Aron Einar um riðilinn: Þurfum að bæta fyrir síðasta ár og koma okkur aftur á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2018 11:30 Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi markið sitt á móti Úlfunum og riðil íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aron Einar skoraði í 2-1 sigri Cardiff City á Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir liðið í fallbaráttunni. „Ég hef þetta ennþá í mér. Ég næ að skora við og við. Ég geri mistök í þeirra marki þegar ég missi manninn frá mér í horninu þeirra og hann skorar. Það var gott að bæta fyrir það með því að jafna leikinn og koma okkur aftur inn í þetta,“ sagði Aron Einar í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur upp á framhaldið. Við þurfum að vera sterkir á heimavelli þannig að þetta var góður sigur,“ sagði Aron Einar. Hann er ánægður með ástandið á sér. „Heilsan er mjög góð. Hnéð heldur sínu striki og það er enginn vökvi í því. Ökklinn er líka mjög góður. Þetta er allt á réttu róli hjá mér. Núna þarf ég bara að spíta í lófana og fara að æfa aðeins meira. Ég hef ekki verið að æfa mikið og bara verið að spila. Ég þarf að fara að venjast æfingaálaginu aftur. Mér líður vel og er jákvæður á framhaldið,“ sagði Aron Einar Íslenska landsliðið lenti í riðli með heimsmeisturum Frakka auk Tyrklands, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Hvernig líst fyrirliðanum á riðilinn? „Þetta er allt í lagi. Ég hugsaði með mér: Tyrkirnir aftur. Svo lítur maður til baka og sér að við höfum haft ágætis tök á þeim. Það eru erfiðir útileikir í þessum riðli. Bæði Tyrkir og Albanir eru gríðarlega sterkir á sínum heimavöllum. Við rennum síðan blint í sjóinn á móti Moldóvum því við höfum aldrei spilað við þá áður,“ sagði Aron Einar „Mér líst mjög vel á þetta. Við höfum náð í þrjá punkta á útivelli á móti þessum liðum áður og af hverju ekki aftur. Þetta verður erfiður riðill en ég er samt sem áður jákvæður. Þetta er ágætis dráttur. Við þurfum að bæta fyrir síðasta ár og koma okkur aftur á EM,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið keppnisleik í langan tíma og það þarf heldur betur að breytast ætli strákarnir að komast á EM 2020. „Við þurfum líka að átta okkur við hverja við höfum verið að spila þó að ég ætli nú ekki að fara að skýla okkur á bak við það. Við höfum verið í erfiðum leikjum og lent í miklum meiðslum. Það afsakar það samt ekki að vera ekki búnir að vinna leik á árinu,“ sagði Aron Einar „Við vitum það líka sjálfir. Við setjum mikla pressu á okkur að skila árangri. Það góða við það að það eru sterkir karakterar í þessum hóp og það hefur skilað þessum árangri síðustu ár. Við þurfum að ná í þessi gildi sem sköpuðu þennan árangur á sínum tíma og byrja að vinna hart að þeim,“ sagði Aron Einar en hann er búinn að heyra í strákunum í landsliðinu eftir dráttinn. „Við erum búnir að tala saman og menn eru bara jákvæðir. Þeirra skoðun endurspeglar bara þá skoðun sem ég er búinn að tala um hér,“ sagði Aron Einar en það má heyra allt spjallið við Aron Einar hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi markið sitt á móti Úlfunum og riðil íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aron Einar skoraði í 2-1 sigri Cardiff City á Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir liðið í fallbaráttunni. „Ég hef þetta ennþá í mér. Ég næ að skora við og við. Ég geri mistök í þeirra marki þegar ég missi manninn frá mér í horninu þeirra og hann skorar. Það var gott að bæta fyrir það með því að jafna leikinn og koma okkur aftur inn í þetta,“ sagði Aron Einar í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur upp á framhaldið. Við þurfum að vera sterkir á heimavelli þannig að þetta var góður sigur,“ sagði Aron Einar. Hann er ánægður með ástandið á sér. „Heilsan er mjög góð. Hnéð heldur sínu striki og það er enginn vökvi í því. Ökklinn er líka mjög góður. Þetta er allt á réttu róli hjá mér. Núna þarf ég bara að spíta í lófana og fara að æfa aðeins meira. Ég hef ekki verið að æfa mikið og bara verið að spila. Ég þarf að fara að venjast æfingaálaginu aftur. Mér líður vel og er jákvæður á framhaldið,“ sagði Aron Einar Íslenska landsliðið lenti í riðli með heimsmeisturum Frakka auk Tyrklands, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Hvernig líst fyrirliðanum á riðilinn? „Þetta er allt í lagi. Ég hugsaði með mér: Tyrkirnir aftur. Svo lítur maður til baka og sér að við höfum haft ágætis tök á þeim. Það eru erfiðir útileikir í þessum riðli. Bæði Tyrkir og Albanir eru gríðarlega sterkir á sínum heimavöllum. Við rennum síðan blint í sjóinn á móti Moldóvum því við höfum aldrei spilað við þá áður,“ sagði Aron Einar „Mér líst mjög vel á þetta. Við höfum náð í þrjá punkta á útivelli á móti þessum liðum áður og af hverju ekki aftur. Þetta verður erfiður riðill en ég er samt sem áður jákvæður. Þetta er ágætis dráttur. Við þurfum að bæta fyrir síðasta ár og koma okkur aftur á EM,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið keppnisleik í langan tíma og það þarf heldur betur að breytast ætli strákarnir að komast á EM 2020. „Við þurfum líka að átta okkur við hverja við höfum verið að spila þó að ég ætli nú ekki að fara að skýla okkur á bak við það. Við höfum verið í erfiðum leikjum og lent í miklum meiðslum. Það afsakar það samt ekki að vera ekki búnir að vinna leik á árinu,“ sagði Aron Einar „Við vitum það líka sjálfir. Við setjum mikla pressu á okkur að skila árangri. Það góða við það að það eru sterkir karakterar í þessum hóp og það hefur skilað þessum árangri síðustu ár. Við þurfum að ná í þessi gildi sem sköpuðu þennan árangur á sínum tíma og byrja að vinna hart að þeim,“ sagði Aron Einar en hann er búinn að heyra í strákunum í landsliðinu eftir dráttinn. „Við erum búnir að tala saman og menn eru bara jákvæðir. Þeirra skoðun endurspeglar bara þá skoðun sem ég er búinn að tala um hér,“ sagði Aron Einar en það má heyra allt spjallið við Aron Einar hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira