Klár í slaginn þrátt fyrir mistök við síðasta geimskot Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2018 19:45 Þetta er í fyrsta sinn sem þau McClain og Saint-Jacques fara út í geim. Kononenko hefur farið þrisvar sinnum áður og að þessu verkefni loknu mun hann hafa varið 533 dögum út í geimi. Vísir/NASA Geimfarar sem skjóta á til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á morgun eru klárir í slaginn og hafa litlar áhyggjur af öryggi sínu. Þeim verður skotið á loft með Souyz-eldflaug frá Kasakstan á morgun en síðast þegar það var reynt, í október, bilaði eldflaugin og féllu geimfararnir um borð til jarðar. Þeir lifðu þó nauðlendinguna af og á morgun fara þau Oleg Kononenko frá Rússlandi, Anne McClain frá Bandaríkjunum og David Saint-Jacques frá Kanada út í geim með samskonar eldflaug. Þetta var í fyrsta sinn sem bilun kom upp í mönnuðu geimskoti með Soyuz-eldflauginni frá 1983.Sjá einnig: Segja bilaðan skynjara hafa valdið misheppnuðu geimskoti„Áhætta er hluti af starfi okkar,“ sagði Kononenko við blaðamenn í Kasakstan í dag. Hann tók einnig fram að hann og áhöfnin bæru fullt traust til þeirra aðila sem koma að geimskotinu.„Við erum undirbúin andlega og tæknilega fyrir geimskotið og allt sem getur komið upp á um borð.“ Hinir áhafnarmeðlimirnir slógu á svipaða strengi. Þetta er þó í fyrsta sinn sem þau McClain og Saint-Jacques fara út í geim. Kononenko hefur farið þrisvar sinnum áður og að þessu verkefni loknu mun hann hafa varið 533 dögum út í geimi. Eftir geimskotið á morgun mun SpaceX, fyrirtæki Elon Musk, skjóta birgðafari til geimstöðvarinnar á þriðjudaginn. Souyz eldflauginni verður skotið á loft klukkan hálf tólf á morgun, gangi áætlanir eftir. Hægt verður að fylgjast með því á Vísi. Asía Bandaríkin Geimurinn Kanada Kasakstan Rússland Tækni Vísindi Tengdar fréttir Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09 Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda geimfar í langt ferðalag til Merkúr. 19. október 2018 14:00 Mögulega nægjanlegt súrefni á Mars fyrir örverur og svampa Vísindamenn segja að saltvatn sem fundist hefur undir yfirborði Mars gæti innihaldið nægjanlegt súrefni fyrir örverur, álíka þeim og þekktust hér á jörðinni fyrir milljörðum ára. 22. október 2018 22:00 Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. 11. október 2018 11:17 InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Geimfarar sem skjóta á til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á morgun eru klárir í slaginn og hafa litlar áhyggjur af öryggi sínu. Þeim verður skotið á loft með Souyz-eldflaug frá Kasakstan á morgun en síðast þegar það var reynt, í október, bilaði eldflaugin og féllu geimfararnir um borð til jarðar. Þeir lifðu þó nauðlendinguna af og á morgun fara þau Oleg Kononenko frá Rússlandi, Anne McClain frá Bandaríkjunum og David Saint-Jacques frá Kanada út í geim með samskonar eldflaug. Þetta var í fyrsta sinn sem bilun kom upp í mönnuðu geimskoti með Soyuz-eldflauginni frá 1983.Sjá einnig: Segja bilaðan skynjara hafa valdið misheppnuðu geimskoti„Áhætta er hluti af starfi okkar,“ sagði Kononenko við blaðamenn í Kasakstan í dag. Hann tók einnig fram að hann og áhöfnin bæru fullt traust til þeirra aðila sem koma að geimskotinu.„Við erum undirbúin andlega og tæknilega fyrir geimskotið og allt sem getur komið upp á um borð.“ Hinir áhafnarmeðlimirnir slógu á svipaða strengi. Þetta er þó í fyrsta sinn sem þau McClain og Saint-Jacques fara út í geim. Kononenko hefur farið þrisvar sinnum áður og að þessu verkefni loknu mun hann hafa varið 533 dögum út í geimi. Eftir geimskotið á morgun mun SpaceX, fyrirtæki Elon Musk, skjóta birgðafari til geimstöðvarinnar á þriðjudaginn. Souyz eldflauginni verður skotið á loft klukkan hálf tólf á morgun, gangi áætlanir eftir. Hægt verður að fylgjast með því á Vísi.
Asía Bandaríkin Geimurinn Kanada Kasakstan Rússland Tækni Vísindi Tengdar fréttir Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09 Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda geimfar í langt ferðalag til Merkúr. 19. október 2018 14:00 Mögulega nægjanlegt súrefni á Mars fyrir örverur og svampa Vísindamenn segja að saltvatn sem fundist hefur undir yfirborði Mars gæti innihaldið nægjanlegt súrefni fyrir örverur, álíka þeim og þekktust hér á jörðinni fyrir milljörðum ára. 22. október 2018 22:00 Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. 11. október 2018 11:17 InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lentu geimfari á Mars Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er. 26. nóvember 2018 20:09
Geimfar sent af stað í sjö ára ferðalag Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, í samvinnu með Geimvísindastofnun Japan, mun í nótt senda geimfar í langt ferðalag til Merkúr. 19. október 2018 14:00
Mögulega nægjanlegt súrefni á Mars fyrir örverur og svampa Vísindamenn segja að saltvatn sem fundist hefur undir yfirborði Mars gæti innihaldið nægjanlegt súrefni fyrir örverur, álíka þeim og þekktust hér á jörðinni fyrir milljörðum ára. 22. október 2018 22:00
Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra upp Þróun og smíði nýrrar eldflaugar sem Geimvísindastofnun Bandaríkjanna ætlar að nota til að senda menn til tunglsins og Mars gengur illa. 11. október 2018 11:17
InSight baðar sig í sólinni á Mars Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar. 27. nóvember 2018 07:44