Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. nóvember 2018 10:00 Aron Einar Gunnarsson hóf ferilinn hjá AZ Alkmaar í atvinnumennskunni. vísir/getty Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, leikur með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag en atvinnumannaferillinn hjá þessum þrítuga miðjumanni hófst þegar að hann var 16 ára gamall hjá AZ Alkmaar í Hollandi.Sjá einnig:Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Aron byrjaði hjá U19 ára liði félagsins og fór spila fyrir varaliðið á öðru ári sínu og stóð sig mjög vel. Svo vel að hann var boðaður á æfingu hjá aðalliðinu sem enginn annar en Louis van Gaal þjálfaði á þeim tíma. Aron segir skemmtilega frá fyrstu æfingunni í nýrri ævisögu sinni, Aron - Sagan mín, en þar var honum fljótlega kippt niður á jörðina af Van Gaal sem átti síðar meir eftir að þjálfa Manchester United.Louis van Gaal gefur ekkert eftir.vísir/gettyStop, stop! „Að vera 19 ára á æfingu hjá gæja sem hafði á þessum tímapunkti þjálfað Ajax, hollenska landsliðið, Barcelona og meira að segja unnið Meistaradeild Evrópu var frekar svakalegt, bæði á góðan og ógnvekjandi hátt,“ segir Aron Einar í bókinni. Van Gaal tók vel á móti Aroni og fagnaði því að svona ungur og efnilegur strákur hefði tekið jafnmiklum framförum og raun bar vitni. „Ég er ánægður með þig Aron. Það er gott að sjá hvernig þú ert að þróa þig vel sem leikmann með varaliðinu,“ sagði Van Gaal er hann tók Aron afsíðis fyrir fyrstu æfinguna. Þegar æfingin fór svo af stað og það kom að Aroni að senda boltann í einfaldri upphitunaræfingu var Van Gaal fljótur að benda verðandi íslenska landsliðsfyrirliðanum á það sem hann gerði rangt. „Stop, stop!“ hrópaði Van Gaal eins hátt og hann gat. „Hvað?“ spurði Aron undrandi og hollenski þjálfarinn svaraði um hæl: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ (e. Can you not play football or something?!) Aron útskýrir: „Áður en ég náði að koma fyrir mig orði benti hann mér á að ég hefði gefið boltann á vinstri fót samherja míns þegar ég átti að gefa á hægri. Nákvæmnin. Kröfurnar,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, leikur með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni í dag en atvinnumannaferillinn hjá þessum þrítuga miðjumanni hófst þegar að hann var 16 ára gamall hjá AZ Alkmaar í Hollandi.Sjá einnig:Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Aron byrjaði hjá U19 ára liði félagsins og fór spila fyrir varaliðið á öðru ári sínu og stóð sig mjög vel. Svo vel að hann var boðaður á æfingu hjá aðalliðinu sem enginn annar en Louis van Gaal þjálfaði á þeim tíma. Aron segir skemmtilega frá fyrstu æfingunni í nýrri ævisögu sinni, Aron - Sagan mín, en þar var honum fljótlega kippt niður á jörðina af Van Gaal sem átti síðar meir eftir að þjálfa Manchester United.Louis van Gaal gefur ekkert eftir.vísir/gettyStop, stop! „Að vera 19 ára á æfingu hjá gæja sem hafði á þessum tímapunkti þjálfað Ajax, hollenska landsliðið, Barcelona og meira að segja unnið Meistaradeild Evrópu var frekar svakalegt, bæði á góðan og ógnvekjandi hátt,“ segir Aron Einar í bókinni. Van Gaal tók vel á móti Aroni og fagnaði því að svona ungur og efnilegur strákur hefði tekið jafnmiklum framförum og raun bar vitni. „Ég er ánægður með þig Aron. Það er gott að sjá hvernig þú ert að þróa þig vel sem leikmann með varaliðinu,“ sagði Van Gaal er hann tók Aron afsíðis fyrir fyrstu æfinguna. Þegar æfingin fór svo af stað og það kom að Aroni að senda boltann í einfaldri upphitunaræfingu var Van Gaal fljótur að benda verðandi íslenska landsliðsfyrirliðanum á það sem hann gerði rangt. „Stop, stop!“ hrópaði Van Gaal eins hátt og hann gat. „Hvað?“ spurði Aron undrandi og hollenski þjálfarinn svaraði um hæl: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ (e. Can you not play football or something?!) Aron útskýrir: „Áður en ég náði að koma fyrir mig orði benti hann mér á að ég hefði gefið boltann á vinstri fót samherja míns þegar ég átti að gefa á hægri. Nákvæmnin. Kröfurnar,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira
Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00