Innlent

Árbæjarskóli vann Skrekk annað árið í röð

Andri Eysteinsson skrifar
Frá úrslitakvöldinu í kvöld.
Frá úrslitakvöldinu í kvöld. Skjáskot/ UngRÚV
Úrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í kvöld.

Árbæjarskóli bar sigur úr býtum með atriðið „Gott, Betra, Best“.

Í öðru sæti var Langholtsskóli með atriðið „Komið að okkur“. Þriðja sætið féll í skaut Seljaskóla.

Mikill fögnuður braut út meðal nemenda Árbæjarskóla þegar Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, tilkynnti hvaða skóli bar sigur úr býtum í ár.

26 skólar tóku þátt í Skrekk í ár

26 grunnskólar tóku þátt í undankeppnum Skrekks dagana 5. 6. og 7. Nóvember.

Sex skólar, Seljaskóli, Langholtsskóli, Breiðholtsskóli, Vogaskóli, Hólabrekkuskóli og Árbæjarskóli komust áfram eftir undankeppnina.

Tveir skólar, Hlíðaskóli og Hagaskóli komust áfram með dómaravali.

Hvorki meira né minna en 669 ungmenni stigu á stokk á undanúrslitum Skrekks 2018.

Þetta er í þriðja sinn sem Árbæjarskóli vinnur Skrekk vann keppnina í fyrra auk þess að hafa sigrað árið 1991




Fleiri fréttir

Sjá meira


×