Þyrfti allt að 31 milljarðs rekstrarbata Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Kaup Icelandair á WOW air verða ein flóknasta sameining Íslandssögunnar að mati greinenda Landsbankans. Vísir/Vilhelm Rekstrarbati sameinaðs félags Icelandair og WOW air þarf að vera allt að 250 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 31 milljarðs íslenskra króna, til þess að félagið geti rökstutt vöxt miðað við núverandi flota. Fyrirhugaður samruni flugfélaganna tveggja mun því krefjast töluverðrar endurskipulagningar á leiðakerfinu, minnkunar á framboði og verulegrar lækkunar á kostnaði. Þetta kemur fram í nýbirtri greiningu hagfræðideildar Landsbankans á samruna íslensku flugfélaganna en þar er áætlað að rekstrarbatinn þurfi að vera á bilinu 200 til 250 milljónir Bandaríkjadala. „Ef það ætti að ná þessum bata á einum kostnaðarlið þá þyrfti: launakostnaður að lækka um 40% eða; eldsneytiskostnaður að lækka um 45% eða; yield að hækka um 15%,“ segir í greiningunni. Ef gert er ráð fyrir tveimur þáttum, til dæmis hækkandi fargjöldum og lækkun launakostnaðar, þá mun 10 prósenta hækkun á arðsemi og óbreytt nýting, og 10 prósenta lækkun launakostnaðar duga til að knýja fram ásættanlega afkomu, að því er kemur fram í greiningunni. Hagfræðideildin telur að mögulega megi minnka það fjármagn sem bundið er í báðum félögum um að minnsta kosti 10 prósent án þess að það hafi neikvæð áhrif á afkomuna. „Ef það tekst þá metum við að rekstrarbatinn á sameiginlegum rekstri þurfi eingöngu að vera á bilinu 80-180 milljónir dala næstu tvö ár til að réttlæta núverandi markaðsverð Icelandair, þ.e. að EBITDAR verði 260-360 milljónir dala árið 2020.“ Rekstrarbatinn er settur í samhengi við sameinaðan rekstrarkostnað félaganna sem nemur um 1.900 milljónum dala og tekjurnar sem nema um 2.100 milljónum dala. Segir í greiningunni að í þessu samhengi virðist tækifærin með sameiningu félaganna svo sannarlega vera til staðar.Aðskilinn rekstur ólíklegur Hagfræðideildin metur sem svo að litlar sem engar líkur séu á því að félögin verði rekin hvort í sínu lagi ef af sameiningunni verður. „Að reka WOW sem „lággjaldaarm“ Icelandair er möguleg sviðsmynd, en myndi áfram fela í sér þörf á endurskipulagningu leiðakerfisins og minnkun á framboði. Reynslan sýnir misgóðan árangur af slíkum lággjaldadótturfélögum,“ segir í greiningunni. Bent er á að undanfarin tuttugu ár hafi sjö af tíu stærstu hefðbundnu flugfélögunum (e. Legacy airlines) stofnað lággjaldadótturfélag. Af 40 slíkum dótturfélögum sé aðeins helmingur starfandi í dag. Þá hafi aðgreining Icelandair og WOW air miðað við þróun verðs og þjónustustigs minnkað með árunum. „Því teljum við að WOW yrði að skerpa sig enn frekar sem lággjaldafélag og Icelandair sem „premium“ félag til að skapa nægilega aðgreiningu milli félaganna. Aðskilinn rekstur félaganna gæti verið nauðsynlegur til skamms tíma en til lengri tíma myndi það rýra möguleika á arðbærum samlegðaráhrifum sem sameiginlegt félag gæti náð.“Samþykki ekki sjálfgefið Tilkynning um kaup Icelandair á WOW air er nú á borði Samkeppniseftirlitsins sem þarf að taka flókna ákvörðun innan þröngs tímaramma. Hagfræðideildin nefnir tvö helstu rökin fyrir samþykki á kaupunum. „Í fyrsta lagi að sameinað félag starfar á alþjóðlegum flugmarkaði og er eingöngu með 3-4% markaðshlutdeild, og getur því ekki talist markaðsráðandi og þar með hindrað virka samkeppni. Í öðru lagi er heimild hjá SKE til þess að samþykkja samruna sem talist gæti skaðlegur samkeppni ef annað félagið er á fallanda fæti og að hverfa af markaði, en fordæmi eru fyrir að slík rök séu notuð til að heimila samruna,“ segir í greiningunni. Að mati hagfræðideildar gefa fordæmi í öðrum ákvörðunum eftirlitsins síðustu ár ekki tilefni til bjartsýni fyrir samþykki á kaupunum. Erfitt sé að horfa fram hjá því að sameinað félag verði með tæplega 80 prósenta markaðshlutdeild í umferð til og frá landinu. „Á móti gæti SKE litið svo á að aðrir markaðsaðilar hefðu ekki fengið að sitja við sama borð og að Icelandair sé ekki eini aðilinn sem hefði getað keypt WOW,“ segir í greiningunni. „Haldreipið fyrir samþykki liggur að okkar mati í því að WOW sé að hverfa af markaðinum hvort eð er og/eða að sameiningin sé þjóðhagslega mikilvæg.“ Verði kaupin samþykkt án skilyrða tekur við ein „flóknasta sameining Íslandssögunnar“ að mati greinenda Landsbankans. Tekið verði fljótlega til hendinni við að sameina félögin og allar líkur á að dregið verði úr framboði. „Hversu mikið og hvaða áhrif það hefur á fargjaldaverð, nýtingu og þar með afkomu er í höndum stjórnenda félaganna.“ Birtist í Fréttablaðinu Icelandair WOW Air Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Rekstrarbati sameinaðs félags Icelandair og WOW air þarf að vera allt að 250 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 31 milljarðs íslenskra króna, til þess að félagið geti rökstutt vöxt miðað við núverandi flota. Fyrirhugaður samruni flugfélaganna tveggja mun því krefjast töluverðrar endurskipulagningar á leiðakerfinu, minnkunar á framboði og verulegrar lækkunar á kostnaði. Þetta kemur fram í nýbirtri greiningu hagfræðideildar Landsbankans á samruna íslensku flugfélaganna en þar er áætlað að rekstrarbatinn þurfi að vera á bilinu 200 til 250 milljónir Bandaríkjadala. „Ef það ætti að ná þessum bata á einum kostnaðarlið þá þyrfti: launakostnaður að lækka um 40% eða; eldsneytiskostnaður að lækka um 45% eða; yield að hækka um 15%,“ segir í greiningunni. Ef gert er ráð fyrir tveimur þáttum, til dæmis hækkandi fargjöldum og lækkun launakostnaðar, þá mun 10 prósenta hækkun á arðsemi og óbreytt nýting, og 10 prósenta lækkun launakostnaðar duga til að knýja fram ásættanlega afkomu, að því er kemur fram í greiningunni. Hagfræðideildin telur að mögulega megi minnka það fjármagn sem bundið er í báðum félögum um að minnsta kosti 10 prósent án þess að það hafi neikvæð áhrif á afkomuna. „Ef það tekst þá metum við að rekstrarbatinn á sameiginlegum rekstri þurfi eingöngu að vera á bilinu 80-180 milljónir dala næstu tvö ár til að réttlæta núverandi markaðsverð Icelandair, þ.e. að EBITDAR verði 260-360 milljónir dala árið 2020.“ Rekstrarbatinn er settur í samhengi við sameinaðan rekstrarkostnað félaganna sem nemur um 1.900 milljónum dala og tekjurnar sem nema um 2.100 milljónum dala. Segir í greiningunni að í þessu samhengi virðist tækifærin með sameiningu félaganna svo sannarlega vera til staðar.Aðskilinn rekstur ólíklegur Hagfræðideildin metur sem svo að litlar sem engar líkur séu á því að félögin verði rekin hvort í sínu lagi ef af sameiningunni verður. „Að reka WOW sem „lággjaldaarm“ Icelandair er möguleg sviðsmynd, en myndi áfram fela í sér þörf á endurskipulagningu leiðakerfisins og minnkun á framboði. Reynslan sýnir misgóðan árangur af slíkum lággjaldadótturfélögum,“ segir í greiningunni. Bent er á að undanfarin tuttugu ár hafi sjö af tíu stærstu hefðbundnu flugfélögunum (e. Legacy airlines) stofnað lággjaldadótturfélag. Af 40 slíkum dótturfélögum sé aðeins helmingur starfandi í dag. Þá hafi aðgreining Icelandair og WOW air miðað við þróun verðs og þjónustustigs minnkað með árunum. „Því teljum við að WOW yrði að skerpa sig enn frekar sem lággjaldafélag og Icelandair sem „premium“ félag til að skapa nægilega aðgreiningu milli félaganna. Aðskilinn rekstur félaganna gæti verið nauðsynlegur til skamms tíma en til lengri tíma myndi það rýra möguleika á arðbærum samlegðaráhrifum sem sameiginlegt félag gæti náð.“Samþykki ekki sjálfgefið Tilkynning um kaup Icelandair á WOW air er nú á borði Samkeppniseftirlitsins sem þarf að taka flókna ákvörðun innan þröngs tímaramma. Hagfræðideildin nefnir tvö helstu rökin fyrir samþykki á kaupunum. „Í fyrsta lagi að sameinað félag starfar á alþjóðlegum flugmarkaði og er eingöngu með 3-4% markaðshlutdeild, og getur því ekki talist markaðsráðandi og þar með hindrað virka samkeppni. Í öðru lagi er heimild hjá SKE til þess að samþykkja samruna sem talist gæti skaðlegur samkeppni ef annað félagið er á fallanda fæti og að hverfa af markaði, en fordæmi eru fyrir að slík rök séu notuð til að heimila samruna,“ segir í greiningunni. Að mati hagfræðideildar gefa fordæmi í öðrum ákvörðunum eftirlitsins síðustu ár ekki tilefni til bjartsýni fyrir samþykki á kaupunum. Erfitt sé að horfa fram hjá því að sameinað félag verði með tæplega 80 prósenta markaðshlutdeild í umferð til og frá landinu. „Á móti gæti SKE litið svo á að aðrir markaðsaðilar hefðu ekki fengið að sitja við sama borð og að Icelandair sé ekki eini aðilinn sem hefði getað keypt WOW,“ segir í greiningunni. „Haldreipið fyrir samþykki liggur að okkar mati í því að WOW sé að hverfa af markaðinum hvort eð er og/eða að sameiningin sé þjóðhagslega mikilvæg.“ Verði kaupin samþykkt án skilyrða tekur við ein „flóknasta sameining Íslandssögunnar“ að mati greinenda Landsbankans. Tekið verði fljótlega til hendinni við að sameina félögin og allar líkur á að dregið verði úr framboði. „Hversu mikið og hvaða áhrif það hefur á fargjaldaverð, nýtingu og þar með afkomu er í höndum stjórnenda félaganna.“
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair WOW Air Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira