Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2018 07:33 Um 500 manns reyndu að komast yfir landamærin en bandarísk yfirvöld skutu táragashólkum inn í Mexíkó. Vísir/EPA Bandarískir landamæraverðir skutu táragasi að hælisleitendum handan landamæranna að Mexíkó eftir að fólkið reyndi að hlaupa yfir þau. Lokuðu þeir landamærunum tímabundið fyrir allri umferð og vöruflutningum. San Ysidro-landamærastöðin á milli San Diego í Bandaríkjunum og Tijuana í Mexíkó er sú annasamasta í vesturheimi. Bandarísk yfirvöld ákváðu að loka þeim til þess að koma í veg fyrir að hælisleitendur frá Mið-Ameríku kæmust inn í landið. Áður hafði mexíkóska lögreglan reynt að dreifa hópi hælisleitenda sem mótmælti því hversu lengi bandarísk yfirvöld væru að fara yfir umsóknir þeirra. Reuters-fréttastofan segir að mótmælin hafi verið friðsamleg. Konur og börn hafi verið á meðal þeirra sem hrópuðu „Við erum ekki glæpamenn! Við leggjum hart að okkur!“. Í kjölfarið reyndu um 500 manns að gera áhlaup á að landamærunum. Bandarísku landamæraverðirnir studdir herlögreglu og almennum lögreglumönnum brugðust við með því að skjóta táragasi yfir landamærin. Mexíkósk yfirvöld sögðust ætla að vísa fólkinu sem reyndi að brjóta sér leið yfir landamærin úr landi.Flýja fátækt og ofbeldi Tilkynnt var í gær að ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hefðu náð samkomulagi um að flóttamenn frá Mið-Ameríku sem leita hælis í Bandaríkjunum verði vistaðir sunnan landamæranna á meðan farið er yfir umsóknir þeirra. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið alið á ótta við farandlest flóttafólks frá Hondúras sem hefur farið fótgangandi norður til Bandaríkjanna undanfarnar vikur. Hann hefur meðal annars látið senda þúsundir hermanna að landamærunum og sagt flóttafólkið ógna öryggi Bandaríkjanna. „Þeir vilja að við bíðum í Mexíkó en ég er að minnsta kosti orðinn örvæntingarfullur. Litla stelpan mín er veik og ég á ekki einu sinni fyrir mjólk. Ég þoli þetta ekki lengur,“ sagði Joseph García frá Hondúras við Reuters. Fólkið er sagt flýja sára fátækt og ofbeldi í Hondúras en morðtíðnin þar í landi er ein sú hæsta á byggðu bóli.US Border Patrol agents fired tear gas at a group of migrants at a major US-Mexico border crossing in San Diego, after they rushed the border area on the Mexican side https://t.co/7TKSxRetn0 pic.twitter.com/147kyHKyJV— CNN (@CNN) November 26, 2018 Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Bandarískir landamæraverðir skutu táragasi að hælisleitendum handan landamæranna að Mexíkó eftir að fólkið reyndi að hlaupa yfir þau. Lokuðu þeir landamærunum tímabundið fyrir allri umferð og vöruflutningum. San Ysidro-landamærastöðin á milli San Diego í Bandaríkjunum og Tijuana í Mexíkó er sú annasamasta í vesturheimi. Bandarísk yfirvöld ákváðu að loka þeim til þess að koma í veg fyrir að hælisleitendur frá Mið-Ameríku kæmust inn í landið. Áður hafði mexíkóska lögreglan reynt að dreifa hópi hælisleitenda sem mótmælti því hversu lengi bandarísk yfirvöld væru að fara yfir umsóknir þeirra. Reuters-fréttastofan segir að mótmælin hafi verið friðsamleg. Konur og börn hafi verið á meðal þeirra sem hrópuðu „Við erum ekki glæpamenn! Við leggjum hart að okkur!“. Í kjölfarið reyndu um 500 manns að gera áhlaup á að landamærunum. Bandarísku landamæraverðirnir studdir herlögreglu og almennum lögreglumönnum brugðust við með því að skjóta táragasi yfir landamærin. Mexíkósk yfirvöld sögðust ætla að vísa fólkinu sem reyndi að brjóta sér leið yfir landamærin úr landi.Flýja fátækt og ofbeldi Tilkynnt var í gær að ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hefðu náð samkomulagi um að flóttamenn frá Mið-Ameríku sem leita hælis í Bandaríkjunum verði vistaðir sunnan landamæranna á meðan farið er yfir umsóknir þeirra. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið alið á ótta við farandlest flóttafólks frá Hondúras sem hefur farið fótgangandi norður til Bandaríkjanna undanfarnar vikur. Hann hefur meðal annars látið senda þúsundir hermanna að landamærunum og sagt flóttafólkið ógna öryggi Bandaríkjanna. „Þeir vilja að við bíðum í Mexíkó en ég er að minnsta kosti orðinn örvæntingarfullur. Litla stelpan mín er veik og ég á ekki einu sinni fyrir mjólk. Ég þoli þetta ekki lengur,“ sagði Joseph García frá Hondúras við Reuters. Fólkið er sagt flýja sára fátækt og ofbeldi í Hondúras en morðtíðnin þar í landi er ein sú hæsta á byggðu bóli.US Border Patrol agents fired tear gas at a group of migrants at a major US-Mexico border crossing in San Diego, after they rushed the border area on the Mexican side https://t.co/7TKSxRetn0 pic.twitter.com/147kyHKyJV— CNN (@CNN) November 26, 2018
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira