Lokuðu landamærunum að Mexíkó og skutu táragasi að hælisleitendum Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2018 07:33 Um 500 manns reyndu að komast yfir landamærin en bandarísk yfirvöld skutu táragashólkum inn í Mexíkó. Vísir/EPA Bandarískir landamæraverðir skutu táragasi að hælisleitendum handan landamæranna að Mexíkó eftir að fólkið reyndi að hlaupa yfir þau. Lokuðu þeir landamærunum tímabundið fyrir allri umferð og vöruflutningum. San Ysidro-landamærastöðin á milli San Diego í Bandaríkjunum og Tijuana í Mexíkó er sú annasamasta í vesturheimi. Bandarísk yfirvöld ákváðu að loka þeim til þess að koma í veg fyrir að hælisleitendur frá Mið-Ameríku kæmust inn í landið. Áður hafði mexíkóska lögreglan reynt að dreifa hópi hælisleitenda sem mótmælti því hversu lengi bandarísk yfirvöld væru að fara yfir umsóknir þeirra. Reuters-fréttastofan segir að mótmælin hafi verið friðsamleg. Konur og börn hafi verið á meðal þeirra sem hrópuðu „Við erum ekki glæpamenn! Við leggjum hart að okkur!“. Í kjölfarið reyndu um 500 manns að gera áhlaup á að landamærunum. Bandarísku landamæraverðirnir studdir herlögreglu og almennum lögreglumönnum brugðust við með því að skjóta táragasi yfir landamærin. Mexíkósk yfirvöld sögðust ætla að vísa fólkinu sem reyndi að brjóta sér leið yfir landamærin úr landi.Flýja fátækt og ofbeldi Tilkynnt var í gær að ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hefðu náð samkomulagi um að flóttamenn frá Mið-Ameríku sem leita hælis í Bandaríkjunum verði vistaðir sunnan landamæranna á meðan farið er yfir umsóknir þeirra. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið alið á ótta við farandlest flóttafólks frá Hondúras sem hefur farið fótgangandi norður til Bandaríkjanna undanfarnar vikur. Hann hefur meðal annars látið senda þúsundir hermanna að landamærunum og sagt flóttafólkið ógna öryggi Bandaríkjanna. „Þeir vilja að við bíðum í Mexíkó en ég er að minnsta kosti orðinn örvæntingarfullur. Litla stelpan mín er veik og ég á ekki einu sinni fyrir mjólk. Ég þoli þetta ekki lengur,“ sagði Joseph García frá Hondúras við Reuters. Fólkið er sagt flýja sára fátækt og ofbeldi í Hondúras en morðtíðnin þar í landi er ein sú hæsta á byggðu bóli.US Border Patrol agents fired tear gas at a group of migrants at a major US-Mexico border crossing in San Diego, after they rushed the border area on the Mexican side https://t.co/7TKSxRetn0 pic.twitter.com/147kyHKyJV— CNN (@CNN) November 26, 2018 Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Bandarískir landamæraverðir skutu táragasi að hælisleitendum handan landamæranna að Mexíkó eftir að fólkið reyndi að hlaupa yfir þau. Lokuðu þeir landamærunum tímabundið fyrir allri umferð og vöruflutningum. San Ysidro-landamærastöðin á milli San Diego í Bandaríkjunum og Tijuana í Mexíkó er sú annasamasta í vesturheimi. Bandarísk yfirvöld ákváðu að loka þeim til þess að koma í veg fyrir að hælisleitendur frá Mið-Ameríku kæmust inn í landið. Áður hafði mexíkóska lögreglan reynt að dreifa hópi hælisleitenda sem mótmælti því hversu lengi bandarísk yfirvöld væru að fara yfir umsóknir þeirra. Reuters-fréttastofan segir að mótmælin hafi verið friðsamleg. Konur og börn hafi verið á meðal þeirra sem hrópuðu „Við erum ekki glæpamenn! Við leggjum hart að okkur!“. Í kjölfarið reyndu um 500 manns að gera áhlaup á að landamærunum. Bandarísku landamæraverðirnir studdir herlögreglu og almennum lögreglumönnum brugðust við með því að skjóta táragasi yfir landamærin. Mexíkósk yfirvöld sögðust ætla að vísa fólkinu sem reyndi að brjóta sér leið yfir landamærin úr landi.Flýja fátækt og ofbeldi Tilkynnt var í gær að ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hefðu náð samkomulagi um að flóttamenn frá Mið-Ameríku sem leita hælis í Bandaríkjunum verði vistaðir sunnan landamæranna á meðan farið er yfir umsóknir þeirra. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið alið á ótta við farandlest flóttafólks frá Hondúras sem hefur farið fótgangandi norður til Bandaríkjanna undanfarnar vikur. Hann hefur meðal annars látið senda þúsundir hermanna að landamærunum og sagt flóttafólkið ógna öryggi Bandaríkjanna. „Þeir vilja að við bíðum í Mexíkó en ég er að minnsta kosti orðinn örvæntingarfullur. Litla stelpan mín er veik og ég á ekki einu sinni fyrir mjólk. Ég þoli þetta ekki lengur,“ sagði Joseph García frá Hondúras við Reuters. Fólkið er sagt flýja sára fátækt og ofbeldi í Hondúras en morðtíðnin þar í landi er ein sú hæsta á byggðu bóli.US Border Patrol agents fired tear gas at a group of migrants at a major US-Mexico border crossing in San Diego, after they rushed the border area on the Mexican side https://t.co/7TKSxRetn0 pic.twitter.com/147kyHKyJV— CNN (@CNN) November 26, 2018
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Mið-Ameríka Norður-Ameríka Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira