Erlent

Klár í slaginn þrátt fyrir mistök við síðasta geimskot

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta er í fyrsta sinn sem þau McClain og Saint-Jacques fara út í geim. Kononenko hefur farið þrisvar sinnum áður og að þessu verkefni loknu mun hann hafa varið 533 dögum út í geimi.
Þetta er í fyrsta sinn sem þau McClain og Saint-Jacques fara út í geim. Kononenko hefur farið þrisvar sinnum áður og að þessu verkefni loknu mun hann hafa varið 533 dögum út í geimi. Vísir/NASA
Geimfarar sem skjóta á til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á morgun eru klárir í slaginn og hafa litlar áhyggjur af öryggi sínu. Þeim verður skotið á loft með Souyz-eldflaug frá Kasakstan á morgun en síðast þegar það var reynt, í október, bilaði eldflaugin og féllu geimfararnir um borð til jarðar.

Þeir lifðu þó nauðlendinguna af og á morgun fara þau Oleg Kononenko frá Rússlandi, Anne McClain frá Bandaríkjunum og David Saint-Jacques frá Kanada út í geim með samskonar eldflaug. Þetta var í fyrsta sinn sem bilun kom upp í mönnuðu geimskoti með Soyuz-eldflauginni frá 1983.

Sjá einnig: Segja bilaðan skynjara hafa valdið misheppnuðu geimskoti



„Áhætta er hluti af starfi okkar,“ sagði Kononenko við blaðamenn í Kasakstan í dag. Hann tók einnig fram að hann og áhöfnin bæru fullt traust til þeirra aðila sem koma að geimskotinu.



„Við erum undirbúin andlega og tæknilega fyrir geimskotið og allt sem getur komið upp á um borð.“

Hinir áhafnarmeðlimirnir slógu á svipaða strengi. Þetta er þó í fyrsta sinn sem þau McClain og Saint-Jacques fara út í geim. Kononenko hefur farið þrisvar sinnum áður og að þessu verkefni loknu mun hann hafa varið 533 dögum út í geimi.

Eftir geimskotið á morgun mun SpaceX, fyrirtæki Elon Musk, skjóta birgðafari til geimstöðvarinnar á þriðjudaginn. Souyz eldflauginni verður skotið á loft klukkan hálf tólf á morgun, gangi áætlanir eftir. Hægt verður að fylgjast með því á Vísi.

 


Tengdar fréttir

Lentu geimfari á Mars

Geimfarið hefur sent fyrstu skilaboð til jarðarinnar þess efnis að allt virðist hafa gengið vel en lítið sem ekkert mátti fara úrskeiðis. Kerfið hafi ekki greint neinar bilanir eða galla, enn sem komið er.

InSight baðar sig í sólinni á Mars

Geimfarið InSight hefur sent skilaboð til Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, um að sólarrafhlöður farsins séu virkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×