Viðskipti innlent

Fimmtán sagt upp hjá Wow Air

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Starfsmennirnir störfuðu flestir á Keflavíkurflugvelli.
Starfsmennirnir störfuðu flestir á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm
Fimmtán starfsmönnum flugfélagsins WOW Air hefur verið sagt upp störfum hjá félaginu. Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOW Air staðfestir þetta í samtali við Vísi. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins. 

Svanhvít segir fyrst og fremst um að ræða starfsmenn fyrirtækisins á Keflavíkurflugvelli. Þá segir hún uppsagnirnar tengjast árstíðabundinni sveiflu í rekstri flugfélagsins. Einnig nefnir hún í samhengi við uppsagnirnar að WOW Air hafi nýverið fækkað um fjórar vélar í flota sínum. Þá ítrekar Svanhvít að uppsagnirnar flokkist ekki sem hópuppsagnir.

237 starfsmönnum Airport Associates á Keflavíkurflugvelli var sagt upp í gær, nær helmingi starfsfólks fyrirtækisins. Uppsagnirnar mátti rekja til óvissu í rekstri WOW Air. Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, sagði þó í samtali við Vísi í dag að fyrirtækið muni koma til með að geta dregið til baka mikið af uppsögnum starfsfólks frá því í gær gangi fjárfesting Indigo Partners í WOW air upp.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×