sakaður um kynferðisbrot eins og áður segir. Í fyrra sakaði tónlistarkonan Tchiya Amet Tyson um að hafa nauðgað sér þegar þau voru saman í háskólanámi.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Tyson sem birt voru seint í kvöld.
Bandaríkin Geimurinn MeToo Tengdar fréttir Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Í gær var frumsýndur fyrsti þáttur hinnar nýju Cosmos seríu með stjarneðlisfræðingnum Neil deGrasse Tyson. 10. mars 2014 11:52 Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Í gær var frumsýndur fyrsti þáttur hinnar nýju Cosmos seríu með stjarneðlisfræðingnum Neil deGrasse Tyson. 10. mars 2014 11:52
Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30