Það sem þeir sögðu Árni Pétur Hilmarsson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Ég hef áhyggjur yfir áformum um stórfellda aukningu á laxeldi í opnum sjókvíum. Ég er fæddur og uppalinn í dreifbýli og hef mikla samúð með hagsmunum landsbyggðar og uppbyggingu og fjölgun starfa. En það má ekki vera á kostnað annarra og ekki á kostnað náttúrunnar. Ég flutti aftur heim í sveit með fjölskylduna mína vegna þess að ég hef hagsmuni af laxveiði. Ég er af sjöttu kynslóð í Nesi sem byggir afkomu sína á laxveiðihlunnindum og vinn sjálfur á sumrin við leiðsögn í laxveiði. Þetta eru verðmæti og hefðir sem ég vil gjarnan koma áfram til afkomenda minna en er nú ógnað af eldi á laxi af norskum uppruna í opnum sjókvíum við Ísland. Ég tel að áhyggjur mínar séu réttmætar í ljósi þess hvað talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna sögðu um starfsemi sína og svo þess sem hefur gerst í raun og veru. Þeir sögðu að það yrði engin lús. Lúsafárið er svo slæmt að það hefur margoft þurft að hella eitri í sjó og sár á fiski í kvíum eru svo slæm að dýralæknar óttast um velferð þeirra. Þeir sögðu að það yrði engin mengun. Arnarlax fær ekki alþjóðlega vottun um sjálfbæra sjávarvöruframleiðslu vegna ástands botndýralífs og mengunar nálægt sjókvíunum. Þetta staðfesta innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir. Þeir sögðu að kvíarnar væru svo góðar að fiskur myndi ekki sleppa. Í sumar veiddust eldisfiskar í mörg hundruð km fjarlægð frá eldissvæðum. Eldishrygna sem var að því komin að hrygna var veidd í Eyjafjarðará. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum segir sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Arnarlax veit ekki enn hversu margir fiskar sluppu eftir að göt komu á kví með 150 þúsund fiskum í Tálknafirði í júlí. Þeir sögðu að það yrði ekki erfðablöndun. Hafró hefur nýlega staðfest erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Þeir sögðust ætla að hvíla eldissvæðin. Arnarlax hefur nú á fimmta mánuð verið brotlegt við starfsleyfi sitt sem segir til um að hvíla skuli eldissvæði að lágmarki sex til átta mánuði. Félagið virti þetta að vettugi og setti út fisk á svæðið þremur mánuðum eftir að slátrað var upp úr kví á því. Þeir segja að landeldi sé ekki raunhæfur valkostur í stað eldis í opnum sjókvíum. Samt er stundað umfangsmikið og arðbært landeldi hér á landi, til dæmis á vegum Matorku og Stolt Sea Farm á Reykjanesi og Samherja fiskeldis. Þeir segja að lífríkinu stafi engin hætta af laxeldi í opnum sjókvíum. Norðmenn með alla sína reynslu hafa ekki hugmynd um hvaða áhrif allt lúsaeitrið og mengunin frá kvíunum hefur á villta nytjastofna þar við land. Rækjan er hrunin við Noreg og Norðmenn voru nú í september að deila út hundruðum milljóna til rannsókna á hver áhrif laxeldis í opnum sjókvíum hefur á þorskstofninn. Það er glapræði eða fáviska að loka augunum fyrir þessum staðreyndum. Eða bara tær fyrirlitning á íslenskri náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Ég hef áhyggjur yfir áformum um stórfellda aukningu á laxeldi í opnum sjókvíum. Ég er fæddur og uppalinn í dreifbýli og hef mikla samúð með hagsmunum landsbyggðar og uppbyggingu og fjölgun starfa. En það má ekki vera á kostnað annarra og ekki á kostnað náttúrunnar. Ég flutti aftur heim í sveit með fjölskylduna mína vegna þess að ég hef hagsmuni af laxveiði. Ég er af sjöttu kynslóð í Nesi sem byggir afkomu sína á laxveiðihlunnindum og vinn sjálfur á sumrin við leiðsögn í laxveiði. Þetta eru verðmæti og hefðir sem ég vil gjarnan koma áfram til afkomenda minna en er nú ógnað af eldi á laxi af norskum uppruna í opnum sjókvíum við Ísland. Ég tel að áhyggjur mínar séu réttmætar í ljósi þess hvað talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna sögðu um starfsemi sína og svo þess sem hefur gerst í raun og veru. Þeir sögðu að það yrði engin lús. Lúsafárið er svo slæmt að það hefur margoft þurft að hella eitri í sjó og sár á fiski í kvíum eru svo slæm að dýralæknar óttast um velferð þeirra. Þeir sögðu að það yrði engin mengun. Arnarlax fær ekki alþjóðlega vottun um sjálfbæra sjávarvöruframleiðslu vegna ástands botndýralífs og mengunar nálægt sjókvíunum. Þetta staðfesta innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir. Þeir sögðu að kvíarnar væru svo góðar að fiskur myndi ekki sleppa. Í sumar veiddust eldisfiskar í mörg hundruð km fjarlægð frá eldissvæðum. Eldishrygna sem var að því komin að hrygna var veidd í Eyjafjarðará. Þetta er bara toppurinn á ísjakanum segir sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Arnarlax veit ekki enn hversu margir fiskar sluppu eftir að göt komu á kví með 150 þúsund fiskum í Tálknafirði í júlí. Þeir sögðu að það yrði ekki erfðablöndun. Hafró hefur nýlega staðfest erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Þeir sögðust ætla að hvíla eldissvæðin. Arnarlax hefur nú á fimmta mánuð verið brotlegt við starfsleyfi sitt sem segir til um að hvíla skuli eldissvæði að lágmarki sex til átta mánuði. Félagið virti þetta að vettugi og setti út fisk á svæðið þremur mánuðum eftir að slátrað var upp úr kví á því. Þeir segja að landeldi sé ekki raunhæfur valkostur í stað eldis í opnum sjókvíum. Samt er stundað umfangsmikið og arðbært landeldi hér á landi, til dæmis á vegum Matorku og Stolt Sea Farm á Reykjanesi og Samherja fiskeldis. Þeir segja að lífríkinu stafi engin hætta af laxeldi í opnum sjókvíum. Norðmenn með alla sína reynslu hafa ekki hugmynd um hvaða áhrif allt lúsaeitrið og mengunin frá kvíunum hefur á villta nytjastofna þar við land. Rækjan er hrunin við Noreg og Norðmenn voru nú í september að deila út hundruðum milljóna til rannsókna á hver áhrif laxeldis í opnum sjókvíum hefur á þorskstofninn. Það er glapræði eða fáviska að loka augunum fyrir þessum staðreyndum. Eða bara tær fyrirlitning á íslenskri náttúru.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun