Kristinn krefur HR um 57 milljónir króna Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2018 11:30 Jón Steinar hefur stefnt Ara Kristni rektor HR en í stefnu er farið ítarlega yfir brottrekstur Kristins Sigurjónssonar. Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við HR, krefst samanlagt 56.863.000 krónur frá skólanum, í miska- og skaðabætur vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn. Þetta kemur fram í stefnu Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns á hendur Ara Kristni Jónssyni rektor Háskólans í Reykjavík. Stefnan verður lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 4. desember 2018. Þá er þess krafist að HR greiði málskostnað. Vísir hefur fjallað ítarlega um mál Kristins sem rekinn var frá skólanum vegna ummæla sem hann lét falla í Facebookhópi sem kallast Karlmennskuspjallið, á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Kristinn telur vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla.Kristinn nýtur réttarstöðu opinberra starfsmanna Í stefnu er tilgreint að þetta séu viðbrögð við mynd sem fól í sér eftirfarandi texta: „After metoo, men are saying my reputation, my choice. Never be alone or mentor a woman at work.“ Kristinn hafi notað tjámerki þess efnis að honum þætti þetta óskemmtilegt þó það hafi ekki komið fram í umfjöllun. Í kjölfar þess að vakin var athygli á þessu í fjölmiðlum var Kristinn boðaður á fund og gerðir úrslitakostir af hálfu Sigríðar Elínar Guðlaugsdóttur mannauðsstjóra HR: Annað hvort segði hann upp störfum eða hann yrði rekinn.Stefna Jóns Steinars er ítarleg en kröfu sína byggir hann meðal annars á því að Kristinn Sigurjónsson hafi mátt þola fáheyrðar dylgjur af hálfu yfirstjórnar HR.visir/gvaStefnan er viðamikil og þar er komið víða við. Þar kemur meðal annars fram að Kristinn hafi verið lektor við Háskólann í Reykjavík allt frá því Tækniháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík sameinuðust 1. júlí 2005. Áður hafði hann gegnt lektorsembætti við Tækniháskólann og notið þar þeirrar réttarstöðu sem lög kveða á um varðandi réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.Orðsóðaskapurinn á Karlar gera merkilega hluti Rakið er hvernig uppsögnina bar að en hann mætti á fund Sigríðar Elínar 4. október og með honum var Snjólaug Steinarsdóttir, trúnaðarmaður hans. Svo vitnað sé beint í stefnuna: „Þegar þau komu til fundarins var hann færður yfir á skrifstofu rektors sem var við hlið skrifstofu mannauðsstjórans. Nauðsynlegt er að taka fram að mannauðsstjórinn er sjálfur þátttakandi í „lokuðum“ umræðuhópi á facebook, sem nefnist „Karlar gera merkilega hluti“. Þar er skeytum eingöngu beint að karlmönnum með háði og illyrðum. Aðgang að þessum hópi getur hver fengið sem vill. Hefur komið fram að um 9000 manns hafi aflað sér slíks aðgangs og getað kynnt sér boðskapinn og tjáð sig um hann.“ Jón Steinar lýsir hópnum nánar svo í stefnunni: „Þá hefur komið fram opinberlega að orðsóðaskapurinn sem aðilar að þessum hópi ausa yfir karlmenn er með því lágkúrulegasta sem sést hefur á almennum vettvangi í landinu.Ari Kristinn rektor HR. Jón Steinar telur engan vafa á leika að yfirlýsing hans, þar sem hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið hafi falið í sér dylgjur um að Kristinn væri einskonar kvenhatari.fbl/eyþórHefur þetta framferði á þessari síðu verið mjög til umræðu á Íslandi að undanförnu, sem lyktaði með því að fyrirsvarsmenn síðunnar gáfu 20. október 2018 frá sér yfirlýsingu, þar sem viðurkennt var að birt hefðu verið óviðeigandi ummæli á síðunni og yrði í framtíðinni reynt að koma í veg fyrir slíkt.“Meintar dylgjur rektors Í stefnu er því lýst að mannauðsstjórinn hafi aðallega haft orð fyrir fulltrúum skólans. Sem meðal annars sagði að það sem skrifað væri á Facebook heyrði til opinberrar birtingar. Og Kristni væri ekki stætt á að starfa við skólann í kjölfar ummælanna. Þá voru Kristni gerðir áðurnefndir úrslitakostir. Og honum gefinn kostur á að gera samning um starfslok. Þar var talið að hann ætti rétt á þriggja mánaða launum. Bent er á að Kristinn hafi, í viðtali við mbl.is, beðist afsökunar á ummælum sínum fyrir að hafa misboðið heiðarlegum konum með ummælum sínum. Hann hafi þá leitað til Jóns Steinars sem sendi Ara Kristni bréf þar sem þeirri afstöðu Kristins var lýst að uppsögnin væri ólögmæt og skorað var á stefnda að draga hana til baka. Þar var meðal annars bent á að Kristinn hefði ekki fengið skriflega áminningu sem er forsenda þess að reka megi opinbera starfsmenn. Þá er vikið að yfirlýsingu Ara Kristins sem Vísir greindi frá þar sem hann segist ekki ætla að tjá sig um málið en vill þó taka fram að „orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs á grundvelli kyns, kynhneigðar, fötlunar eða kynþáttar er ekki liðin innan háskólans, enda þurfa allir sem nema og starfa innan veggja háskólans að geta treyst því að komið sé fram við þá af virðingu og að verk þeirra séu metin af sanngirni.“ Vonlítið að Kristinn finni sér annað starf Í stefnu segir að hér séu sýnilega á ferðinni hreinar dylgjur þess efnis að Kristinn hvetti til mismununar eða haturs á grundvelli kyns. Engin leið sé að túlka þetta á annan veg en svo að með þessu sé verið að skýra ástæður fyrir brottvikningu Kristins. Í stefnu er vakin á því athygli að Kristinn sé fæddur 8. október 1954. Hann hafði hugsað sér að gegna starfi sínu til 70 ára aldurs.Kristinn Sigurjónsson. Í stefnunni er farið yfir það að maður á hans aldri, eftir það sem á undan er gengið, eigi nánast enga möguleika á vinnumarkaði.visir/vilhelm„Brottrekstur hans veldur því að hann, kominn á þennan aldur, mun varla eiga kost á nýju starfi. Stefndi hefur fallist á að greiða honum laun til 1. maí 2019. Í máli þessu gerir stefnandi skaðabótakröfu sem nemur núgildandi launum hans frá 1. maí 2019 og til 1. nóvember 2024, þ.e. loka þess mánaðar er hann nær 70 ára aldri. Þá krefst hann miskabóta vegna þeirrar aðfarar að mannorði hans sem hann telur felast í háttsemi stefnda.“Hugleiðingar Kristins sagðar réttmætar Jón Steinar byggir kröfur sínar á því að uppsögnin hafi verið ólögmæt, meðal annars vegna réttarstöðu hans í starfi lögum samkvæmt. Þá er tilgreint að freklega hafi verið brotinn á honum réttur með hinni fyrirvaralausu uppsögn 4. október. 2018. Hann hafi áratugalangan flekklausan feril sem kennari hjá stefnda. Þá segir: „Hann er andvígur allri mismunun milli nemenda skólans og hefur aldrei gerst sekur um neitt í þá átt. Fyrir liggur að uppsögnin á rót að rekja til ofstækisfullrar afstöðu skólayfirvalda stefnda til orða sem stefnandi lét falla á facebook og fyrr voru greind. Ekkert var efnislega athugavert við þau orð. Þau fólu aðeins í sér hugleiðingu í þröngum hópi um viðbrögð við þeim vanda sem um þessar mundir herjar á Vesturlönd, þar sem hafðar eru í stórum stíl uppi ásakanir á hendur samstarfsmönnum um kynferðislega áreitni, þó að engar sönnur hafi verið færðar á þær.“ Vísað til tjáningarfrelsis Bent er á að Kristinn geri enga kröfu um að aðrir lýsi sig samþykka þeim viðhorfum. En hann telji sig hins vegar mega tjá sínar skoðanir án þess að eiga á hættu að verða fyrir árásum á starfshagsmuni sína og æru. Bent er á að á Íslandi gildi meginregla um skoðana- og tjáningarfrelsi. Þýðingarmestu réttarheimildina um þetta er að finna í 73. gr. stjórnarskrárinnar. Í þessu frelsi hlýtur meðal annars að felast vernd fyrir því að þeir, sem kveðast vera annarrar skoðunar en sá sem tjáir sig, geti beitt ræðumann viðurlögum í einkaréttarlegum lögskiptum vegna hinna mismunandi skoðana.Jón Steinar fór yfir það sem hann kemur inná í stefnu í viðtali á Harmageddon fyrir nokkru. „Stefnandi hefur í þessu máli mátt þola að rektor stefnda hefur á opinberum vettvangi dylgjað um að stefnandi hafi hvatt til mismununar eða haturs vegna kynferðis fólks og það meira að segja innan skólans. Ekkert er fjær sanni, eins og starfsferill stefnanda er til vitnis um.“ Hinar meintu ofstækisfullu skoðanir mannauðsstjórans Í stefnu segir að frekar hráslagalegt sé að „sá yfirmaður hjá stefnda sem virðist hafa staðið fyrir aðförinni að stefnanda, er þátttakandi í umræðuhópi á netinu, þar sem boðuð er ofstækisfull afstaða kvenna til karlmanna. Árásirnar sem þar birtast eru einfaldlega réttlættar með kynferði þeirra sem árásum sæta. Þar er svo sannarlega hvatt til mismununar og haturs kvenna á karlmönnum.“ Jón Steinar bendir á að á þeim vettvangi hafi mannauðsstjórinn sjálfur sent frá sér orðaskeyti sem umbúðalaust er beint að karlmönnum á grundvelli kynferðis þeirra og þeir nánast allir með tölu taldir taka þátt í einhvers konar samsæri gegn konum. „Er þá gjarnan tekið svo til orða að „feðraveldið“ sé að verki þegar karlmenn brjóti á konum. Er það virkilega svo að yfirstjórn stefnda, sem er virðulegur háskóli, skuli vera undir beinum áhrifum þessara ofstækisfullu skoðana og í reynd tilbúinn að framkvæma misrétti og hatur á starfsmönnum sínum, eingöngu vegna kynferðis þeirra? Aðför stefnda að stefnanda bendir til þess að svo sé. Það er að minnsta kosti ekki mikið samræmi í því að reka stefnanda en hrófla ekki við mannauðsstjóranum sem stundar ódulbúna hvatningu til hatursaðgerða gegn karlmönnum almennt og þá eingöngu vegna kynferðis þeirra.“ Framferði stjórnenda HR valdið Kristni miska Í stefnu vísar Jón Steinar einnig, fyrir hönd Kristins, til sameiginlegrar yfirlýsingar allra rektora á háskólastigi, þeirrar sem Vísir hefur fjallað um. Hún kveður á um borgaralegan rétt akademíkera til tjáningar án þess að eiga yfir höfði sér brottvikningu úr starfi. Þá segir að framferði stjórnenda HR hafi valdið stefnanda verulegum miska. „Dylgjur rektorsins lutu að því, eins og áður sagði, að stefnandi hvetti til mismununar og haturs í samskiptum kynjanna. Það hefur hann aldrei gert, hvorki á vettvangi skólans né utan hans. Á opinberum vettvangi virtust flestir hins vegar hafa tekið dylgjur rektorsins um þetta trúanlegar og lýstu andúð sinni á stefnanda fyrir. Þetta gerðu meðal annars margir, sem samt kváðust vera andvígir brottrekstri stefnanda úr starfi. Stefnandi gerir af þessu tilefni miskabótakröfu að fjárhæð 5.000.000 krónur og styður hana við b. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993.“ Sjá má alla stefnuna í meðfylgjandi skjali.Tengd skjölKristinn S stefna Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir HR ætlar í hart í máli Kristins Sigurjónssonar Skólin hafnar erindi Jóns Steinars lögmanns lektorsins. 24. október 2018 10:57 Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Tekist á um mál Kristins Sigurjónssonar eftir viku á vettvangi nemenda við HR. 15. október 2018 11:41 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Kristinn Sigurjónsson, fyrrverandi lektor við HR, krefst samanlagt 56.863.000 krónur frá skólanum, í miska- og skaðabætur vegna þess sem hann telur ólögmæta uppsögn. Þetta kemur fram í stefnu Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns á hendur Ara Kristni Jónssyni rektor Háskólans í Reykjavík. Stefnan verður lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 4. desember 2018. Þá er þess krafist að HR greiði málskostnað. Vísir hefur fjallað ítarlega um mál Kristins sem rekinn var frá skólanum vegna ummæla sem hann lét falla í Facebookhópi sem kallast Karlmennskuspjallið, á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Kristinn telur vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla.Kristinn nýtur réttarstöðu opinberra starfsmanna Í stefnu er tilgreint að þetta séu viðbrögð við mynd sem fól í sér eftirfarandi texta: „After metoo, men are saying my reputation, my choice. Never be alone or mentor a woman at work.“ Kristinn hafi notað tjámerki þess efnis að honum þætti þetta óskemmtilegt þó það hafi ekki komið fram í umfjöllun. Í kjölfar þess að vakin var athygli á þessu í fjölmiðlum var Kristinn boðaður á fund og gerðir úrslitakostir af hálfu Sigríðar Elínar Guðlaugsdóttur mannauðsstjóra HR: Annað hvort segði hann upp störfum eða hann yrði rekinn.Stefna Jóns Steinars er ítarleg en kröfu sína byggir hann meðal annars á því að Kristinn Sigurjónsson hafi mátt þola fáheyrðar dylgjur af hálfu yfirstjórnar HR.visir/gvaStefnan er viðamikil og þar er komið víða við. Þar kemur meðal annars fram að Kristinn hafi verið lektor við Háskólann í Reykjavík allt frá því Tækniháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík sameinuðust 1. júlí 2005. Áður hafði hann gegnt lektorsembætti við Tækniháskólann og notið þar þeirrar réttarstöðu sem lög kveða á um varðandi réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.Orðsóðaskapurinn á Karlar gera merkilega hluti Rakið er hvernig uppsögnina bar að en hann mætti á fund Sigríðar Elínar 4. október og með honum var Snjólaug Steinarsdóttir, trúnaðarmaður hans. Svo vitnað sé beint í stefnuna: „Þegar þau komu til fundarins var hann færður yfir á skrifstofu rektors sem var við hlið skrifstofu mannauðsstjórans. Nauðsynlegt er að taka fram að mannauðsstjórinn er sjálfur þátttakandi í „lokuðum“ umræðuhópi á facebook, sem nefnist „Karlar gera merkilega hluti“. Þar er skeytum eingöngu beint að karlmönnum með háði og illyrðum. Aðgang að þessum hópi getur hver fengið sem vill. Hefur komið fram að um 9000 manns hafi aflað sér slíks aðgangs og getað kynnt sér boðskapinn og tjáð sig um hann.“ Jón Steinar lýsir hópnum nánar svo í stefnunni: „Þá hefur komið fram opinberlega að orðsóðaskapurinn sem aðilar að þessum hópi ausa yfir karlmenn er með því lágkúrulegasta sem sést hefur á almennum vettvangi í landinu.Ari Kristinn rektor HR. Jón Steinar telur engan vafa á leika að yfirlýsing hans, þar sem hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið hafi falið í sér dylgjur um að Kristinn væri einskonar kvenhatari.fbl/eyþórHefur þetta framferði á þessari síðu verið mjög til umræðu á Íslandi að undanförnu, sem lyktaði með því að fyrirsvarsmenn síðunnar gáfu 20. október 2018 frá sér yfirlýsingu, þar sem viðurkennt var að birt hefðu verið óviðeigandi ummæli á síðunni og yrði í framtíðinni reynt að koma í veg fyrir slíkt.“Meintar dylgjur rektors Í stefnu er því lýst að mannauðsstjórinn hafi aðallega haft orð fyrir fulltrúum skólans. Sem meðal annars sagði að það sem skrifað væri á Facebook heyrði til opinberrar birtingar. Og Kristni væri ekki stætt á að starfa við skólann í kjölfar ummælanna. Þá voru Kristni gerðir áðurnefndir úrslitakostir. Og honum gefinn kostur á að gera samning um starfslok. Þar var talið að hann ætti rétt á þriggja mánaða launum. Bent er á að Kristinn hafi, í viðtali við mbl.is, beðist afsökunar á ummælum sínum fyrir að hafa misboðið heiðarlegum konum með ummælum sínum. Hann hafi þá leitað til Jóns Steinars sem sendi Ara Kristni bréf þar sem þeirri afstöðu Kristins var lýst að uppsögnin væri ólögmæt og skorað var á stefnda að draga hana til baka. Þar var meðal annars bent á að Kristinn hefði ekki fengið skriflega áminningu sem er forsenda þess að reka megi opinbera starfsmenn. Þá er vikið að yfirlýsingu Ara Kristins sem Vísir greindi frá þar sem hann segist ekki ætla að tjá sig um málið en vill þó taka fram að „orðræða sem hvetur til mismununar eða haturs á grundvelli kyns, kynhneigðar, fötlunar eða kynþáttar er ekki liðin innan háskólans, enda þurfa allir sem nema og starfa innan veggja háskólans að geta treyst því að komið sé fram við þá af virðingu og að verk þeirra séu metin af sanngirni.“ Vonlítið að Kristinn finni sér annað starf Í stefnu segir að hér séu sýnilega á ferðinni hreinar dylgjur þess efnis að Kristinn hvetti til mismununar eða haturs á grundvelli kyns. Engin leið sé að túlka þetta á annan veg en svo að með þessu sé verið að skýra ástæður fyrir brottvikningu Kristins. Í stefnu er vakin á því athygli að Kristinn sé fæddur 8. október 1954. Hann hafði hugsað sér að gegna starfi sínu til 70 ára aldurs.Kristinn Sigurjónsson. Í stefnunni er farið yfir það að maður á hans aldri, eftir það sem á undan er gengið, eigi nánast enga möguleika á vinnumarkaði.visir/vilhelm„Brottrekstur hans veldur því að hann, kominn á þennan aldur, mun varla eiga kost á nýju starfi. Stefndi hefur fallist á að greiða honum laun til 1. maí 2019. Í máli þessu gerir stefnandi skaðabótakröfu sem nemur núgildandi launum hans frá 1. maí 2019 og til 1. nóvember 2024, þ.e. loka þess mánaðar er hann nær 70 ára aldri. Þá krefst hann miskabóta vegna þeirrar aðfarar að mannorði hans sem hann telur felast í háttsemi stefnda.“Hugleiðingar Kristins sagðar réttmætar Jón Steinar byggir kröfur sínar á því að uppsögnin hafi verið ólögmæt, meðal annars vegna réttarstöðu hans í starfi lögum samkvæmt. Þá er tilgreint að freklega hafi verið brotinn á honum réttur með hinni fyrirvaralausu uppsögn 4. október. 2018. Hann hafi áratugalangan flekklausan feril sem kennari hjá stefnda. Þá segir: „Hann er andvígur allri mismunun milli nemenda skólans og hefur aldrei gerst sekur um neitt í þá átt. Fyrir liggur að uppsögnin á rót að rekja til ofstækisfullrar afstöðu skólayfirvalda stefnda til orða sem stefnandi lét falla á facebook og fyrr voru greind. Ekkert var efnislega athugavert við þau orð. Þau fólu aðeins í sér hugleiðingu í þröngum hópi um viðbrögð við þeim vanda sem um þessar mundir herjar á Vesturlönd, þar sem hafðar eru í stórum stíl uppi ásakanir á hendur samstarfsmönnum um kynferðislega áreitni, þó að engar sönnur hafi verið færðar á þær.“ Vísað til tjáningarfrelsis Bent er á að Kristinn geri enga kröfu um að aðrir lýsi sig samþykka þeim viðhorfum. En hann telji sig hins vegar mega tjá sínar skoðanir án þess að eiga á hættu að verða fyrir árásum á starfshagsmuni sína og æru. Bent er á að á Íslandi gildi meginregla um skoðana- og tjáningarfrelsi. Þýðingarmestu réttarheimildina um þetta er að finna í 73. gr. stjórnarskrárinnar. Í þessu frelsi hlýtur meðal annars að felast vernd fyrir því að þeir, sem kveðast vera annarrar skoðunar en sá sem tjáir sig, geti beitt ræðumann viðurlögum í einkaréttarlegum lögskiptum vegna hinna mismunandi skoðana.Jón Steinar fór yfir það sem hann kemur inná í stefnu í viðtali á Harmageddon fyrir nokkru. „Stefnandi hefur í þessu máli mátt þola að rektor stefnda hefur á opinberum vettvangi dylgjað um að stefnandi hafi hvatt til mismununar eða haturs vegna kynferðis fólks og það meira að segja innan skólans. Ekkert er fjær sanni, eins og starfsferill stefnanda er til vitnis um.“ Hinar meintu ofstækisfullu skoðanir mannauðsstjórans Í stefnu segir að frekar hráslagalegt sé að „sá yfirmaður hjá stefnda sem virðist hafa staðið fyrir aðförinni að stefnanda, er þátttakandi í umræðuhópi á netinu, þar sem boðuð er ofstækisfull afstaða kvenna til karlmanna. Árásirnar sem þar birtast eru einfaldlega réttlættar með kynferði þeirra sem árásum sæta. Þar er svo sannarlega hvatt til mismununar og haturs kvenna á karlmönnum.“ Jón Steinar bendir á að á þeim vettvangi hafi mannauðsstjórinn sjálfur sent frá sér orðaskeyti sem umbúðalaust er beint að karlmönnum á grundvelli kynferðis þeirra og þeir nánast allir með tölu taldir taka þátt í einhvers konar samsæri gegn konum. „Er þá gjarnan tekið svo til orða að „feðraveldið“ sé að verki þegar karlmenn brjóti á konum. Er það virkilega svo að yfirstjórn stefnda, sem er virðulegur háskóli, skuli vera undir beinum áhrifum þessara ofstækisfullu skoðana og í reynd tilbúinn að framkvæma misrétti og hatur á starfsmönnum sínum, eingöngu vegna kynferðis þeirra? Aðför stefnda að stefnanda bendir til þess að svo sé. Það er að minnsta kosti ekki mikið samræmi í því að reka stefnanda en hrófla ekki við mannauðsstjóranum sem stundar ódulbúna hvatningu til hatursaðgerða gegn karlmönnum almennt og þá eingöngu vegna kynferðis þeirra.“ Framferði stjórnenda HR valdið Kristni miska Í stefnu vísar Jón Steinar einnig, fyrir hönd Kristins, til sameiginlegrar yfirlýsingar allra rektora á háskólastigi, þeirrar sem Vísir hefur fjallað um. Hún kveður á um borgaralegan rétt akademíkera til tjáningar án þess að eiga yfir höfði sér brottvikningu úr starfi. Þá segir að framferði stjórnenda HR hafi valdið stefnanda verulegum miska. „Dylgjur rektorsins lutu að því, eins og áður sagði, að stefnandi hvetti til mismununar og haturs í samskiptum kynjanna. Það hefur hann aldrei gert, hvorki á vettvangi skólans né utan hans. Á opinberum vettvangi virtust flestir hins vegar hafa tekið dylgjur rektorsins um þetta trúanlegar og lýstu andúð sinni á stefnanda fyrir. Þetta gerðu meðal annars margir, sem samt kváðust vera andvígir brottrekstri stefnanda úr starfi. Stefnandi gerir af þessu tilefni miskabótakröfu að fjárhæð 5.000.000 krónur og styður hana við b. lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993.“ Sjá má alla stefnuna í meðfylgjandi skjali.Tengd skjölKristinn S stefna
Uppsögn lektors við HR Tengdar fréttir HR ætlar í hart í máli Kristins Sigurjónssonar Skólin hafnar erindi Jóns Steinars lögmanns lektorsins. 24. október 2018 10:57 Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20 Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Tekist á um mál Kristins Sigurjónssonar eftir viku á vettvangi nemenda við HR. 15. október 2018 11:41 Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
HR ætlar í hart í máli Kristins Sigurjónssonar Skólin hafnar erindi Jóns Steinars lögmanns lektorsins. 24. október 2018 10:57
Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Heldur því fram að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna. 10. október 2018 13:20
Jón Steinar telur rektor hafa stórskaðað HR með brottrekstrinum Tekist á um mál Kristins Sigurjónssonar eftir viku á vettvangi nemenda við HR. 15. október 2018 11:41
Tekist á um akademískt frelsi í máli Kristins og HR Dósent við HR telur illt fyrir konur að eiga sitt undir Kristni Sigurjónssyni komið. 11. október 2018 21:00