Fyrsti gestur Mars frá 2012 lendir á mánudaginn Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2018 23:00 Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. AP/NASA Mars fær nýjan gest á mánudaginn og er það í fyrsta sinn frá árinu 2012. Lendingarfar NASA, InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. InSight er meðal annars ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka sýni þaðan og að kortleggja Mars inn að kjarna. Þó enn séu fimm dagar í að geimskipið á að lenda er það þó í rúmlega 1,3 milljóna kílómetra fjarlægð fyrir yfirborði Mars, þegar þetta er skrifað. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Í samtali við AP fréttaveituna segja vísindamenn NASA að það verði að gefa Insight lokaskipanir einni og hálfri klukkustund fyrir lendingu.„Það er ástæða fyrir því að verkfræðingar kalla lendingu á Mars „Sjö mínútur í helvíti,“ segir Rob Grover, sem er yfirmaður lendingarferlis InShight. „Við getum ekki stýrt lendingunni, svo við verðum að reiða á skipanir sem við höfum þegar forritað í geimfarið. Við höfum varið árum í að prófa áætlanir okkar, lært af öðrum lendingum og kynnt okkur allar þær aðstæður sem Mars getur boðið upp á og við verðum á varðbergi þar til InSight er komið á sitt nýja heimili í Elysium Planitia-svæði Mars.“Fylgjast má með stöðu InSight og sjá frekari upplýsingar á vef geimfarsins.Þegar á hólminn er komið munu vísindamennirnir þó líklegast ekki vita hvort lendingin hafi tekist fyrr en átta mínútum eftir að af henni varð. Haft er eftir Thomas Zurbuchen, einum af yfirmönnum vísindadeildar geimvísindastofnunarinnar, á vef NASA að mjög erfitt sé að lenda geimfari á Mars. Það þarfnist hæfileika, æfingar og vilja.„Hafandi í huga að okkar metnaðarfulla markmið er að koma manneskjum til tunglsins og síðan til Mars, þá veit ég að okkar ótrúlega teymi, eina teymið í heiminum sem hefur tekist að lenda geimfar á yfirborði Mars, mun gera allt sem það getur til að lenda InSight á rauðu plánetunni.“ Hér má sjá nokkra af vísindamönnum NASA ræða hvernig lendingin mun fara fram.Eins og áður segir lenti síðasti gestur á Mars árið 2012 og var það hið víðfræga far Curiosity. Mörg sýni hafa verið tekin með því fari en InSight er ætlað að kíkja undir yfirborð Mars. Eftir lendingu mun það þó taka þrjá mánuði að undirbúa vísindaleiðangra InSight og búnaðinn sem farið býr yfir. Það fyrsta sem farið mun þó gera er að taka mynd og senda til jarðarinnar. Hún mun að öllum líkindum vera birt á Twitter-síðu InSight.InSight er búið margvíslegum tækjum og tólum. Meðal þess sem vísindamenn ætla sér að kanna með farinu er hvernig plánetur verða til og þróast. Þar að auki verður farið notað til að kanna skjálftavirkni á Mars og hve oft loftsteinar lenda á plánetunni. Hér má sjá vísindamenn ræða hvaða upplýsingar þeir vonast til þess að fá frá InSight.InSight var skotið á loft frá vesturströnd Bandaríkjanna þann 5. maí. Sama eldflaug var þó notuð til að skjóta tveimur öðrum smáförum á loft sem eru einnig á leiðinni til Mars. Þar er um að ræða tvo CubeSat gervihnetti sem eru þó ekki nema á við skjalatöskur að stærð. Markmið NASA er að gera tilraunir með nýja tegund sendinga út í geim og er þetta í fyrsta sinn sem tilraun með CubeSat fer fram við aðra plánetu en jörðina. Vísindamenn NASA vonast til þess að gervihnettirnir geti sent upplýsingar um lendingarferli InSight á Mars til jarðarinnar nánast í rauntíma. Hér má sjá útskýringarmyndband um hvernig gervihnettirnir virka. Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Mars fær nýjan gest á mánudaginn og er það í fyrsta sinn frá árinu 2012. Lendingarfar NASA, InSight, mun lenda á plánetunni rauðu á mánudaginn, ef allt fer vel. InSight er meðal annars ætlað að grafa fimm metra undir yfirborð Mars og taka sýni þaðan og að kortleggja Mars inn að kjarna. Þó enn séu fimm dagar í að geimskipið á að lenda er það þó í rúmlega 1,3 milljóna kílómetra fjarlægð fyrir yfirborði Mars, þegar þetta er skrifað. Þegar InSight kemur inn í lofthjúp Mars verður geimfarið á tæplega tuttugu þúsund kílómetra hraða. Þann hraða verður að lækka niður í átta kílómetra á einungis sjö mínútum. Sendingar á milli jarðarinnar og Mars taka um átta mínútur að berast á áfangastað og því má lítið sem ekkert fara úrskeiðis. Í samtali við AP fréttaveituna segja vísindamenn NASA að það verði að gefa Insight lokaskipanir einni og hálfri klukkustund fyrir lendingu.„Það er ástæða fyrir því að verkfræðingar kalla lendingu á Mars „Sjö mínútur í helvíti,“ segir Rob Grover, sem er yfirmaður lendingarferlis InShight. „Við getum ekki stýrt lendingunni, svo við verðum að reiða á skipanir sem við höfum þegar forritað í geimfarið. Við höfum varið árum í að prófa áætlanir okkar, lært af öðrum lendingum og kynnt okkur allar þær aðstæður sem Mars getur boðið upp á og við verðum á varðbergi þar til InSight er komið á sitt nýja heimili í Elysium Planitia-svæði Mars.“Fylgjast má með stöðu InSight og sjá frekari upplýsingar á vef geimfarsins.Þegar á hólminn er komið munu vísindamennirnir þó líklegast ekki vita hvort lendingin hafi tekist fyrr en átta mínútum eftir að af henni varð. Haft er eftir Thomas Zurbuchen, einum af yfirmönnum vísindadeildar geimvísindastofnunarinnar, á vef NASA að mjög erfitt sé að lenda geimfari á Mars. Það þarfnist hæfileika, æfingar og vilja.„Hafandi í huga að okkar metnaðarfulla markmið er að koma manneskjum til tunglsins og síðan til Mars, þá veit ég að okkar ótrúlega teymi, eina teymið í heiminum sem hefur tekist að lenda geimfar á yfirborði Mars, mun gera allt sem það getur til að lenda InSight á rauðu plánetunni.“ Hér má sjá nokkra af vísindamönnum NASA ræða hvernig lendingin mun fara fram.Eins og áður segir lenti síðasti gestur á Mars árið 2012 og var það hið víðfræga far Curiosity. Mörg sýni hafa verið tekin með því fari en InSight er ætlað að kíkja undir yfirborð Mars. Eftir lendingu mun það þó taka þrjá mánuði að undirbúa vísindaleiðangra InSight og búnaðinn sem farið býr yfir. Það fyrsta sem farið mun þó gera er að taka mynd og senda til jarðarinnar. Hún mun að öllum líkindum vera birt á Twitter-síðu InSight.InSight er búið margvíslegum tækjum og tólum. Meðal þess sem vísindamenn ætla sér að kanna með farinu er hvernig plánetur verða til og þróast. Þar að auki verður farið notað til að kanna skjálftavirkni á Mars og hve oft loftsteinar lenda á plánetunni. Hér má sjá vísindamenn ræða hvaða upplýsingar þeir vonast til þess að fá frá InSight.InSight var skotið á loft frá vesturströnd Bandaríkjanna þann 5. maí. Sama eldflaug var þó notuð til að skjóta tveimur öðrum smáförum á loft sem eru einnig á leiðinni til Mars. Þar er um að ræða tvo CubeSat gervihnetti sem eru þó ekki nema á við skjalatöskur að stærð. Markmið NASA er að gera tilraunir með nýja tegund sendinga út í geim og er þetta í fyrsta sinn sem tilraun með CubeSat fer fram við aðra plánetu en jörðina. Vísindamenn NASA vonast til þess að gervihnettirnir geti sent upplýsingar um lendingarferli InSight á Mars til jarðarinnar nánast í rauntíma. Hér má sjá útskýringarmyndband um hvernig gervihnettirnir virka.
Bandaríkin Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira