Veröld ný og góð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Það vald sem felst í því að geta stýrt erfðafræðilegri framtíð tegundarinnar okkar er í senn stórkostlegt og ógnvekjandi. Hvernig við ákveðum að fara með þetta vald er hugsanlega stærsta áskorun sem við höfum staðið frammi fyrir.“ Þetta ritar bandaríski lífefnafræðingurinn Jennifer Doudna í lokakafla bókarinnar A Crack in Creation sem kom út í fyrra og fjallar um uppgötvun og innleiðingu erfðabreytingatækninnar CRISPR. Tækni sem hrundið hefur af stað gullöld erfðavísindanna. CRISPR er ævafornt ónæmiskerfi baktería; leiðarvísir þeirra til að finna, geyma og eyða skaðlegu erfðaefni. Þegar CRISPR-kerfið er notað samhliða prótíni sem klofið getur erfðaefni í sundur er afraksturinn hárnákvæm og afar skilvirk sameindaskæri sem nota má til að eiga við erfðaefni nær allra lífvera. CRISPR-kerfið er nú notað á rannsóknarstofum um víða veröld. Tæknin boðar nýja tíma í meðhöndlun erfðasjúkdóma og þróun lyfja, en um leið skorar hún á okkur að taka afstöðu til siðferðilegra álitaefna sem engin önnur kynslóð í sögunni hefur staðið frammi fyrir, svo sem erfðabreytinga í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Á þessu sviði hafa vísindin tekið fram úr samfélaginu. Doudna og aðrir hafa kallað eftir því að hægt verði á róttækri tilraunastarfsemi með CRISPR-tæknina, enda hefur heldur rýrt og fátæklegt samtal átt sér stað um hana. Eins og greint var frá í gær fullyrða kínverskir vísindamenn nú að þeir hafi notað CRISPR til að eiga við erfðaefni tveggja stúlkubarna. Tæknin var notuð til að hindra gen sem gerir HIV-veiru kleift að brjótast inn í frumu. Yfirlýsingar vísindamanna mættu nær einróma fordæmingu. Stúlkurnar eru fórnarlömb óþarfa inngrips, og það sama má segja um afkomendur þeirra. Í sjálfu sér er lítið mark hægt að taka á þessum fullyrðingum. Niðurstöður hafa ekki verið kynntar með formlegum hætti og þær hafa ekki farið í gegnum ritrýni og birtingu í vísindariti. En yfirlýsingar kínversku vísindamannanna eru áminning um að ekkert fær stöðvað tækniframfarir. Það er okkar að aðlagast þeim, og það höfum við aðeins gert að afar takmörkuðu leyti með tilliti til erfðabreytinga. Erfðabreytingar verða hluti af veruleika okkar og það er okkar að leysa úr þeim félagslegu, siðferðilegu og læknisfræðilegu áskorunum sem þeim fylgja. Doudna, líkt og svo margir brautryðjendur í vísindum, virðist skilja tilhneigingu mannkyns til að fara sér að voða en um leið er hún meðvituð um að okkar mikilvægasta vísindatól – samtalið – getur fleytt okkur með öruggum hætti inn í nýja tíma. Doudna kveður því lesandann með mikilvægri hvatningu: „Ég vona – ég trúi því – að við getum mætt þessari áskorun.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Það vald sem felst í því að geta stýrt erfðafræðilegri framtíð tegundarinnar okkar er í senn stórkostlegt og ógnvekjandi. Hvernig við ákveðum að fara með þetta vald er hugsanlega stærsta áskorun sem við höfum staðið frammi fyrir.“ Þetta ritar bandaríski lífefnafræðingurinn Jennifer Doudna í lokakafla bókarinnar A Crack in Creation sem kom út í fyrra og fjallar um uppgötvun og innleiðingu erfðabreytingatækninnar CRISPR. Tækni sem hrundið hefur af stað gullöld erfðavísindanna. CRISPR er ævafornt ónæmiskerfi baktería; leiðarvísir þeirra til að finna, geyma og eyða skaðlegu erfðaefni. Þegar CRISPR-kerfið er notað samhliða prótíni sem klofið getur erfðaefni í sundur er afraksturinn hárnákvæm og afar skilvirk sameindaskæri sem nota má til að eiga við erfðaefni nær allra lífvera. CRISPR-kerfið er nú notað á rannsóknarstofum um víða veröld. Tæknin boðar nýja tíma í meðhöndlun erfðasjúkdóma og þróun lyfja, en um leið skorar hún á okkur að taka afstöðu til siðferðilegra álitaefna sem engin önnur kynslóð í sögunni hefur staðið frammi fyrir, svo sem erfðabreytinga í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Á þessu sviði hafa vísindin tekið fram úr samfélaginu. Doudna og aðrir hafa kallað eftir því að hægt verði á róttækri tilraunastarfsemi með CRISPR-tæknina, enda hefur heldur rýrt og fátæklegt samtal átt sér stað um hana. Eins og greint var frá í gær fullyrða kínverskir vísindamenn nú að þeir hafi notað CRISPR til að eiga við erfðaefni tveggja stúlkubarna. Tæknin var notuð til að hindra gen sem gerir HIV-veiru kleift að brjótast inn í frumu. Yfirlýsingar vísindamanna mættu nær einróma fordæmingu. Stúlkurnar eru fórnarlömb óþarfa inngrips, og það sama má segja um afkomendur þeirra. Í sjálfu sér er lítið mark hægt að taka á þessum fullyrðingum. Niðurstöður hafa ekki verið kynntar með formlegum hætti og þær hafa ekki farið í gegnum ritrýni og birtingu í vísindariti. En yfirlýsingar kínversku vísindamannanna eru áminning um að ekkert fær stöðvað tækniframfarir. Það er okkar að aðlagast þeim, og það höfum við aðeins gert að afar takmörkuðu leyti með tilliti til erfðabreytinga. Erfðabreytingar verða hluti af veruleika okkar og það er okkar að leysa úr þeim félagslegu, siðferðilegu og læknisfræðilegu áskorunum sem þeim fylgja. Doudna, líkt og svo margir brautryðjendur í vísindum, virðist skilja tilhneigingu mannkyns til að fara sér að voða en um leið er hún meðvituð um að okkar mikilvægasta vísindatól – samtalið – getur fleytt okkur með öruggum hætti inn í nýja tíma. Doudna kveður því lesandann með mikilvægri hvatningu: „Ég vona – ég trúi því – að við getum mætt þessari áskorun.“
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun