Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 11:20 Sigþór Kristinn Skúlason er framkvæmdastjóri Airport Associates. vísir/hvati Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að fyrirtækið muni koma til með að geta dregið til baka mikið af uppsögnum starfsfólks frá því í gær gangi fjárfesting Indigo Partners í WOW air upp. Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. Í gærkvöldi bárust svo fregnir af því að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners hefði gert bráðabirgðasamning við WOW air um að fjárfesta í flugfélaginu. Sagði í tilkynningu að til stæði að ljúka gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. „Þegar það kemst niðurstaða í það, þegar og ef að þeir ná að loka þessu með samkomulagi þá kemur þetta til með að breyta mjög miklu og þá komum við til með að geta dregið mikið af þessum uppsögnum til baka,“ segir Sigþór í samtali við Vísi. Hann kveðst vera í góðum samskiptum við stjórnendur WOW air og þeir haldi honum eins upplýstum og hægt er um stöðu mála. Sigþór kveðst ekki vita hvaða tímaramma WOW og Indigo hafa sett sér varðandi það að ljúka samkomulaginu um fjárfestinguna. „En ég geri ráð fyrir því að menn vilji klára þetta gríðarlega hratt, ekki síst bara út af þessari stöðu sem er svo vont að vera í. Það gengur örugglega verr að selja miða heldur en þegar þetta er allt tryggt.“ Aðspurður hvernig hljóðið sé í starfsmönnum hans og hvort að dagurinn í gær hafi ekki verið þungur segir Sigþór: „Já, þetta var þungur dagur í gær en eftir því sem það leið á kvöldið og fréttir bárust af Indigo Partners þá vona ég að það sé meiri bjartsýni.“ WOW Air Tengdar fréttir Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir að fyrirtækið muni koma til með að geta dregið til baka mikið af uppsögnum starfsfólks frá því í gær gangi fjárfesting Indigo Partners í WOW air upp. Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. Í gærkvöldi bárust svo fregnir af því að bandaríska eignastýringarfélagið Indigo Partners hefði gert bráðabirgðasamning við WOW air um að fjárfesta í flugfélaginu. Sagði í tilkynningu að til stæði að ljúka gerð samkomulagsins eins fljótt og auðið er eftir áreiðanleikakönnun. „Þegar það kemst niðurstaða í það, þegar og ef að þeir ná að loka þessu með samkomulagi þá kemur þetta til með að breyta mjög miklu og þá komum við til með að geta dregið mikið af þessum uppsögnum til baka,“ segir Sigþór í samtali við Vísi. Hann kveðst vera í góðum samskiptum við stjórnendur WOW air og þeir haldi honum eins upplýstum og hægt er um stöðu mála. Sigþór kveðst ekki vita hvaða tímaramma WOW og Indigo hafa sett sér varðandi það að ljúka samkomulaginu um fjárfestinguna. „En ég geri ráð fyrir því að menn vilji klára þetta gríðarlega hratt, ekki síst bara út af þessari stöðu sem er svo vont að vera í. Það gengur örugglega verr að selja miða heldur en þegar þetta er allt tryggt.“ Aðspurður hvernig hljóðið sé í starfsmönnum hans og hvort að dagurinn í gær hafi ekki verið þungur segir Sigþór: „Já, þetta var þungur dagur í gær en eftir því sem það leið á kvöldið og fréttir bárust af Indigo Partners þá vona ég að það sé meiri bjartsýni.“
WOW Air Tengdar fréttir Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Hluthafi í Wizz air fjárfestir í WOW air Bandarískt eignastýringarfélag er sagt fjárfesta í Wow air. 29. nóvember 2018 22:18
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07