Ég versla ekki við fyrirtæki heima Þóranna K. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 08:00 Í gegnum árin höfum við séð ýmsar herferðir sem miða að því að fá fólk til að versla heima og velja íslenskt. Við heyrum umfjöllun um að við eigum að styðja íslenska framleiðslu, meðal annars bændur. Ekki bara með viðskiptum, heldur jafnvel með opinberum styrkjum og niðurgreiðslum. Veistu, nei. Þetta er komið gott. Það á ekkert fyrirtæki, engin verslun og enginn framleiðandi rétt á viðskiptum okkar. Nokkur fyrirtæki í mínum heimabæ hafa gert mig verulega pirraða í gegnum árin með plakötum í gluggum, greinum í bæjarblöðum og væli úti í bæ um að fólk eigi að versla í heimabyggð. Á sama tíma eru gæðin hjá þeim léleg, verðin hærri en hjá samkeppnisaðilunum, þjónustan vægast sagt skelfileg og markaðssetningin nánast engin. Orkunni sem fer í þennan heimaáróður væri betur varið í að bæta gæðin, verðin og þjónustuna, og læra að markaðssetja almennilega til þess að ná í viðskiptavini. Ég ætla ekki einu sinni að byrja að tala um vöruþróun og almennilega markaðssetningu á lambakjöti! Neytendur eru ekki í góðgerðastarfsemi. Ekkert frekar en fyrirtækin eru í góðgerðastarfsemi. Þetta eru einfaldlega viðskipti. Það á enginn rétt á viðskiptum annarra. Þú verður að vinna þér þau inn. Grundvöllur markaðsfræðanna er að mæta þörfum neytenda. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki sem horfa á hlutina frá sjónarhóli viðskiptavinanna og nálgast þá þaðan ná betri árangri en önnur. Sá sem kemur með besta svarið þegar viðskiptavinurinn spyr: „Hvað fæ ég út úr því?“ stendur uppi sem sigurvegari. Þetta er einfalt og í anda Kennedys: Ekki spyrja hvað viðskiptavinurinn getur gert fyrir þig, spurðu hvað þú getur gert fyrir viðskiptavininn. Nú þegar íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir stöðugt harðnandi erlendri samkeppni þá einfaldlega verða þau að fara að læra þetta. Það er að duga eða drepast. Þú átt ekki rétt á því að ég skipti við þig. En að öllu jöfnu: ef að gæðin, verðin, þjónustan og markaðssetningin eru jafngóð og hjá hinum, þá eru allar líkur á því ég kjósi að versla heima. En ég versla ekki heima – nema að fyrirtækin heima hafi unnið sér það inn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum árin höfum við séð ýmsar herferðir sem miða að því að fá fólk til að versla heima og velja íslenskt. Við heyrum umfjöllun um að við eigum að styðja íslenska framleiðslu, meðal annars bændur. Ekki bara með viðskiptum, heldur jafnvel með opinberum styrkjum og niðurgreiðslum. Veistu, nei. Þetta er komið gott. Það á ekkert fyrirtæki, engin verslun og enginn framleiðandi rétt á viðskiptum okkar. Nokkur fyrirtæki í mínum heimabæ hafa gert mig verulega pirraða í gegnum árin með plakötum í gluggum, greinum í bæjarblöðum og væli úti í bæ um að fólk eigi að versla í heimabyggð. Á sama tíma eru gæðin hjá þeim léleg, verðin hærri en hjá samkeppnisaðilunum, þjónustan vægast sagt skelfileg og markaðssetningin nánast engin. Orkunni sem fer í þennan heimaáróður væri betur varið í að bæta gæðin, verðin og þjónustuna, og læra að markaðssetja almennilega til þess að ná í viðskiptavini. Ég ætla ekki einu sinni að byrja að tala um vöruþróun og almennilega markaðssetningu á lambakjöti! Neytendur eru ekki í góðgerðastarfsemi. Ekkert frekar en fyrirtækin eru í góðgerðastarfsemi. Þetta eru einfaldlega viðskipti. Það á enginn rétt á viðskiptum annarra. Þú verður að vinna þér þau inn. Grundvöllur markaðsfræðanna er að mæta þörfum neytenda. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki sem horfa á hlutina frá sjónarhóli viðskiptavinanna og nálgast þá þaðan ná betri árangri en önnur. Sá sem kemur með besta svarið þegar viðskiptavinurinn spyr: „Hvað fæ ég út úr því?“ stendur uppi sem sigurvegari. Þetta er einfalt og í anda Kennedys: Ekki spyrja hvað viðskiptavinurinn getur gert fyrir þig, spurðu hvað þú getur gert fyrir viðskiptavininn. Nú þegar íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir stöðugt harðnandi erlendri samkeppni þá einfaldlega verða þau að fara að læra þetta. Það er að duga eða drepast. Þú átt ekki rétt á því að ég skipti við þig. En að öllu jöfnu: ef að gæðin, verðin, þjónustan og markaðssetningin eru jafngóð og hjá hinum, þá eru allar líkur á því ég kjósi að versla heima. En ég versla ekki heima – nema að fyrirtækin heima hafi unnið sér það inn.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar