Þriggja mánaða fangelsi fyrir fimm þúsund króna þjófnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2018 13:18 Héraðsdómur Vestfjarða á Ísafirði dæmdi konuna. Fréttablaðið/pjetur Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu í þriggja mánaða fangelsi fyrir stuld á snyrtivörum að verðmæti tæplega fimm þúsund króna úr verslun Lyfju á Ísafirði. Tveir mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir en konan hefur alls gert sek um átta þjófnaðarbrot. Málavextir voru þannig að þann 8. maí síðastliðinn gekk konan inn í verslun Lyfju á Ísafirði. Þar stakk hún inn á sig fjórum snyrtivörum, alls að verðmæti 4.904 krónur. Starfsfólk Lyfju grunaði konuna um þjófnað og er konan yfirgaf verslunina könnuðu starfsmennirnir hvort að einhverjar vörur vantaði í verslunina. Kom í ljós að fjórar snyrtivörur voru horfnar og við skoðun á upptökum úr öryggismyndavélum sást að konan stakk tveimur af vörunum í veskið sitt. Lyfja lagði fram kæru vegna málsins og samkvæmt lögregluskýrslu neitaði konan að hafa stolið vörunum en kannaðist þó við sjálfa sig á upptökunum úr öryggismyndavélunum. Í dómi héraðsdóms segir að ekki fari á milli mála að á upptökunum megi sjá konuna taka vörur úr hillum verslunarinnar auk þess sem að þar sjáist að konan komi upp að afgreiðslukassa án þess að greiða fyrir eða skila vörum. Miðað við það og önnur gögn málsins þótti sannað að konan hafi gerst sek um þjófnað á vörunum. Í dóminum segir einnig að þar sem konan hafi í átta skipti gerst sek um þjófnaðarbrot verði að líta svo á að hún hafi lagt slík brot í vana sinn. Þá hafi henni einnig verið veitt reynslulausn í eitt ár af eftirstöðvum refsingar fyrir þjófnaðarbrot. Miðað við það væri eðlileg refsing fyrir þjófnaðinn á snyrtivörunum þriggja mánaða fangelsi. Leit dómurinn þó einnig til þess verðmæti þess sem konan stal úr Lyfju og því þótti héraðsdómi hæfilegt að skilorðsbinda tvo mánuði refsingarinnar. Konan þarf einnig að greiða Lyfju 4.904 krónur vegna málsins, auk vaxta. Þá þarf hún að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 247.820 krónur. Dómsmál Ísafjarðarbær Lyf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu í þriggja mánaða fangelsi fyrir stuld á snyrtivörum að verðmæti tæplega fimm þúsund króna úr verslun Lyfju á Ísafirði. Tveir mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir en konan hefur alls gert sek um átta þjófnaðarbrot. Málavextir voru þannig að þann 8. maí síðastliðinn gekk konan inn í verslun Lyfju á Ísafirði. Þar stakk hún inn á sig fjórum snyrtivörum, alls að verðmæti 4.904 krónur. Starfsfólk Lyfju grunaði konuna um þjófnað og er konan yfirgaf verslunina könnuðu starfsmennirnir hvort að einhverjar vörur vantaði í verslunina. Kom í ljós að fjórar snyrtivörur voru horfnar og við skoðun á upptökum úr öryggismyndavélum sást að konan stakk tveimur af vörunum í veskið sitt. Lyfja lagði fram kæru vegna málsins og samkvæmt lögregluskýrslu neitaði konan að hafa stolið vörunum en kannaðist þó við sjálfa sig á upptökunum úr öryggismyndavélunum. Í dómi héraðsdóms segir að ekki fari á milli mála að á upptökunum megi sjá konuna taka vörur úr hillum verslunarinnar auk þess sem að þar sjáist að konan komi upp að afgreiðslukassa án þess að greiða fyrir eða skila vörum. Miðað við það og önnur gögn málsins þótti sannað að konan hafi gerst sek um þjófnað á vörunum. Í dóminum segir einnig að þar sem konan hafi í átta skipti gerst sek um þjófnaðarbrot verði að líta svo á að hún hafi lagt slík brot í vana sinn. Þá hafi henni einnig verið veitt reynslulausn í eitt ár af eftirstöðvum refsingar fyrir þjófnaðarbrot. Miðað við það væri eðlileg refsing fyrir þjófnaðinn á snyrtivörunum þriggja mánaða fangelsi. Leit dómurinn þó einnig til þess verðmæti þess sem konan stal úr Lyfju og því þótti héraðsdómi hæfilegt að skilorðsbinda tvo mánuði refsingarinnar. Konan þarf einnig að greiða Lyfju 4.904 krónur vegna málsins, auk vaxta. Þá þarf hún að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 247.820 krónur.
Dómsmál Ísafjarðarbær Lyf Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira