Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 09:55 Capacent segir að rekstraráætlanir Icelandair hafi verið út og suður síðustu ár og að flugfélagið hafi kerfisbundið ofspáð um rekstrarafkomu sína síðustu tvö ár. Vísir/Vilhelm Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. Breytingunum er ætlað að ná fram „langtímalausn fyrir Icelandair og skuldabréfaeigendur,“ en félaginu var veitt tímabundin undanþága frá skilmálum skuldabréfanna til 30. nóvember, föstudagsins næstkomandi, þegar hluthafafundur Icelandair Group fer fram. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group sem send var til Kauphallarinnar í morgun. Þar er jafnframt drepið á því sem fram kom í fjölmiðlum í gær, að ólíklegt verði að teljast að hægt verði að uppfylla alla fyrirvara kaupsamningsins á WOW Air fyrir fyrrnefndan hluthafafund. Kaupsamningurinn er, eins og áður hefur verið greint frá, gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundarins. Tíðindin hafa komið illa við fjárfesta, talað er um titring í kjölfar tölvupósts sem Skúli Mogensen sendi í gær. Þar sagði hann að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW Air áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW Air. Hefur þetta meðal annars orðið til þess að hlutabréfaverð í Icelandair hefur lækkað skarpt það sem af er morgni, eða um næstum 7 prósent.Sjá einnig: Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“Í kjölfar hluthafafundarins á föstudag segir Icelandair Group að gert sé ráð fyrir að nýtt skriflegt ferli hefjist með skuldabréfaeigendum um breytingar á skilmálum skuldabréfanna. Á fundinum verði jafnframt kynntar „aðgerðir til að styrkja efnahagsreikning félagsins enn frekar og tillaga að skilmálabreytingum skuldabréfa sem miða að því að ná fram langtímalausn fyrir Icelandair Group og skuldabréfaeigendur.“ Tilkynning Icelandair Group í heild sinni má lesa hér að neðan.Viðræður við skuldabréfaeigendur Icelandair Group standa yfir um langtímalausn í kjölfar þess að útgefanda var veitt tímabundin undanþága til 30. nóvember 2018 frá fjárhagslegum skilmálum skuldabréfa félagsins að fjárhæð USD 190 milljónir með auðkenni ISIN NO0010776982 og skuldabréfa félagsins að fjárhæð USD 23,66 milljónir með auðkennið ISIN IS0000025427.Í tilkynningu Icelandair Group 26. nóvember 2018 kom fram að ólíklegt sé að allir fyrirvarar kaupsamnings félagsins á WOW air hf. verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group þann 30. nóvember 2018. Kaupsamningurinn er jafnframt gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group.Gert er ráð fyrir að nýtt skriflegt ferli hefjist með skuldabréfaeigendum um breytingar á skilmálum skuldabréfanna í kjölfar hluthafafundar Icelandair Group 30. nóvember 2018. Kynntar verða aðgerðir til að styrkja efnahagsreikning félagsins enn frekar og tillaga að skilmálabreytingum skuldabréfa sem miða að því að ná fram langtímalausn fyrir Icelandair Group og skuldabréfaeigendur. Mesta hækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ISB1,4247894.035128,6ICEAIR1,2174144.5721,93SKEL1,1952.12017,0REGINN1,08762.47437,4REITIR1,05526.57696,5 Mesta lækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ICESEA-1,48611.77813,3SVN-0,991347.940100,0ARION040369.132175,0EIM0619.907565,0FESTI0456.120244,0 Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. Breytingunum er ætlað að ná fram „langtímalausn fyrir Icelandair og skuldabréfaeigendur,“ en félaginu var veitt tímabundin undanþága frá skilmálum skuldabréfanna til 30. nóvember, föstudagsins næstkomandi, þegar hluthafafundur Icelandair Group fer fram. Frá þessu er greint í tilkynningu Icelandair Group sem send var til Kauphallarinnar í morgun. Þar er jafnframt drepið á því sem fram kom í fjölmiðlum í gær, að ólíklegt verði að teljast að hægt verði að uppfylla alla fyrirvara kaupsamningsins á WOW Air fyrir fyrrnefndan hluthafafund. Kaupsamningurinn er, eins og áður hefur verið greint frá, gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundarins. Tíðindin hafa komið illa við fjárfesta, talað er um titring í kjölfar tölvupósts sem Skúli Mogensen sendi í gær. Þar sagði hann að aðrir fjárfestar hefðu sýnt WOW Air áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW Air. Hefur þetta meðal annars orðið til þess að hlutabréfaverð í Icelandair hefur lækkað skarpt það sem af er morgni, eða um næstum 7 prósent.Sjá einnig: Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“Í kjölfar hluthafafundarins á föstudag segir Icelandair Group að gert sé ráð fyrir að nýtt skriflegt ferli hefjist með skuldabréfaeigendum um breytingar á skilmálum skuldabréfanna. Á fundinum verði jafnframt kynntar „aðgerðir til að styrkja efnahagsreikning félagsins enn frekar og tillaga að skilmálabreytingum skuldabréfa sem miða að því að ná fram langtímalausn fyrir Icelandair Group og skuldabréfaeigendur.“ Tilkynning Icelandair Group í heild sinni má lesa hér að neðan.Viðræður við skuldabréfaeigendur Icelandair Group standa yfir um langtímalausn í kjölfar þess að útgefanda var veitt tímabundin undanþága til 30. nóvember 2018 frá fjárhagslegum skilmálum skuldabréfa félagsins að fjárhæð USD 190 milljónir með auðkenni ISIN NO0010776982 og skuldabréfa félagsins að fjárhæð USD 23,66 milljónir með auðkennið ISIN IS0000025427.Í tilkynningu Icelandair Group 26. nóvember 2018 kom fram að ólíklegt sé að allir fyrirvarar kaupsamnings félagsins á WOW air hf. verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group þann 30. nóvember 2018. Kaupsamningurinn er jafnframt gerður með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group.Gert er ráð fyrir að nýtt skriflegt ferli hefjist með skuldabréfaeigendum um breytingar á skilmálum skuldabréfanna í kjölfar hluthafafundar Icelandair Group 30. nóvember 2018. Kynntar verða aðgerðir til að styrkja efnahagsreikning félagsins enn frekar og tillaga að skilmálabreytingum skuldabréfa sem miða að því að ná fram langtímalausn fyrir Icelandair Group og skuldabréfaeigendur. Mesta hækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ISB1,4247894.035128,6ICEAIR1,2174144.5721,93SKEL1,1952.12017,0REGINN1,08762.47437,4REITIR1,05526.57696,5 Mesta lækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ICESEA-1,48611.77813,3SVN-0,991347.940100,0ARION040369.132175,0EIM0619.907565,0FESTI0456.120244,0
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir. 26. nóvember 2018 12:05
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Skúli segir fleiri fjárfesta hafa áhuga á WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air segir að aðrir fjárfestar hafi sýnt flugfélaginu áhuga og að verið sé að fylgja þeim áhuga eftir samhliða viðræðum við Icelandair vegna fyrirhugaðra kaupa þess á WOW air. 26. nóvember 2018 15:37