Ísland stóðst ekki mat McDonald's Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 10:44 Gylltu bogarnir munu ekki lýsa upp íslenskt skammdegi á næstunni. McDonalds Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi, að sögn talsmanns fyrirtæksins í Bretlandi.Íslenskir fjölmiðlar gerðu sér mat úr því í gær að blaðamaður New York Post héldi því fram að svo væri. Það stæði hreinlega til að opna fjölda útibúa á Íslandi. Upplýsingarnar voru ekki hafðar eftir neinum en voru settar í samhengi við vöxt í ferðamennsku og að fjárfestar horfi hýru auga til klakans.Sjá einnig: Segja McDonald's á leiðinni til ÍslandsVísir sendi fyrirspurn á hamborgarakeðjuna vegna málsins og það stóð ekki á svörum. Nei, Íslendingar þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að gylltu bogarnir skjóti upp kollinum hér á landi. Hamborgararisinn hefur alls engin áform um að opna útibú á Íslandi í fyrirsjáanlegri framtíð. „Hjá McDonalds metum við og greinum þær viðskiptalegu- og efnahagslegu forsendur sem eru til staðar við mat á því hvort opna eigi veitingastað á nýju markaðssvæði. Á þessari stundu höfum við engin áform um að opna veitingastað á Íslandi,“ er haft eftir talsmanni McDonald's í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Ekki er veitt nánari útskýring á þessum forsendum í svari McDonald's. Því er ekki hægt að fullyrða um hvort það sé fámennið, ástand þjóðarbúsins eða eitthvað annað sem stendur í risanum. McDonald's hafði á sínum tíma fjögur útibú á Íslandi en því síðasta var lokað árið 2009. Tengdar fréttir Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi, að sögn talsmanns fyrirtæksins í Bretlandi.Íslenskir fjölmiðlar gerðu sér mat úr því í gær að blaðamaður New York Post héldi því fram að svo væri. Það stæði hreinlega til að opna fjölda útibúa á Íslandi. Upplýsingarnar voru ekki hafðar eftir neinum en voru settar í samhengi við vöxt í ferðamennsku og að fjárfestar horfi hýru auga til klakans.Sjá einnig: Segja McDonald's á leiðinni til ÍslandsVísir sendi fyrirspurn á hamborgarakeðjuna vegna málsins og það stóð ekki á svörum. Nei, Íslendingar þurfa að bíða eitthvað lengur eftir því að gylltu bogarnir skjóti upp kollinum hér á landi. Hamborgararisinn hefur alls engin áform um að opna útibú á Íslandi í fyrirsjáanlegri framtíð. „Hjá McDonalds metum við og greinum þær viðskiptalegu- og efnahagslegu forsendur sem eru til staðar við mat á því hvort opna eigi veitingastað á nýju markaðssvæði. Á þessari stundu höfum við engin áform um að opna veitingastað á Íslandi,“ er haft eftir talsmanni McDonald's í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Ekki er veitt nánari útskýring á þessum forsendum í svari McDonald's. Því er ekki hægt að fullyrða um hvort það sé fámennið, ástand þjóðarbúsins eða eitthvað annað sem stendur í risanum. McDonald's hafði á sínum tíma fjögur útibú á Íslandi en því síðasta var lokað árið 2009.
Tengdar fréttir Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55 Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Segja McDonald's á leiðinni til Íslands Bandaríska götublaðið New York Post greinir frá því á vefsíðu sinni í dag að hamborgararisinn McDonald's sé á leiðinni til Íslands. 11. nóvember 2018 17:55