Amazon er orðið að auglýsingarisa Helgi Vífill Júlíusson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon. Getty/Franziska Krug Amazon hefur nú náð þriðja sætinu þegar kemur að auglýsingasölu á netinu í Bandaríkjunum. Efstu tvö sætin skipa Alpahabet, móðurfélag Google, og Facebook. Amazon er einungis með 4 prósenta markaðshlutdeild en umsvifin fara hratt vaxandi og starfsfólki fjölgar að sama skapi, segir í frétt The Wall Street Journal. Eflaust munu tekjur Amazon af auglýsingasölu tvöfaldast í ár og nema um 5,8 milljörðum dollara. Það er meira en samanlögð aukning auglýsingatekna allra sjónvarpsstöðva í heiminum. Það eru ekki einungis fjölmiðlar sem finna fyrir sókn Amazon heldur einnig verslunarkeðjur á borð við Walmart og Target sem fá greitt frá vörumerkjum fyrir vel valdar staðsetningar í verslunum. Netrisinn hefur fjárfest í nýrri starfsemi á undanförnum árum, eins og matvöruverslun og sjónvarpsefni, en auglýsingasalan er sögð vera með mikla framlegð. Stefnt er á að opna höfuðstöðvar í New York sem mun efla samband Amazon við auglýsingaheiminn og auðvelda fyrirtækinu að ráða auglýsingafólk. Stór hluti af auglýsingatekjum Amazon kemur frá vefverslun þess, því fyrirtæki greiða fyrir að vera ofarlega í leitarniðurstöðum. Vörurnar eru merktar með viðeigandi hætti. Auk þess er til dæmis boðið upp á auglýsingar í myndskeiðum sem birtast meðal annars í Fire TV og auglýsingar á kössunum utan af vörunum. Amazon hjálpar líka fyrirtækjum við að auglýsa á vefjum sem er ekki í þeirra eigu. – hvj Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Amazon hefur nú náð þriðja sætinu þegar kemur að auglýsingasölu á netinu í Bandaríkjunum. Efstu tvö sætin skipa Alpahabet, móðurfélag Google, og Facebook. Amazon er einungis með 4 prósenta markaðshlutdeild en umsvifin fara hratt vaxandi og starfsfólki fjölgar að sama skapi, segir í frétt The Wall Street Journal. Eflaust munu tekjur Amazon af auglýsingasölu tvöfaldast í ár og nema um 5,8 milljörðum dollara. Það er meira en samanlögð aukning auglýsingatekna allra sjónvarpsstöðva í heiminum. Það eru ekki einungis fjölmiðlar sem finna fyrir sókn Amazon heldur einnig verslunarkeðjur á borð við Walmart og Target sem fá greitt frá vörumerkjum fyrir vel valdar staðsetningar í verslunum. Netrisinn hefur fjárfest í nýrri starfsemi á undanförnum árum, eins og matvöruverslun og sjónvarpsefni, en auglýsingasalan er sögð vera með mikla framlegð. Stefnt er á að opna höfuðstöðvar í New York sem mun efla samband Amazon við auglýsingaheiminn og auðvelda fyrirtækinu að ráða auglýsingafólk. Stór hluti af auglýsingatekjum Amazon kemur frá vefverslun þess, því fyrirtæki greiða fyrir að vera ofarlega í leitarniðurstöðum. Vörurnar eru merktar með viðeigandi hætti. Auk þess er til dæmis boðið upp á auglýsingar í myndskeiðum sem birtast meðal annars í Fire TV og auglýsingar á kössunum utan af vörunum. Amazon hjálpar líka fyrirtækjum við að auglýsa á vefjum sem er ekki í þeirra eigu. – hvj
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira