„Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2018 17:30 Mótmæli voru haldin um helgina vegna málsins. Vísir/VIlhelm „Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna,“ er fyrirsögn á frétt BBC sem birt er á forsíðu Evrópuhluta fréttasíðu breska ríkisútvarpsins í dag. Er þar fjallað um viðbrögð Íslendinga við Klaustursupptökunum svokölluðu þar þar má heyra illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Í frétt BBC er málið reifað og hermt að Íslendingar séu sérstaklega hneykslaðir á því að hæðst hafi verið að Freyju Haraldsdóttur. Í frétt BBC er vitnað í fréttir um að einn þeirra sem sat að sumbli á Klaustri hafi hermt eftir sel er verið var að ræða Freyju. Þá er einnig sagt frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, haldi því fram að selahljóðið megi rekja til þess að stóll hafi verið færður.Sjá einnig:Reyndist ómögulegt að framkalla selahljóð með stólunum á Klaustri Er málið einnig sett í samhengi við Panama-skjölin og rifjað upp að Sigmundur Davíð hafi flækst í umfjöllun sem unnin var upp úr skjölunum og neyðst til þess að segja af sér í kjölfarið.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er ein af þeim sem var uppnefnd í samræðum þingmannanna á Klaustri.Vísir/VilhelmEr einnig fjallað um afsökunarbeiðni þeirra fjögurra þingmanna Miðflokksins sem tóku þátt í spjallinu en auk Sigmundar Davíðs sátu Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttur á Klaustri.„Við munum læra af þessu,“ vitnar BBC í afsökunarbeiðnina. Þá er einnig sagt frá því að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Eggertsson, sem voru með fjórmenningunum á Klaustri umrætt kvöld, hafi verið reknir úr Flokki fólksins vegna málsins.Í fréttinni er einnig rætt við Bryndísi Snæbjörnsdóttur, formann Þroskahjálpar, sem segir að samstarfsmenn hennar, sem og Íslendingar sem glími við við einhvers konar fötlun, séu í áfalli vegna orða þingmannanna.„Þetta er hatursorðræða. Það var hræðilegt að hlusta á þingmenninna herma eftir dýrahljóðum til þes að gera grín að fatlaðri konu sem er mikil baráttukona fyrir réttindum fatlaðra,“ segir Bryndís í samtali við BBC. Segir hún að málið sé ófyrirgefanlegt og að þingmennirnir sex ættu allir að segja af sér.Frétt BBC má lesa hér. Bretland Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 „Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Þingforseti bað þjóðina afsökunar vegna óviðeigandi ummæla nokkurra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins við upphaf þingfundar í dag. 3. desember 2018 15:47 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
„Hneyksli á Íslandi vegna grófs karlrembuspjalls þingmanna,“ er fyrirsögn á frétt BBC sem birt er á forsíðu Evrópuhluta fréttasíðu breska ríkisútvarpsins í dag. Er þar fjallað um viðbrögð Íslendinga við Klaustursupptökunum svokölluðu þar þar má heyra illt umtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í garð samstarfsmanna sinna og annars nafntogaðs fólks sem hefur komið nálægt stjórnmálum undanfarin ár. Í frétt BBC er málið reifað og hermt að Íslendingar séu sérstaklega hneykslaðir á því að hæðst hafi verið að Freyju Haraldsdóttur. Í frétt BBC er vitnað í fréttir um að einn þeirra sem sat að sumbli á Klaustri hafi hermt eftir sel er verið var að ræða Freyju. Þá er einnig sagt frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, haldi því fram að selahljóðið megi rekja til þess að stóll hafi verið færður.Sjá einnig:Reyndist ómögulegt að framkalla selahljóð með stólunum á Klaustri Er málið einnig sett í samhengi við Panama-skjölin og rifjað upp að Sigmundur Davíð hafi flækst í umfjöllun sem unnin var upp úr skjölunum og neyðst til þess að segja af sér í kjölfarið.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er ein af þeim sem var uppnefnd í samræðum þingmannanna á Klaustri.Vísir/VilhelmEr einnig fjallað um afsökunarbeiðni þeirra fjögurra þingmanna Miðflokksins sem tóku þátt í spjallinu en auk Sigmundar Davíðs sátu Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttur á Klaustri.„Við munum læra af þessu,“ vitnar BBC í afsökunarbeiðnina. Þá er einnig sagt frá því að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Eggertsson, sem voru með fjórmenningunum á Klaustri umrætt kvöld, hafi verið reknir úr Flokki fólksins vegna málsins.Í fréttinni er einnig rætt við Bryndísi Snæbjörnsdóttur, formann Þroskahjálpar, sem segir að samstarfsmenn hennar, sem og Íslendingar sem glími við við einhvers konar fötlun, séu í áfalli vegna orða þingmannanna.„Þetta er hatursorðræða. Það var hræðilegt að hlusta á þingmenninna herma eftir dýrahljóðum til þes að gera grín að fatlaðri konu sem er mikil baráttukona fyrir réttindum fatlaðra,“ segir Bryndís í samtali við BBC. Segir hún að málið sé ófyrirgefanlegt og að þingmennirnir sex ættu allir að segja af sér.Frétt BBC má lesa hér.
Bretland Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02 „Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Þingforseti bað þjóðina afsökunar vegna óviðeigandi ummæla nokkurra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins við upphaf þingfundar í dag. 3. desember 2018 15:47 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember. 3. desember 2018 16:02
„Óráðshjal“ miðflokksmanna til siðanefndar Alþingis Þingforseti bað þjóðina afsökunar vegna óviðeigandi ummæla nokkurra þingmanna Miðflokks og Flokks fólksins við upphaf þingfundar í dag. 3. desember 2018 15:47
Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09