Þurfa að greiða Samskipum 162 milljónir króna í skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2018 15:02 Gamla Eimskip hefur verið dæmt til að greiða 162 milljónir króna til Samskipa. FBL/Stefán Félagið A1988, áður Eimskipafélag Íslands, hefur verið dæmt til greiðslu 162 milljóna króna skaðabóta vegna máls sem má rekja aftur til ársins 2011. Þá höfðuðu Samskip skaðabótamál vegna samkeppnisbrota Gamla Eimskips. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna en greint er frá niðurstöðunni á vef Samskipa. Þar segir að málshöfðunin sé grundvölluð á ólögmætum aðgerðum sem Gamla Eimskip beitti Samskip á árunum 1999-2002. Sektuðu samkeppnisyfirvöld Gamla Eimskip fyrir ólögmætar aðgerðir félagsins. Málið nú var höfðað gegn félaginu A1988 hf. en eftir efnahagshrunið leitaði Gamla Eimskip nauðasamninga og var nafni félagsins breytt í A1988 hf. á hluthafafundi félagsins þann 8. september 2011. „Eimskip bar því við að eiga ekki aðild að málinu, en í dómnum kemur fram að nafnabreytingar Eimskips fái ekki haggað þeirri staðreynd að flutningastarfssemi félagsins á fyrri kennitölu þess hafi sannanlega flust, með öllum réttindum og skyldum, yfir til hinnar nýju kennitölu A1988 hf,“ segir á vef Samskipa. Samskip hf. höfðuðu málið til að sækja skaðabætur en upprunalega var Gamla Eimskip dæmt til stjórnvaldssektar að fjárhæð 230 milljónir króna fyrir brot gegn 11. grein samkeppnislaga. Segir í fréttinni á vef Samskipa að Gamla Eimskip hafi misnotað markaðsráðandi stöðu og gert viðskiptamönnum sínum ólögmæt tilboð og samið við þá um ólögmæt einkakaup eða tryggðarafslætti. Var Gamla Eimskip dæmt til að greiða 162 milljónir króna í skaðabætur að viðbættum vöxtum frá 11. október. Þá þarf Eimskip að greiða málskostnað upp á 45 milljónir.Fréttin var uppfærð klukkan 15:43 til að árétta að ekki væri um Eimskip hf að ræða heldur Gamla Eimskip. Að neðan má sjá tilkynningu frá Eimskipum: Rétt er að félagið A 1988 hefur verið dæmt til að greiða Samskipum bætur en það félag hefur ekki neitt með rekstur Eimskips að gera og því er Eimskip ekki að greiða neinar bætur til Samskipa. Myndbirting með fréttinni er einnig hörmuð og gefur í raun ranga mynd af dómi héraðsdóms. Það er ljóst að Eimskipafélag Íslands HF var og hefur aldrei átt neina aðild að málinu. Dómsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Félagið A1988, áður Eimskipafélag Íslands, hefur verið dæmt til greiðslu 162 milljóna króna skaðabóta vegna máls sem má rekja aftur til ársins 2011. Þá höfðuðu Samskip skaðabótamál vegna samkeppnisbrota Gamla Eimskips. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna en greint er frá niðurstöðunni á vef Samskipa. Þar segir að málshöfðunin sé grundvölluð á ólögmætum aðgerðum sem Gamla Eimskip beitti Samskip á árunum 1999-2002. Sektuðu samkeppnisyfirvöld Gamla Eimskip fyrir ólögmætar aðgerðir félagsins. Málið nú var höfðað gegn félaginu A1988 hf. en eftir efnahagshrunið leitaði Gamla Eimskip nauðasamninga og var nafni félagsins breytt í A1988 hf. á hluthafafundi félagsins þann 8. september 2011. „Eimskip bar því við að eiga ekki aðild að málinu, en í dómnum kemur fram að nafnabreytingar Eimskips fái ekki haggað þeirri staðreynd að flutningastarfssemi félagsins á fyrri kennitölu þess hafi sannanlega flust, með öllum réttindum og skyldum, yfir til hinnar nýju kennitölu A1988 hf,“ segir á vef Samskipa. Samskip hf. höfðuðu málið til að sækja skaðabætur en upprunalega var Gamla Eimskip dæmt til stjórnvaldssektar að fjárhæð 230 milljónir króna fyrir brot gegn 11. grein samkeppnislaga. Segir í fréttinni á vef Samskipa að Gamla Eimskip hafi misnotað markaðsráðandi stöðu og gert viðskiptamönnum sínum ólögmæt tilboð og samið við þá um ólögmæt einkakaup eða tryggðarafslætti. Var Gamla Eimskip dæmt til að greiða 162 milljónir króna í skaðabætur að viðbættum vöxtum frá 11. október. Þá þarf Eimskip að greiða málskostnað upp á 45 milljónir.Fréttin var uppfærð klukkan 15:43 til að árétta að ekki væri um Eimskip hf að ræða heldur Gamla Eimskip. Að neðan má sjá tilkynningu frá Eimskipum: Rétt er að félagið A 1988 hefur verið dæmt til að greiða Samskipum bætur en það félag hefur ekki neitt með rekstur Eimskips að gera og því er Eimskip ekki að greiða neinar bætur til Samskipa. Myndbirting með fréttinni er einnig hörmuð og gefur í raun ranga mynd af dómi héraðsdóms. Það er ljóst að Eimskipafélag Íslands HF var og hefur aldrei átt neina aðild að málinu.
Dómsmál Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira