Tölvupóstsamskipti varpa nýju ljósi á umdeilda starfshætti Facebook Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2018 23:15 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er skrifaður fyrir tölvupóstum sem finna má í gögnunum. Getty/David Paul Morris Ný gögn sýna að samfélagsmiðlarisinn Facebook veitti vel völdum stórfyrirtækjum aðgang að gögnum um notendur sína. Þetta kemur fram í tölvupóstum og öðrum gögnum frá Facebook sem bresk þingnefnd hefur undir höndum. Gögnin telja 250 blaðsíður og innihalda tölvupóstsamskipti milli starfsmanna Facebook, þar á meðal stofnandans sjálfs, Marks Zuckerberg. Tölvupóstarnir eru hluti af gögnum máls sem hugbúnaðarfyrirtækið Six4Three höfðaði gegn Facebook.Kæfðu framgang Vine og veittu risunum aðgang að persónuupplýsingum Formaður þingnefndarinnar sem birti skjölin, Damian Collins, gerði í viðhengi grein fyrir nokkrum aðalatriðum sem finna má í gögnunum. Aðalatriðin lúta til að mynda að meðferð Facebook á persónuupplýsingum notenda sinna og aðferðum fyrirtækisins til að kæfa mögulega samkeppni. Í gögnunum kemur fram að árið 2015 takmarkaði Facebook aðgang smáforrita að persónuupplýsingum um notendur. Þrátt fyrir þetta hélt Facebook áfram að veita smáforritum stórfyrirtækja á borð við Netflix, Lyft og AirBnb aðgang að upplýsingum – sem hefðu ekki átt að vera aðgengilegar samkvæmt reglum samfélagsmiðilsins.Vinsældir Vine óxu hratt eftir að því var komið á fót. Því fataðist þó flugið og var lagt niður árið 2016.Getty/Hich ZwiÞegar Twitter kom smáforritinu Vine á laggirnar árið 2013 lokaði Facebook fyrir svokallaðan „Find Friends“-möguleika sem í boði er innan fjölmargra smáforrita. Þannig gat Vine ekki stækkað notendahóp sinn í gegnum Facebook líkt og Instagram gerði með góðum árangri. Vert er að nefna að daginn áður en tölvupóstarnir voru birtir tilkynnti Facebook að fyrirtækið hefði horfið frá þessari stefnu sinni, á grundvelli þess að hún væri gamaldags og „úr sér gengin“.Fylgdust með vinsældum samkeppnisaðilans Facebook hefur jafnframt notast við smáforritið Onavo síðan árið 2013 í þeim tilgangi að safna upplýsingum um símanotkun iPhone-notenda. Þannig gat Facebook fylgst náið með því hvaða smáforrit nytu mestra vinsælda og í kjölfarið gert ráðstafanir til að bregðast við samkeppninni. Þetta notfærði Facebook sér þegar fyrirtækið keypti samskiptaforritið WhatsApp, sem þá var vinsælla meðal iPhone-notenda en Messenger, samskiptaforrit Facebook. Árið 2015 hóf fyrirtækið svo að hlaða niður skrám yfir símtöl og smáskilaboð Android-notenda. Með því fékk fyrirtækið mikilvægar upplýsingar um samskiptahegðun notenda sinna. Í tölvupóstum sín á milli viðurkenndu starfsmenn að um hafi verið að ræða „áhættusamt útspil“. Facebook mótmælti birtingu gagnanna og sagði í yfirlýsingu að umrædd gögn séu slitin úr samhengi og hafi ekki verið sett fram á sanngjarnan hátt. Þá ítrekaði Facebook að fyrirtækið hefði aldrei selt upplýsingar um notendur sína. Facebook Tækni Tengdar fréttir Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. 23. nóvember 2018 08:00 Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04 Facebook sagt rúið öllu trausti Valdafólk bálreitt eftir að NYT greindi frá því að Facebook hefði látið skrifa falsfréttir sem tengdu gagnrýnendur miðilsins við eitt helsta skotmark öfgaíhaldsmanna. Zuckerberg segist ekki hafa vitað af ráðningunni. 17. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ný gögn sýna að samfélagsmiðlarisinn Facebook veitti vel völdum stórfyrirtækjum aðgang að gögnum um notendur sína. Þetta kemur fram í tölvupóstum og öðrum gögnum frá Facebook sem bresk þingnefnd hefur undir höndum. Gögnin telja 250 blaðsíður og innihalda tölvupóstsamskipti milli starfsmanna Facebook, þar á meðal stofnandans sjálfs, Marks Zuckerberg. Tölvupóstarnir eru hluti af gögnum máls sem hugbúnaðarfyrirtækið Six4Three höfðaði gegn Facebook.Kæfðu framgang Vine og veittu risunum aðgang að persónuupplýsingum Formaður þingnefndarinnar sem birti skjölin, Damian Collins, gerði í viðhengi grein fyrir nokkrum aðalatriðum sem finna má í gögnunum. Aðalatriðin lúta til að mynda að meðferð Facebook á persónuupplýsingum notenda sinna og aðferðum fyrirtækisins til að kæfa mögulega samkeppni. Í gögnunum kemur fram að árið 2015 takmarkaði Facebook aðgang smáforrita að persónuupplýsingum um notendur. Þrátt fyrir þetta hélt Facebook áfram að veita smáforritum stórfyrirtækja á borð við Netflix, Lyft og AirBnb aðgang að upplýsingum – sem hefðu ekki átt að vera aðgengilegar samkvæmt reglum samfélagsmiðilsins.Vinsældir Vine óxu hratt eftir að því var komið á fót. Því fataðist þó flugið og var lagt niður árið 2016.Getty/Hich ZwiÞegar Twitter kom smáforritinu Vine á laggirnar árið 2013 lokaði Facebook fyrir svokallaðan „Find Friends“-möguleika sem í boði er innan fjölmargra smáforrita. Þannig gat Vine ekki stækkað notendahóp sinn í gegnum Facebook líkt og Instagram gerði með góðum árangri. Vert er að nefna að daginn áður en tölvupóstarnir voru birtir tilkynnti Facebook að fyrirtækið hefði horfið frá þessari stefnu sinni, á grundvelli þess að hún væri gamaldags og „úr sér gengin“.Fylgdust með vinsældum samkeppnisaðilans Facebook hefur jafnframt notast við smáforritið Onavo síðan árið 2013 í þeim tilgangi að safna upplýsingum um símanotkun iPhone-notenda. Þannig gat Facebook fylgst náið með því hvaða smáforrit nytu mestra vinsælda og í kjölfarið gert ráðstafanir til að bregðast við samkeppninni. Þetta notfærði Facebook sér þegar fyrirtækið keypti samskiptaforritið WhatsApp, sem þá var vinsælla meðal iPhone-notenda en Messenger, samskiptaforrit Facebook. Árið 2015 hóf fyrirtækið svo að hlaða niður skrám yfir símtöl og smáskilaboð Android-notenda. Með því fékk fyrirtækið mikilvægar upplýsingar um samskiptahegðun notenda sinna. Í tölvupóstum sín á milli viðurkenndu starfsmenn að um hafi verið að ræða „áhættusamt útspil“. Facebook mótmælti birtingu gagnanna og sagði í yfirlýsingu að umrædd gögn séu slitin úr samhengi og hafi ekki verið sett fram á sanngjarnan hátt. Þá ítrekaði Facebook að fyrirtækið hefði aldrei selt upplýsingar um notendur sína.
Facebook Tækni Tengdar fréttir Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. 23. nóvember 2018 08:00 Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04 Facebook sagt rúið öllu trausti Valdafólk bálreitt eftir að NYT greindi frá því að Facebook hefði látið skrifa falsfréttir sem tengdu gagnrýnendur miðilsins við eitt helsta skotmark öfgaíhaldsmanna. Zuckerberg segist ekki hafa vitað af ráðningunni. 17. nóvember 2018 08:30 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook áfrýjar sekt vegna Cambridge Analytica-hneykslisins Samfélagsmiðlarisinn Facebook mun áfrýja sekt sem persónuverndarstofnun Bretlands lagði á fyrirtækið vegna hins svokallaða Cambridge Analytica-hneykslis. 23. nóvember 2018 08:00
Segist ekki hafa vitað af tengslum Facebook við fyrirtæki sem beindi spjótum sínum að Soros Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, tók til varna í samtali við blaðamenn í gær þegar hann sagðist ekkert hafa vitað af því að fyrirtæki hans hefði fengið almannatengslafyrirtæki til liðs við sig til að grafa undan gagnrýnendum Facebook. 16. nóvember 2018 12:04
Facebook sagt rúið öllu trausti Valdafólk bálreitt eftir að NYT greindi frá því að Facebook hefði látið skrifa falsfréttir sem tengdu gagnrýnendur miðilsins við eitt helsta skotmark öfgaíhaldsmanna. Zuckerberg segist ekki hafa vitað af ráðningunni. 17. nóvember 2018 08:30