Erlent

Franskur embættismaður grunaður um njósnir

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsókn á máli Benoît Quennedey hófst í mars síðastliðinn.
Rannsókn á máli Benoît Quennedey hófst í mars síðastliðinn.
Háttsettur franskur embættismaður hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa njósnað fyrir norður-kóresk stjórnvöld. Fjölmiðlar í Frakklandi segja manninn hafa starfað á skrifstofu öldungadeildar franska þingsins.

BBC  segir frá því að Benoît Quennedey hafi verið handtekinn á sunnudagskvöld og hefur hann verið yfirheyrður af öryggislögreglu landsins, DGSI. Húsleit hafi verið gerð á heimili hans í París og heimili foreldra hans í Dijon.

Quennedey hefur starfað á skrifstofu öldungadeildar þingsins og unnið að málefnum arkitektúrs, þjóðararfs og garða. Þá er hann forseti Vinafélags Frakklands og Kóreu (AAFC) sem vinnur að nánari tengslum Frakklands og Norður-Kóreu og styður við báráttuna um sameiningu Kóreuríkjanna.

Hann hefur margoft ferðast til norður-kóresku höfuðborgarinnar Pyongyang og skrifað fjölda greina og bóka um landið.

Rannsókn á máli Quennedey hófst í mars síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×