Búast við að tillögu um kaup á WOW air verði frestað Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. nóvember 2018 12:45 Fréttastofan hafði sambandi við tíu stærstu hluthafa Icelandair Group en af tíu stærstu eru sjö lífeyrissjóðir. Fulltrúar stórra hluthafa töldu sennilegt að á hluthafafundinum á föstudag yrði borin uppi tillaga um að fresta afgreiðslu um kaupin á WOW air, Vísir/Vilhelm Stórir hluthafar í Icelandair Group búast við því að afgreiðslu tillögu um kaup félagsins á WOW air, sem til stendur að afgreiða á hluthafafundi á föstudag, verði frestað þangað til betri upplýsingar liggja fyrir um stöðu WOW air eða þeir hafa haft tíma til að kynna sér niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Áreiðanleikakönnun Deloitte á WOW air mun liggja fyrir í dag eða á morgun. Kaup Icelandair á WOW air voru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki hluthafafundar. Á mánudag sendi Icelandair tilkynningu um að félagið teldi ósennilegt að skilyrði kaupanna myndu liggja fyrir áður en hluthafafundur færi fram. Voru viðskipti með hlutabréf í Icelandair stöðvuð tímabundið í Kauphöll Íslands á mánudag af þessum sökum. Í gær sendi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, bréf til þeirra sem keyptu skuldabréf í útboði félagsins í september síðastliðnum. Þar kemur fram að ýmsir þættir í rekstri og umhverfi félagsins hafi þróast til verri vegar undanfarið sem hafi leitt til þess að félagið vinni nú stíft að því að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Sérstaka athygli vakti að í bréfinu segir Skúli að fleiri en Icelandair hafi sýnt WOW air áhuga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar féll þetta orðalag í nokkuð grýttan jarðveg innan stjórnar Icelandair Group enda þykir það sérstakt að lýsa því yfir að viðræður standi yfir við aðra þegar á borðinu er undirritaður kaupsamningur við Icelandair um kaup á félaginu. Bréfið hefur þó ekki haft áhrif á afstöðu til samruna félaganna tveggja. Eftir að greint var frá efni bréfsins í fjölmiðlum sendi WOW air frá sér tilkynningu um verri horfur í rekstri félagsins. Þá gætir óþreyju meðal eigenda flugvéla sem eru í rekstri WOW. Síðdegis í gær sendi WOW frá sér tilkynningu þar sem kom fram að fækka myndi um fjórar þotur í flugflota félagsins. Um er að ræða tvær Airbus A320 vélar og tvær Airbus A330 breiðþotur. Ekki hefur komið fram hvaða áhrif þessi fækkun í flugflotanum hafi á vetraráætlun WOW air en í tilkynningu félagsins er sérstaklega ttekið fram að fækkunin muni ekki hafa áhrif á áætlunarflug til Nýju-Delí sem hefst í næsta mánuði.Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sendi í gær bréf til þeirra sem keyptu skuldabréf í útboði félagsins í september.vísir/gettyÍ ljósi nýjustu tíðinda er eðlilegt að margir spyrji hvaða áhrif þau hafi á samruna WOW air og Icelandair. Á hluthafafundi Icelandair Group kl. 8:30 á föstudagsmorgun stendur til að afgreiða þrjár tillögur. Í fyrsta lagi tillögu um kaup Icelandair á hundrað prósent hlutafjár í WOW air. Í öðru lagi tillögu um hlutafjárhækkun vegna greiðslu á kaupverði fyrir WOW air samkvæmt kaupsamningi og í þriðja lagi tillögu um heimild til stjórnar um hlutafjárhækkun. Fréttastofan hafði sambandi við tíu stærstu hluthafa Icelandair Group en af tíu stærstu eru sjö lífeyrissjóðir. Fulltrúar stórra hluthafa töldu sennilegt að á hluthafafundinum á föstudag yrði borin uppi tillaga um að fresta afgreiðslu um kaupin á WOW air þangað til betri upplýsingar lægju fyrir um stöðu WOW eða þangað til hluthafar hefðu fengið nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um stöðu félagsins. Deloitte er um þessar mundir að vinna áreiðanleikakönnun vegna samruna Icelandair og WOW air og eiga niðurstöður hennar að liggja fyrir í dag eða á morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Fulltrúi eins hluthafa sagði að það væri óraunhæft og óeðlilegt að hluthafar Icelandair Group tækju afstöðu til kaupanna á grundvelli áreiðanleikakönnunar sem þeir hefðu fengið kynningu á samdægurs eða daginn áður. „Segjum að við fáum gögn á morgun, mér finnst mjög erfitt að taka ákvörðun um eina af stærri sameiningum Íslandssögunnar hafandi fengið að skoða eina skýrslu í einn dag,“ sagði hann. Heimildir til að fresta hluthafafundi eða fresta afgreiðslu ákveðinna dagskrárliða til framhaldsfundar koma fram í lögum um hlutafélög. Einn hluthafi sagði að það skipti miklu máli hvað stjórn Icelandair Group legði til á fundinum. Ef stjórnin mæti það svo að upplýsingar um WOW air væru fullnægjandi og teldi ekki áhættu fylgja samrunanum þá myndi það skipta miklu máli fyrir afstöðu viðkomandi. Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Óvissa um kaup Icelandair á WOW air Töluverð óvissa er hvort verður af kaupum Icelandair á WOW air en forstjóri WOW hefur lýst yfir að fleiri en Icelandair komi til greina sem kaupendur að félaginu. 27. nóvember 2018 18:51 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Stórir hluthafar í Icelandair Group búast við því að afgreiðslu tillögu um kaup félagsins á WOW air, sem til stendur að afgreiða á hluthafafundi á föstudag, verði frestað þangað til betri upplýsingar liggja fyrir um stöðu WOW air eða þeir hafa haft tíma til að kynna sér niðurstöður áreiðanleikakönnunar. Áreiðanleikakönnun Deloitte á WOW air mun liggja fyrir í dag eða á morgun. Kaup Icelandair á WOW air voru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, samþykki Samkeppniseftirlitsins og samþykki hluthafafundar. Á mánudag sendi Icelandair tilkynningu um að félagið teldi ósennilegt að skilyrði kaupanna myndu liggja fyrir áður en hluthafafundur færi fram. Voru viðskipti með hlutabréf í Icelandair stöðvuð tímabundið í Kauphöll Íslands á mánudag af þessum sökum. Í gær sendi Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, bréf til þeirra sem keyptu skuldabréf í útboði félagsins í september síðastliðnum. Þar kemur fram að ýmsir þættir í rekstri og umhverfi félagsins hafi þróast til verri vegar undanfarið sem hafi leitt til þess að félagið vinni nú stíft að því að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Sérstaka athygli vakti að í bréfinu segir Skúli að fleiri en Icelandair hafi sýnt WOW air áhuga. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar féll þetta orðalag í nokkuð grýttan jarðveg innan stjórnar Icelandair Group enda þykir það sérstakt að lýsa því yfir að viðræður standi yfir við aðra þegar á borðinu er undirritaður kaupsamningur við Icelandair um kaup á félaginu. Bréfið hefur þó ekki haft áhrif á afstöðu til samruna félaganna tveggja. Eftir að greint var frá efni bréfsins í fjölmiðlum sendi WOW air frá sér tilkynningu um verri horfur í rekstri félagsins. Þá gætir óþreyju meðal eigenda flugvéla sem eru í rekstri WOW. Síðdegis í gær sendi WOW frá sér tilkynningu þar sem kom fram að fækka myndi um fjórar þotur í flugflota félagsins. Um er að ræða tvær Airbus A320 vélar og tvær Airbus A330 breiðþotur. Ekki hefur komið fram hvaða áhrif þessi fækkun í flugflotanum hafi á vetraráætlun WOW air en í tilkynningu félagsins er sérstaklega ttekið fram að fækkunin muni ekki hafa áhrif á áætlunarflug til Nýju-Delí sem hefst í næsta mánuði.Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, sendi í gær bréf til þeirra sem keyptu skuldabréf í útboði félagsins í september.vísir/gettyÍ ljósi nýjustu tíðinda er eðlilegt að margir spyrji hvaða áhrif þau hafi á samruna WOW air og Icelandair. Á hluthafafundi Icelandair Group kl. 8:30 á föstudagsmorgun stendur til að afgreiða þrjár tillögur. Í fyrsta lagi tillögu um kaup Icelandair á hundrað prósent hlutafjár í WOW air. Í öðru lagi tillögu um hlutafjárhækkun vegna greiðslu á kaupverði fyrir WOW air samkvæmt kaupsamningi og í þriðja lagi tillögu um heimild til stjórnar um hlutafjárhækkun. Fréttastofan hafði sambandi við tíu stærstu hluthafa Icelandair Group en af tíu stærstu eru sjö lífeyrissjóðir. Fulltrúar stórra hluthafa töldu sennilegt að á hluthafafundinum á föstudag yrði borin uppi tillaga um að fresta afgreiðslu um kaupin á WOW air þangað til betri upplýsingar lægju fyrir um stöðu WOW eða þangað til hluthafar hefðu fengið nægan tíma til að kynna sér upplýsingar um stöðu félagsins. Deloitte er um þessar mundir að vinna áreiðanleikakönnun vegna samruna Icelandair og WOW air og eiga niðurstöður hennar að liggja fyrir í dag eða á morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. Fulltrúi eins hluthafa sagði að það væri óraunhæft og óeðlilegt að hluthafar Icelandair Group tækju afstöðu til kaupanna á grundvelli áreiðanleikakönnunar sem þeir hefðu fengið kynningu á samdægurs eða daginn áður. „Segjum að við fáum gögn á morgun, mér finnst mjög erfitt að taka ákvörðun um eina af stærri sameiningum Íslandssögunnar hafandi fengið að skoða eina skýrslu í einn dag,“ sagði hann. Heimildir til að fresta hluthafafundi eða fresta afgreiðslu ákveðinna dagskrárliða til framhaldsfundar koma fram í lögum um hlutafélög. Einn hluthafi sagði að það skipti miklu máli hvað stjórn Icelandair Group legði til á fundinum. Ef stjórnin mæti það svo að upplýsingar um WOW air væru fullnægjandi og teldi ekki áhættu fylgja samrunanum þá myndi það skipta miklu máli fyrir afstöðu viðkomandi.
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Óvissa um kaup Icelandair á WOW air Töluverð óvissa er hvort verður af kaupum Icelandair á WOW air en forstjóri WOW hefur lýst yfir að fleiri en Icelandair komi til greina sem kaupendur að félaginu. 27. nóvember 2018 18:51 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Óþreyju gætir meðal leigusala WOW air Mörg mál standa enn út af í viðræðum Icelandair og WOW air. Stjórnendur Icelandair vilja ekki að flugmenn WOW air verði á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Vaxandi óþreyju gætir á meðal eigenda flugvéla í rekstri WOW air. 28. nóvember 2018 06:00
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Óvissa um kaup Icelandair á WOW air Töluverð óvissa er hvort verður af kaupum Icelandair á WOW air en forstjóri WOW hefur lýst yfir að fleiri en Icelandair komi til greina sem kaupendur að félaginu. 27. nóvember 2018 18:51