Svíþjóð tryggði sér umspil Anton Ingi Leifsson skrifar 20. nóvember 2018 21:30 Svíarnir eru að gera góða hluti. vísir/getty Svíþjóð er komið í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-0 sigur á Rússum í úrslitaleik um sæti í umspili um sæti á EM 2020. Fyrsta markið skoraði varnarmaður Manchester United, Victor Lindelöf, eftir að boltinn féll til hans eftir hornspyrnu. Marcus Berg tvöfaldaði svo forystuna á 72. mínútu og tryggði Svíum frábæran 2-0 sigur á spútnikliði HM í sumar fyrir framan fullt hús í Stokkhólmi. Svíar enda á toppi riðli tvö í B-deildinni og eru því búnir að minnsta kosti tryggja sér umspil um laust sæti á EM 2020 nái þeir ekki að tryggja sér beint á EM í gegnum undankeppnina. Þjóðadeild UEFA
Svíþjóð er komið í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-0 sigur á Rússum í úrslitaleik um sæti í umspili um sæti á EM 2020. Fyrsta markið skoraði varnarmaður Manchester United, Victor Lindelöf, eftir að boltinn féll til hans eftir hornspyrnu. Marcus Berg tvöfaldaði svo forystuna á 72. mínútu og tryggði Svíum frábæran 2-0 sigur á spútnikliði HM í sumar fyrir framan fullt hús í Stokkhólmi. Svíar enda á toppi riðli tvö í B-deildinni og eru því búnir að minnsta kosti tryggja sér umspil um laust sæti á EM 2020 nái þeir ekki að tryggja sér beint á EM í gegnum undankeppnina.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti