Skrekkur 2018 Þórir S. Guðbergsson skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Þann 12. nóv. var hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, Skrekkur, sýnd í sjónvarpinu. Þar komu fram snjallir og hæfileikaríkir unglingar. Með dansi, söngvum og þróttmiklum sköpunarkrafti og hugmyndaflugi sungu þau um Betri heim – og Árbæjarskóli sigraði með laginu Gott,betra best. Í upphafi sýningar minntu þau okkur á Aladdín þar sem vondi galdramaðurinn kemur við sögu og Rauðhettu og úlfinn frá 17. öld - þar sem úlfurinn táknar hið illa eins og í mörgum sögum. En börn eru snjallar mannverur. Þau finna lausnir á vandamálum með sinni aðferðarfræði með hjálp foreldra/fullorðinna, með kærleika, aga, frelsi og sveigjanleika. Því miður er til illt fólk í raunheimum, grimmt og árásargjarnt - svo að börn og ungmenni limlestast – og verða hungurmorða. Fullorðið fólk vegur hvert annað með hryllingssársauka á samfélagsmiðlum og sagt er frá ógnvænlegu ofbeldi í fréttunum úr næsta nágrenni. – Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Þann 11. nóv. minntist heimurinn fyrra helstríðsins og Halldór Laxness kvað um heimstyrjöld í orðastað Bjarts í Sumarhúsum: Spurt hef ég tíu milljón manns séu myrtir í gamni utanlands... ...því hvað er auður og afl og hús ef engin jurt vex í þinni krús. Fjögurra ára sonardóttir biður afa oft og tíðum að leika úlfinn, en með einu skilyrði þó: Með einni handarhreyfingu sveiflar hún ósýnilegum töfrasprota og breytir úlfinum í Góða úlfinn, og heimurinn batnar. Afinn samþykkir það. Hvernig getur heimurinn batnað, Gott orðið betra og betra best? Styðjum við unga fólkið. Stöndum saman. Ímyndum okkur að einn sólríkan vetrarmorgun guði unga Ísland á gluggann okkar sem fagur skógarþröstur og tísti eins og margir hafa kvakað áður með ýmsum orðum: Hvernig skyldi heimurinn verða ef allir væru almennilegir við alla með ósýnilegri hugarfarsbreytingu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skrekkur Mest lesið Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Og segja mér hver fær að vera fyrirmynd? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kæri frambjóðandi! Stefanía Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Innflutt skautun í boði Viðreisnar Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Unglingavandamálið Jón Gnarr skrifar Skoðun Stöndugur efnahagur og sterk velferð – undirstaða hvors annars Alma D. Möller skrifar Skoðun Íslenskan til valdeflingar en ekki valdbeitingar Derek T. Allen skrifar Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Þann 12. nóv. var hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, Skrekkur, sýnd í sjónvarpinu. Þar komu fram snjallir og hæfileikaríkir unglingar. Með dansi, söngvum og þróttmiklum sköpunarkrafti og hugmyndaflugi sungu þau um Betri heim – og Árbæjarskóli sigraði með laginu Gott,betra best. Í upphafi sýningar minntu þau okkur á Aladdín þar sem vondi galdramaðurinn kemur við sögu og Rauðhettu og úlfinn frá 17. öld - þar sem úlfurinn táknar hið illa eins og í mörgum sögum. En börn eru snjallar mannverur. Þau finna lausnir á vandamálum með sinni aðferðarfræði með hjálp foreldra/fullorðinna, með kærleika, aga, frelsi og sveigjanleika. Því miður er til illt fólk í raunheimum, grimmt og árásargjarnt - svo að börn og ungmenni limlestast – og verða hungurmorða. Fullorðið fólk vegur hvert annað með hryllingssársauka á samfélagsmiðlum og sagt er frá ógnvænlegu ofbeldi í fréttunum úr næsta nágrenni. – Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Þann 11. nóv. minntist heimurinn fyrra helstríðsins og Halldór Laxness kvað um heimstyrjöld í orðastað Bjarts í Sumarhúsum: Spurt hef ég tíu milljón manns séu myrtir í gamni utanlands... ...því hvað er auður og afl og hús ef engin jurt vex í þinni krús. Fjögurra ára sonardóttir biður afa oft og tíðum að leika úlfinn, en með einu skilyrði þó: Með einni handarhreyfingu sveiflar hún ósýnilegum töfrasprota og breytir úlfinum í Góða úlfinn, og heimurinn batnar. Afinn samþykkir það. Hvernig getur heimurinn batnað, Gott orðið betra og betra best? Styðjum við unga fólkið. Stöndum saman. Ímyndum okkur að einn sólríkan vetrarmorgun guði unga Ísland á gluggann okkar sem fagur skógarþröstur og tísti eins og margir hafa kvakað áður með ýmsum orðum: Hvernig skyldi heimurinn verða ef allir væru almennilegir við alla með ósýnilegri hugarfarsbreytingu?
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar