Erlent

Hrósar áhöfn WOW Air fyrir frammistöðu við erfiðar aðstæður

Birgir Olgeirsson skrifar
Farþegaþota WOW Air við flugtak á Keflavíkurflugvelli.
Farþegaþota WOW Air við flugtak á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm
Farþegaþota WOW Air neyddist að hætta við lendingu á Dublin-flugvellinum í gærmorgun vegna öflugra vindhviða. Þotan var á leið frá Keflavíkurflugvelli til Dublin en farþegi segir þetta hafa verið „skelfilega“ upplifun en hrósar áhöfn WOW Air fyrir frammistöðuna í þessum erfiðu aðstæðum. 

Greint er frá því á vefnum Dublin Live að misvinda hafi verið við Dublin-flugvöllinn í gærmorgun og ákvað flugstjóri vélarinnar að hringsóla um nokkra stund eftir að hafa hætt við lendingu. Hann reyndi lendingu aftur en varð að hverfa frá þeirri tilraun. Var stefnan tekin á Shannon-flugvöllinn á Írlandi.

Vélin tók eldsneyti á Shannon-flugvelli og beið af sér veðrið. Var þá stefnan tekin aftur til Dublin en þar var henni lent rétt fyrir hádegi í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×